Nýtt og alvarlegt

Það þykir mér og man ekki eftir að eftirfarandi hafi áður komið fram um PIP málið ;

,,Eftir að upp komst að PIP-púðarnir geymdu iðnaðarsílikon leitaði hún til Jens sem skoðaði hana og sagði allt líta eðlilega út. „Þá gat hann ekki staðfest við mig að ég væri með PIP-púða. Það er ekki fyrr en ég fæ boð í ómskoðun að ég fæ það staðfest. Í ómskoðuninni kom í ljós að báðir púðarnir voru sprungnir og þá brotna ég alveg saman."

Hvað ætli langur tími hafi liðið á milli þess sem læknir skoðar hana og segir allt 100% ok, þar til hún fór svo í ómskoðun ? 3 mánuðir ca. ? Veit ekki en gæti verið ca sá tími, amk ekki mjög langur að ég giska.

Og svo að hafa ekki geta staðfest hvaða tegund, það skil ég ekki ? Hvernig gat þá verið að hún fékk boð um ómskoðunina ??? Sé samt ekki hvaða læknir setti púðana í hana í byrjun, fyrir 10 árum.  Ef það er sami læknir og sagði allt ok í skoðun og vissi ekki hvaða tegund, þá þykir mér það vera alvarlegt.

 


mbl.is Getur ekki lýst því með orðum hvað henni er létt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Skiptir engu máli það er ekki til siðs að fólk í æðri stöðum beri ábyrgð!

Sigurður Haraldsson, 25.3.2012 kl. 07:41

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já sæl Hjördís, það kemur fram að Jens gerði aðgerðina á henni fyrir 10 árum og fór hún einnig í eftirlit til hans eftir að gallinn var gerður opinber og hann sagði allt í lagi...

Þetta er ljótt mál og vil ég að Velferðarráðherra Álfheiður Ingadóttir verði látin taka ábyrgð á þessari leynd sem var höfð um þennann galla á annað ár allavega og verði látin víkja tafarlaust úr Ríkisstjórn...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.3.2012 kl. 08:14

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það er því miður rétt Sigurður , aðeins smákrimmar á borð við þá sem lauma kjúkling með sér fram hjá kassanum í Bónus eru látnir sæta ábyrgð, því miður ræður kerfið ekki við aðra. Og merkilegt að lögmenn nái ekki að verja þá smæstu...eiginlega bara fyndið.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.3.2012 kl. 08:40

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Ingibjörg og mér þykir þetta vera enn alvarlega þegar þetta bætist við.

Það er ekki hægt að reka fólk sem við kjósum inná Alþingi og ÁI en nú óbreyttur þingmaður að mig minnir. Ráðherraábyrgð er bara skrautorð á blaði að því er virðist og

 ,, ekki reiknað með að á þau myndu reyna", sagði einn Alþingismaður á RÚV nýlega.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.3.2012 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband