Skamm Kaupás !

Fyrir að koma svona fram við starfsfólk ykkar, skamm, skamm !!!

Við þekkjum það flest hvað hátt er talað um mannauð fyrirtækja, allavega á hátíðar-og tillidögum. Það er nú meira hvað er mikilvægt þegar á reynir...

Ég var að komast að því að síðustu tvær verslanir 11-11 loka á morgun. Starfsfólkinu var tilkynnt um það seinni partinn í dag, boðuð á fund og voða fínt og var afhent uppsagnarbréf ! Þau fara vonandi til VR til að kanna rétt sinn. Sumt af starfsfólkinu hefur haft þetta til hliðar við nám sitt og stólað á þetta, amk út veturinn og svo bara bæ bæ , með dags fyrirvara !

Ég trúi því seint að svona gerist með svo litlum fyrirvara að það sé ekki hægt að gefa fólki eðlilegan 3ja mánaða uppsagarfrest. Og það verður engin útsala á nokkru í búðunum, öllu pakkað niður og þá væntanlega flutt í Krónuna og Nóatún og selt þar á lægra verði.

10-11 mun víst koma í staðinn og skrítið að Kaupás hafi ekki viljað breyta þessu þess í stað í Krónu búðir í stað þess að færa þessi tvö verlsunarpláss yfir til samkeppnisaðila. Ef hann nú er það í raun ? Ætli t.d. Nettó eða Víðir hefðu ekki allt eins viljað reka þarna sínar verslanir ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband