Áskorun

Til eigenda og/ eða þeirra sem stjórna og ráða hjá fyrirtækinu sem á gámabílinn sem olli því að Þorgeir Ingólfsson er nú örkumlaður til æviloka. Þetta er hörmulegt slys og ég finn líka til með bílstjóranum en Þorgeir á ekki sök á þessu, eftir því sem ég fæ séð. Þrátt fyrir vinnureglur ykkar eða venjur sem ekki voru auglýstar á sýnilegum skyltum svo fólk hefði séns á að vara sig. Þið eruð án efa miður ykkar vegna þessa slyss.

Ég hvet ykkur til þess að greiða Þorgeiri skaða-og miskabætur sem allra fyrst, þessvegna í dag nú eða á Mánudag. Það er ekki hægt að banna ykkur það. Né er hægt að banna ykkur að greiða mun hærra en hann ætti að fá m.v. þann útreikning sem farið er eftir samkvæmt lögum. Sýnið honum þá kurteisi að láta hann ekki þurfa að eiga við tryggingafélag ykkur í mörg ár og jafnvel með því að hann þurfi að draga ykkur eða tryggingafélag ykkar fyrir Hæstarétt, eins og alltof margir slasaðir þurfa að gera. Þið getið svo dúllast í því að fá bæturnar tilbaka frá ykkar tryggingafélagi. Ef tjónið fæst ekki að fullu bætt úr trygginfélagi ykkar, þá þurfið þið bara að taka það fjárhagstjón á ykkur. Það er það minnsta sem þið getið gert, því ekki getið þið bætt Þorgeiri heilsu sína eða fótlegg sem er farinn. Það má vel vera að lögin væru ykkar megin, hvað veit ég. En það eitt og sér á ekki að skipta máli. Það er líka til samkennd og brjóstvit sem er oft prýðis áttaviti.

Þið megið alveg vera það fyrirtæki sem verður öðrum til fyrirmyndar í framtíðinni og gera upp slysa-og miskabætur að eigin frumkvæði. Og biðjið hann svo afsökunar á að vinnureglur ykkar hafi rústað lífi hans og valdið honum þjáningum og örkuml. Það er meira en nóg að glíma við og það á enginn að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhag sínum í leiðinni ( sem ég gef mér að sé til staðar vegna þess að hann er ekki að vinna) .Takk ;)

Sé það svo að skaða-og miskabætur hafi þegar verið greiddar, biðst ég afsökunar á þessu innleggi mínu.

Ég óska ÞI alls hins besta þó ég þekki hann ekki neitt né hafi hitt hann. Veit bara um málið úr frá fjölmiðlum.  Þú átt alla mína samúð.


mbl.is Lít upp og þá er bíllinn að beygja fyrir mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

þegar ég sá myndina af Togga (Þorgeir Ingólfsson) þá fyrst vissi ég það hann Toggi veiðifélagi minn hafi lent í þessum Ósköpum

þar sem ég hef verið búsettur erlendis um tíma þá vissi ég ekki af þessu og vegna minna veikinda hef ég ekki verið fær um að fara að veiða í nokkur ár 

ég vona svo innilega að hann TOGGI fari ekki jafn illa úr þessu eins og gerðist um mig og varð að hætta að fara til veiðar 

Guð blessi þig vinur

Magnús Ágústsson, 24.3.2012 kl. 11:56

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlitið Magnús,

Vonum það besta með heilsu og framtíð Þorgeirs; Togga eins og þú segir að hann sé kallaður.

Leitt að heyra að heilsa þín er ekki góð. Mátt alveg segja frá því ef þig langar til.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.3.2012 kl. 12:13

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

well ég er svo illa farin af gigt að ég get hreinlegs ekki búið lengur á Íslandi

Kuldinn var hreinlega að drepa mig 

Í byrjun ársins 2010 ráðlagði minn læknir mér að vera næasta vetur í hæýrra loftslagi en á Íslandi og ég fór að hans ráðum  sem betur fer

því lík breyting sem hefur gerst á þessum tíma að vera stöðugt í 25 til 35°c en ef hitinn fer niðurfyrir 23°c þá fer mig að verkja í liðamótum svo þú getur rétt ímyndað þér hvergi mér leið í kuldanum á Íslandi 

ég og Toggi fórum stundum saman til veiða í Stórulaxá og í soginu en ég var hættur að geta stundað mitt uppáhalds sport vegna gigtarinnar í nokkur ár áður en ég flutti frá Íslandi 

vegna brjóskeiðingar í hálsi og í fingrum var ekki lengur möguleiki fyrir mig að fara til veiða 

en ég finn fyrir smá bata að vera hérna í hitanum og vonandi get ég farið að gera einhvað fljótlega , hugurinn er enn fullur af starfsorku en því miður ekki líkaminn 

það er virkilega slæmt fyrir sálina fyrir vinnualka að hætta að vinna vegna veikinda en það ennþá verra að að geta ekki stundað áhugamálið sem veitir manni hugarró 

vonandi þarf Toggi ekki að standa í sömu baráttu og ég við tryggingarfélagið  ég endaði upp með að eiða 75% af því sem ég fékk í lögfræðinga

Magnús Ágústsson, 24.3.2012 kl. 13:56

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir að deila þessu með mér og þeim sem kíkja hingað og það er gott að þér líði betur í heitari loftslagi og að þú hafir tök á að búa í hitanum. Kuldaboli er svo sannarlega til og hann bítur fast!

Já, ég vona að ÞI fái uppgjör sitt fljótt og átakalaust og vonandi að þeir sem þyrftu að sjá þetta innlegg og áskorun mín beinist að, lesi það og taki til sín jákvætt eins og það er meint.

Það á enginn að þurfa að standa uppí hárinu á tryggingafélagi, hvað þá alla leið í Hæstarétt eða eins og með þig að lögmenn ,,hagnist" um leið með því að fá 75% !!!

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.3.2012 kl. 14:16

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott innlegg ekki síst í ljósi þess að þú þekkir einstaklingin sem varð fyrir þessu ekki neitt það sýnir hvar þinn innri maður er :) 100% samála öllu sem þú segir.

Sigurður Haraldsson, 24.3.2012 kl. 20:56

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir það Sigurður ;)) Og gott að þú sért sammála og ég vona að þessi tryggingamál batni sem og að fyrirtæki hætti alveg að láta fólk draga sig fyrir dóm til að fá réttmætar bætur.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.3.2012 kl. 21:02

7 identicon

Það kemur reyndar hvergi fram í þessari umfjöllun að Þorgeir hafi þurft að glíma við kerfið eða tryggingafélög, og ég vona að svo sé ekki. En ég man svosem ekki á hvaða nótum fyrri fréttir af hans málum hafa verið. Hins vegar óska ég Þorgeiri og vini hans, Magnúsi, alls hins besta og að báðir megi öðlast betri daga á ný.

núll (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 01:06

8 identicon

"Það má vel vera að lögin væru ykkar megin, hvað veit ég."

Hvernig má það vera? Slysið orsakaðist af gámabíl sem keyrði gegn einstefnu. Það er eins ólöglegt og hægt er að hafa það.

Einar (IP-tala skráð) 25.3.2012 kl. 04:42

9 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ég veit núll að það kemur ekki fram, en ég efast um að hann sé búinn að fá uppgjör svo ég ákvað að koma tímanlega með áskorun í þeirri von að hann muni ekki þurfa, líkt og svo svakalega margir, að glíma að auki við Golíat til að fá réttmætar bætur.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.3.2012 kl. 09:07

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg rétt Einar, en það væri eftir öðru að fundin yrði smuga til að komast hjá því að hann fái bætur og sem fyrst. Það eru svo mörg dómsmál sem eru til vitnis um hversu langt er gengið til að auka á þjáningar fólks sem hefur slasast eða veikst og telur sig með réttu eiga að fá bætur frá tryggingafélagi.

Að auki gerðist þetta á gangstíg.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.3.2012 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband