Leikjafræði

Í fréttinni segir m.a.: ,,..bankinn væri í mun betri samningsstöðu, í leikjafræðilegu samhengi.."  man ekki eftir að hafa heyrt þetta áður..? Svo ég Googlaði og þetta er nokkuð áhugavert þykir mér.

Wikipedia segir m.a. :

,,Eitt þekktasta dæmi leikjafræðinnar nefnist siðklemma fangans (e. prisoner's dilemma).Hann lýsir þeim valmöguleikum og hugsanlegum útkomum þess þegar tveir einstaklingar, A og B, eru ákærðir fyrir glæp. Þeir eru aðskildir við yfirheyrslur og þurfa að ákveða framburð sinn. Ef báðir þegja fá þeir báðir mildan dóm. Ef annar bendir á hinn og hinn þegir er þeim fyrrnefnda sleppt en sá síðarnefndi fær þungan dóm. Ef þeir benda báðir hvor á annan fá þeir báðir dóma." - mikið er búið að benda hvor á annan þegar orsakir hrunsins ber á góma eins og vitað er. Enginn hefur bent á sjálfan sig so far.

Á vísindavef HÍ segir m.a. undir fyrirsögninni: ,, Hvað er leikjafræði ?"

,,Hvert sem viðfangsefnið er eiga líkön leikjafræðinga það sameiginlegt að í þeim er ákveðnu kerfi lýst með því að tiltaka hverjir taka ákvarðanir í því, hvaða valkosti þeir eiga, hvaða hagsmuna þeir eiga að gæta, hvaða upplýsingar þeir hafa og hvaða leikreglur eru rammi samskipta þeirra. Yfirleitt er gert ráð fyrir að aðilar taki rökréttar ákvarðanir sem miða að því að hámarka eigin hag en það er þó ekki algilt. Sum áhugaverðustu líkön leikjafræðinnar gera ráð fyrir að stundum geri menn mistök eða að þeir skilji leikinn ekki fullkomlega, að geta þeirra til að greina áhrif ákvarðana sinna og annarra sé takmörkuð."

Hvað starfa margir leikjafræðingar hjá Seðlabankanum ? Eða innan stjórnsýslunnar eða bara opinbera batterísins almennt ? Finn engann á Google með þessu starfsheiti. Kannski hefði mátt nota þessa fræðigrein meira ? Sem er einnig útskýrð sem einhverskonar regnhlíf eða þverfagleg umgjörð. Það hefði verið fínt að hafa haft slíka regnhlíf í því mikla ,,fárviðri"  sem geysaði hér í aðdraganda hrunsins....


mbl.is Sala bankanna leysir vandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Con Game er meira réttnefni þegar fjármál og bankamál ber á góma. Bankarnir eru leikrit í eðli sýnu og þess vegna alveg eðlilegt að "leikjafræði" verði sjálfsögð þekking hjá fólki í þessum bransa. Sala bankana á að verða notuð sem lausn á gjaldeyrishöftunum. Már leikur leikrit sem passar ekki stöðu hans. Leikritið hans er ekki einu sinni vel leikið og það er ekkert trúverðugt. Það sjá allir bakhliðina á því sem er að ske í kringum þá í fjármálum.

Það er búið að reikna burtu öll fjárhagsvandamál á Íslandi. Hagstofan sjálf reiknaði þetta út, enn eins og vitað er, er allt byggt á vísindum þar í húsi. Er það nú orðið opinbert að krísunni á Íslandi er þar með lokið. Allt þetta bull er hluti af leikriti sem bankar setja upp fyrir þjóðina sem enn að berjast við að vakna til meðvitundar úr mókinu sem þeir fóru í með því að taka þá í fantasíveröld bankanna og enduðu síðan sem þrælar hans, og eru flestir enn ,..

Óskar Arnórsson, 26.3.2012 kl. 11:59

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Já, það er kannski að Hagstofan hafi notað sömu aðferð og Spaugstofumenn notuðu í útskýringu sinni á hvað íslenska efnahagsundrið væri. Þá tóku þeir bara Excel skjal fullt af háum upphæðum sem allar voru í - og tóku svo bara penna og breyttu í +

En sé þetta allt con leikrit banka...why ætti Seðlabankinn að vilja spila með ? Hvað græðir hann á því ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 26.3.2012 kl. 12:58

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fjárglæframenn eiga sjálfsagt mikil ítök í Seðlabankanum eins og öllum bönkum. Þetta getur verið flókið leikrit hvernig utanaðkomandi öfl stjórna Opinberum aðilum í Seðlabankanum eða öðrum stofnunum. Enn innblöndunin er fyrir þarna fyrir og sumt af þessu köllum við spillingu. Og það er það oft eins og hefur sýnt sig um allan heim...

Óskar Arnórsson, 26.3.2012 kl. 13:55

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ertu að meina að bankarnir stjórni Seðlabankanum eins og strengjabrúðum ? Og að bankinn hlýði  einungis á sínum ,,lágu" uppgefnu opinberu launum ?

Spilling er bara til í útlöndum Óskar...það vita allir..;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 26.3.2012 kl. 14:29

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef fyrirtæki hringir í bankann sinn daginn sem hann er gjaldþrota og fær hundruði milljóna evra að láni án málalengina, þá er það ekki Seðlabankinn eða lánveitandi sem stjórnar láninu. Það getur ekki verið vani að afgreiða lán af þessari stærð á sama deginum. Jafnvel þó þetta hafi verið samþykkt lán síðan lengra tilbaka, þá hefði afgreiðslan átt að setjast stopp fyrir útborgun lánsins. Seðlabankastóri hefur að sjálfsögðu vitað hvernig allt var í pottinn búið og þess vegna er greinilegt að reglur voru brotnar í Seðlabankanum dagin sem neyðarlöginn voru sett á.

Það myndi styrkja stöðu Seðlabankan ef stærð og starfssemi bankanna fái vinnureglur. Bankastarfsemi þyrfi að vera í ólíkum hólfum. Það er ófært að tala við bankastjóra um láni fyrir viðgerð á þakinu sínu sem er með hugan fullan af áhyggjum af hækkunum og lækkunum á hlutabréfamarkaðnum.

Óskar Arnórsson, 26.3.2012 kl. 15:33

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það stendur einmitt til að aðskilja bankastarfsemina. Merkilegast hvað það hefur tekið rosalega langan tíma. Það kannski mætir mótstöðu að ná fram að ganga.

Þjóðin þarf að fá að heyra upptökurnar sem til eru um þetta lán sem þú nefnir og fleira sem þessu tengist. Þetta eru okkar peningar og okkur kemur allt við þeim tengdum, allt.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 26.3.2012 kl. 16:19

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það á heldur ekki að leyfa kosnum þingmönnum að taka þá í fyrirtækjarekstri á meðan þeir eru ráðnir í fulla vinnu af þjóðinni. Þess menn eru ekkert að taka þessi þingst0rf alvarlega með því..

Óskar Arnórsson, 26.3.2012 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband