Segðu bara já

Þóra, sláðu til ;)

Þú yrðir án efa flott í þetta hlutverk, virkar kurteis, hefur fágaða framkomu, ert vel máli farin, virkar nokkuð klár, þægilega rödd og talanda. gæti lýst þér betur ef ég þekkti þig, en út frá skjánum get ég sagt þetta. Og að vísu frá Norræna húsinu þar sem þú stjórnaðir spjalli við Evu Gabrielson, sem bjó með Stig Larsson. Þá skynjaði ég nærveru þína pínu pons og hún var hlý og þægileg og það held ég öllum í salnum hafi fundist sömuleiðis.

Svo held ég að það yrði áhugaverð landkynning að fá hjón með 6 börn á Bessastaði, þar af 1 sem væri enn á brjósti. Og með heimavinnandi sjónvarpsvanan eiginmann að auki...5 stjörnur !!!


mbl.is Kurteisi að íhuga framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég held að hún sé of ung í þetta embætti núna.

Marta B Helgadóttir, 27.3.2012 kl. 15:48

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Í Kastljósviðtalinu beið ég alltaf eftir að hú tjáði sig eða gæfi til kynna hvers vegna hún teldi sig eiga erindi á Bessastaði

-  sem forseti þjóðarinnar?

Hún talaði hinsvegar aðallega um hvernig það yrði fyrir börnin að eiga (fræga) foreldra á Bessastöðum.

Marta B Helgadóttir, 27.3.2012 kl. 15:52

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Veitir nokkuð af að vefa ungur þegar fólk fer fram í byrjun Marta....fólk þarf að reikna með að vera 16 ár sýnist mér.. ;)

Man ekki eftir Kastljós viðtalinu sem þú ert að vísa til ? Hvenær var það ? Sá ekki þáttinn í kvöld. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 27.3.2012 kl. 22:50

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

http://vimeo.com/3574827

Marta B Helgadóttir, 28.3.2012 kl. 23:48

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér finnst hún einfaldlega hafa bara ALLT framyfir aðra frambjóðendur. Þ e a s EF hún þá kýs að bjóða sig fram sem er auðvitað ekki komið í ljós enn.

Marta B Helgadóttir, 28.3.2012 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband