Gísli Einars neitar

Að Landinn hafi þegið greiðslur fyrir umfjöllun, það má sjá í frétt á dv.is.

Ég er pínu hugsi...er mögulegt að spillingin í ,,gamla daga" hafi verið svo miklu mun almennari og víðtækari en okkur órar fyrir þannig að reynsluboltum þjóðarinnar detti ekki neitt annað í hug en að greitt sé fyrir hverja þá umfjöllun sem er í fjölmiðlum almennt, amk mjög oft ?

Að allt eigi sér ,, annarlegar hvatir" ? Hafa þessir reynsluboltar sjálfir unnið sýn störf með þeim hætti, að fá ávallt eða oft allavega, eitthvað aukalega fyrir sinn snúð, hvort sem voru þá  ,,bitlingar"  eða cash ? Eða þekkja þeir svo ótal mörg dæmi þess ? Var það bara alveg gefið hér áður fyrr og sjálfsagt ?  Ef svo, væri þá ekki nær að fræða um það hvernig þessu var háttað hér áður fyrr í stað þess að dylgja og gefa í skyn eitthvað sem er svo ekki neitt til í ? 

Vona að menn biðjist afsökunar hafi þeir rangt fyrir sér. Hver sem í hlut á.  Það er vont að sitja undir ásökunum um mútuþægni. 


mbl.is Björn sakar RÚV um áróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

  RÁÐIÐEf ætlarðu að svívirða saklausan mann.Þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann.En láttu það svona í veðrinu vaka,þú vitir að hann hafi unnið til saka.**En biðji þig einhver að sanna þá sök,þá segðu að til séu nægileg rök.En að náungans bresti þú helst viljir hylja,það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.**Og gakktu nú svona frá manni til manns,uns mannorð er drepið og virðingin hans,og hann er í lyginnar helgreipar seldur og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur.**En þegar svo allir hann elta og smá,með ánægju getur þú dregið þig fráog láttu þá helst eins og verja hann viljirþótt vitir hans bresti og sökina skiljir.**Og segðu hann brotlegur sannlega eren syndugir aumingja menn erum vérþví umburðarlyndið við seka oss sæmiren sekt þessa vesalings Faðirinn dæmir.**Svo leggðu með andakt að hjartanu höndmeð hangandi munnvikum varpaðu öndog skotraðu augum að upphimins rannisem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.**Já hafir þú öll þessi happsælu ráðég held þínum vilja þá fáir þú náð.Og maðurinn sýkn verði meiddur og smáðuren máski að þú hafir kunnað þau áður.  ***(Höf: Páll J Árdal) 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.3.2012 kl. 23:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vá þetta er kvæðið Ráðið eftir Pál Árdal og ég skrifaði það inn þannig en svo birtist það svona, vá!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.3.2012 kl. 23:59

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlitð Axel og fyrir kvæðið ;) Hef aldrei lesið það áður og mikil speki í því að pæla í. Veistu ca. hvenær það var ort ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 27.3.2012 kl. 00:02

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei, en ég giska á að það hafi verið í byrjun síðustu aldar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2012 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband