28.3.2012 | 12:24
Hefndir
? Er það ástæða þessa rugls á Alþingi í nótt sem leið ? Hvað með allt tal um þjóðarhag og eigin sannfæringu ?
,,Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, minnti á að hluti þingheims hefði fyrr í vetur reynt að koma í veg fyrir að þingmál fengi að koma á dagskrá með frávísunartillögu. Ég bið þingmenn að tala varlega þegar þeir tjá sig um klækjabrögð eins þingflokks umfram annan.
Hvernig er það annars...hér gilda lög um hvíldartíma vinnandi fólks og sér lög um atvinnubílstjóra sem heita vöukulögin muni ég það rétt. Ná þau ekki til Alþingismanna ? Eða fengu þau undaþágu frá þeim lögum ? Og svo er spurning hversu hæf eru þau til að keyra til vinnu sinnar að morgni ? Talað er um að þegar fólk hvílist ekki nóg, hafi það sömu áhrif á aksturslag og það að hafa drukkið áfengi. Dómar hafa fallið ökumönnum í óhag vegna þess að sýnt var fram á að ekki hafi verið sofið nógu lengi áður en sest var undir stýri.
Mega Alþingismenn ekki slökkva á gemsum sínum á nóttunni ??? Hvernig er búist við að þeir nái að halda sönsum ? Nema kannski að þetta sé ástæða þess hvað þau eru oft vond, ókurteis og óförskömmuð hvert við annað; örmagna af svefnleysi.
Fékk ekkert SMS-skeyti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þjóðar- og almannahagur, þessir bjánar þekkja ekki þau hugtök eða merkingu orðanna. En hvað eru þingmenn að gera sofandi heima á meðan þingfundur stendur yfir?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.3.2012 kl. 12:52
Það svosem hefur kanski ekki komið almennilega fram Axel, eða hvað ? Kannski var það hluti af leiknum að láta flesta halda að þetta væri að verða búið og koma svo með ósk um atvkæðagreiðlsu hálf eitt ? Bull og rugl vinnubrögð og ekki til fyrirmyndar hvað vinnuvernd og lög um það varðar.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 28.3.2012 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.