Og hvað svo ?

Verður þá það næsta að krefast þess að starfsumsækjendur og starfsmenn samþykki vinabeiðnir hugsanlegra sem og núverandi vinnuveitenda ? Það er bannað í USA að spyrja persónulegar spurninga á borð við hjúskaparstöðu, fjölda barna eða hvort viðkomandi eigi börn eða ekki og svo það sem fram kemur og evt fleira.

 Að fara fram á að hnýsast inná FB, hefði ég haldið að þyrfti ekki að banna sérstaklega með nýjum lögum, þar sem það virkar svo augljóst að verið er að reyna að smeygja sér gróflega framhjá lögunum eða ekki í raun, því á FB eru upplýsingar um margt og oft allt, það sem ekki má lögum samkvæmt spyrja fólk um.

Leiðinlegt að það skuli þurfa að setja lög um það sem virkar svo sjálfsagt að láta ógert, eins og hér er fjallað um að krefast lykilorðs sem veitir aðgans inní einkalíf fólks.

,,Í Kaliforníu hefur þegar verið lagt fram frumvarp til laga sem myndu banna vinnuveitendum að krefja bæði starfsmenn og starfsumsækjendur um notendanöfn þeirra á samskipamiðlum, sem og lykilorð. "


mbl.is Vinnuveitendum verði haldið frá Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Eg skil að svona lög þarf í USA. Það er t.d. prentuð áletrun á botninum á kóka kóla dósum á sumum stöðum í USA: "Opnist i hinn endan" og er þetta skrifað eftir að Kóka Kóla var stefnt eftir slys sem var vegna þess að einhver maður reyndi að drekka kók í gegnum botnin á dósinni....

Óskar Arnórsson, 28.3.2012 kl. 10:59

2 identicon

Þetta er greinilega ekki ólöglegt, en það er fátt sem *ætti* að vera jafnólöglegt og þetta (smálán kannski?). Ég vona að það sé brýnt fyrir fólki að um leið og þú ert beðinn um passwordið þitt ættirðu að strunsa beint út. Þetta er ekkert mikið öðruvísi en ef einhver bæði þig um lyklana að íbúðinni þinni.

Almenna reglan er sú að þú ættir ekki að afhenda neinum lykilorð af neinu nokkurn tímann. Ekki einu sinni þeim sem eiga lykla að íbúðinni. 

Danni (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 17:41

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef þú sækir um vinnu í Evrópu á nýjum stað erti beðin um ótrúlegustu upplýsingar. Sumar eru hreint pínsamar. Enn þetta virðrist það sem allt er að stefna í....

Óskar Arnórsson, 28.3.2012 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband