Hvað ef

Hún væri íslensk ?

Hefði hún þá verið nafngreind ? Væri þá opið fyrir komment um málið í netheimum ? Hefðu þá réttarhöldin verið opin ?

Ég efast um það.


mbl.is Tveggja ára fangelsi fyrir barnsdráp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða endemis rugl komment er þetta? Allir sem fá á sig dóm eru nafngreindir í opinberum skjölum. Ef að stóra fréttin hér í þínum augum er virkilega sú að verið sé að sverta mannorð þessarar konu en ekki sú staðreynd að hún fékk 2 ára dóm fyrir morð held ég að þú ættir eitthvað að endurskoða það að vera að bera þínar skoðanir á torg.

Valgarð (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 12:53

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlitið Valgarð,

Hún var nafngreind alveg frá byrjun , amk mjög fljótlega eftir handtöku. Það er ekki rétt að allir sem hljóta dóma séu nafngreindir, oft eru nöfn þurkuð út, sett X í staðinn.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 28.3.2012 kl. 12:58

3 identicon

Slíkt er ekki gert eftir einhverjum geðþáttarákvörðunum, nöfn eru þurkuð úr dómsskjölum til að vernda fórarlömb hins seka t.d. í kynferðisbrotamálum. Þetta mál er mjög óhugnarlegt, og í raun grátlegt að setja sig í spor nýfædda barnsins sem fékk einungis að kynnast þessum heimi í nokkrar mínútur og fékk á þeim tíma ekki að kynnast ást heldur ofbeldi.

Valgarð (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 13:24

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það hefði vel mátt bíða dóms með að birta nafn hennar, það var ekki gert. Umfjöllun fjölmiðla er mjög mismunandi eftir því hver á í hlut, t.d. hvort nöfn séu birt með í frétt eða ekki.

Ég er innilega sammála þér með sorgina í þessu máli. Skelfilegt í alla staði.

En ég hvet þig til að fylgjast með þessu og sjáðu hvort þú eigir eftir að taka eftir mannamun eftir því hver á í hlut, eins og ég hef tekið eftir. Það á ýmist við um geranda eða fórnarlömb. Mér þykir einnig eins og dómar séu þyngri þegar útlendingar eru gerendur og fórnarlömb íslensk T.d. fékk bílstjóri eftir mislukkað klukkurán sem var tryggt að auki, 5 ár fyrir sinn hlut. Man ekki hvort það er fangelisvist eða skilorð en finnst eins og það hafi verið 5 ára fangelsisvist.

Hér er t.d. dómur, X dæmdur í 2ja ára fangelsi vegna kynferðisbrota gegn unglingum. http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/ung-stulka-sem-lagdi-fram-kaeru-a-hendur-misyndismonnum-naudgad-oft-a-dag-i-marga-daga-i-husi-i-reykjavik

Hefði þessi kona sem fréttin fjallar um, hugsanlega fengið lokuð réttarhöld ef faðir barnsins hefði verið borinn og barnfæddur Íslendingur ? Hefði dómurinn þá orðið þyngri ? Opið fyrir komment, alveg frá handtöku muni ég það rétt ?

Hef líka tekið eftir þessu hvað varðar t.d. umfjöllum um alvarleg slys. Stundum er opið fyrir komment í netheimum og svo er því oft lokað þegar vitað er hver átti í hlut.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 28.3.2012 kl. 13:51

5 identicon

Sæl Hördís eg hef verið að dást að myndarskapnum í þér að koma upp svona í snarhasti bloggsíðu á full sving.

En hef ekki komið í verk að kommenta á það fyrr en nú

Eg sé að þú ert kraftmikil valkyrja með fjallkonu orku.

Það er sorglegt og erfitt þetta mál ungu konunnar og vonandi að henni verði veitt aðstoð til að vinna úr þessum ósköpum.

Sérkennilegt að faðirinn skuli hafa fengið bætur þar sem hann lýsti því yfir í réttinumm skilst mér að hann hafi ekki viljað eiga barn með henni og farið frá henni.

En hann missir náttúrlega barna peníngana...

Og sjálfsagt að nota tækifærið og leita rettar síns.

Sólrún (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 15:17

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlitið Sólrún og takk fyrir hrósið ;)

Já þetta mál er afar sorglegt í alla staði og ég óska þeim sem því tengjast að sár þeirra grói. 

Ég held að ávallt sé gerð skaðabótakrafa í málum sem þessum. Þó svo faðirinn hafi á einhverjum tímapunkti ekki planað að eiga barn með henni strax, enda voru þau búin að vera saman í hámark 1 ár eða svo, muni ég það rétt, þýðir ekki að hann syrgi ekki son sinn sem varð til án þess að hann hafi vitað af því fyrr en hann var látinn. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 28.3.2012 kl. 16:34

7 identicon

Hjördís það er fallegt að breiða frið og kærleika yfir þetta unga fólk og farsælt spor í att til nýrrar jarðar eins og við viljum hafa hana.

Eg hef á tilfinningunni að þú munir vera trúkona.

Með jákvæðum formerkjum.

Sólrún (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 16:57

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Er nokkuð annað í stöðunni en að óska þeim góðs eftir þetta sorglega mál ?

Ég á mína barnstrú eins og flestir og vonandi líka þú ;) 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 28.3.2012 kl. 17:10

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er vægur dómur, ekki spurning um það. Hann er ekki vægur vegna þess að hún hafi meðgengið og sýnt iðrun. Heldur þvert á móti neitar hún enn að hafa fætt barnið og hvað þá deytt það.  Það hefur verið vinnuregla fjölmiðla, svona almennt, að birta ekki nöfn sakborninga við dómsuppkvaðningu, nema dómurinn hljóðaði upp á 2ja ára fangelsi eða meira.

Mér finnst pælingar þínar eiga fullan rétt á sér Hjördís. Þessi Valgarð ætti að að taka eina auka valíum og róa sig aðeins. Ég hef velt því fyrir mér hvort 2ja ára dómur hefði verið látin duga ef það hefði verið faðirinn, en ekki móðirin, sem deyddi barnið. Ég leyfi mér að efast um það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.3.2012 kl. 18:12

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Axel .

Ég held að það hefði verið allt allt annað mál ef faðir er sakaður um að deyða barn sitt. Hér er talað um ástand sem aðeins móðir getur lent í vegna meðgöngu og fæðingar, svo það eru þá tilfinningar sem geta komið fram hjá aðeins konum í kjölfar fæðingar. Ef t.d. móðir sem hefur ættleitt barn myndi vera ákærð um að hafa deytt barn sitt, stórefa ég að dómurinn yrði eins mildur.  Þannig skil ég þetta allavega.

Hef ekki áttað mig á vinnureglunni með 2ja ára dóma eða meira, takk fyrir það. Mun reyna að fylgjast með því sem ég upplifi sem mismunun á umfjöllun og nafnbirtingu, mögueleikumá kommentum ofl.,, sem ég er að tala um. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 28.3.2012 kl. 18:43

11 identicon

Barnatrúin er svo hrein og tær.

Eg hef gaman af að ræða trúmál við áhugasama

en kannski ekki á svona opinberum vettvangi.

Hver getur efast um að Guð sé til eftir að

hafa séð þessar yndislega fallegu elskur ?

http://www.youtube.com/watch?v=U6bL83U_AZc&feature=g-hist&context=G209a3f0AHT3NgnQABAA

Sólrún (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 19:11

12 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Krúttað, takk ;)

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 28.3.2012 kl. 19:28

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góðan dag, tveggja ára fangelsi fyrir að deiða barn en 6 ár fyrir að ræna nokkrum úrum úr Mikaelsens? Hér er eitthvað mikið að í réttakerfinu að mínu mati!

Sigurður Haraldsson, 29.3.2012 kl. 08:14

14 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það er nokkuð þungur dómur sem klukkubílsjórinn fékk, held það hafi verið 5 ár frekar en 6 og óskylorðsbundið Sigurður.  Minnir mig amk. Og ránið tókst ekki ,klukkurnar  fundust og voru að auki tryggðar hjá einkatryggingafélagi. Engin verðmæti töpuðust því.

Verður fróðlegt að bera klukkudóminn saman við dóma yfir þeim sem fólk telur vera valdur að hruninu 2008, verði eitthvað af því fólki dæmt. Að bera saman þegar Íslendingar setja heilt samfélag á hliðina og tjónið er gríðarlegt og ótryggt og útlendinga sem reyna að stela nokkrum klukkum sem mistókst að auki.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.3.2012 kl. 08:56

15 identicon

Hvað ef... að kona þessi var ekki í "sturlunar" ástandi sökum fæðingar, heldur hafði góðan lögfræðing á sínum snærum sem vissi hvað þurfti að gera til þess að "sleppa" við refsingu. Það þýðir einfaldlega að í kringum páskana eftir tvö ár, þegar börn ykkar verða eingöngu tveimur árum eldri en þau eru núna, gætu þau mætt barnamorðingja á gangi heim úr skólanum, barnamorðingja sem lék sér að gatslitnu réttarkerfi landsins og komst upp með að deyða nýfætt barn á hrottafullan hátt.

Ég ber virðingu fyrir skoðunum ykkar þó svo mér þykja þær bera einfeldningavott og ég sé þeim algjörlega ósammála. Þú Hjördís ættir jafnvel að íhuga að fara á þing, þetta segi ég eingöngu vegna þeirra hæfileika sem ég sé þig hafa, þú hefur góðan hæfileika í því að reyna afvegaleiða huga fólks frá hinum raunverulega alvarleika, sem í þessu tilfelli er kona sem á hrottafullan hátt drepur nýfætt barn sitt.

Ég vill taka hér fram að konan drap ekki eingöngu kornabarn heldur tók hún sér tíma og faldi lík litla barnsins í ruslagámi þar sem hún taldi að barnið yrði ekki fundið. Þetta er fyrir mér ekki kona í sturlunarástandi stundarbrjálæðis, sökum erfiðar fæðingar og vegna ótta hennar við að líf hennar yrði búið ef hún eignaðist þetta barn, sem hún hafði vitað af í 9MÁNUÐI áður en að þessu leiddi.

Ég get varla lýst óhug mínum á þessum atburði nægilega vel. og þykja mér tilraunir ykkar til þess að líta til annara staðreynda en þeirra að kona komst upp með að deyða nýfætt barn sitt án ALMENNILEGARAR refsingar vera vanvirðing við því stutta lífi sem barnið fékk að lifa. Það að segja að mismunun sé að nafnbirtingu manna er alveg rétt, en það er ekki sökum kynþátts, eða kyns. heldur er það munur milli alvarleika glæpa sem framdir voru, munur á því hvort fjölskylda og aðstandendur viðkomanid gætu hlotið skaða af (líkamlegan skaða) ef nafnbirting á sér stað. Ekki vegna þess að hún var ekki íslensk. Þetta komment og þessar skoðanir þínar eru algjör fásinna að mínu mati, eiga mögulega rétt á sér í einhverju öðru málefni, en ekki í mál sem er jafn mikið hitamál og þetta.

Ég er ekki að leita eftir viðbrögðum við pósti mínum. Eingöngu að vona að fólk átti sig á því, hversu mikið rusl, íslenska réttarkerfið, í raun er. Og að fólk taki ekki þeim getgátum sem heilögum sannleika, að hún hafi MÖGULEGA verið í sturlunarástandi sökum fæðingar. Þá vill ég að fólk hafi þær getgátur í huga að hún hafi verið MÖGULEGA með góðan lögfræðing og ekki viljað fara í fangelsi fyrir það sem hún gerði, því hún iðrast einskis.

Þakka þér fyrir bloggið þitt og ég vona að ég hafi engan móðgað með mínum skrifum.... (þó ég sé nokkuð viss um að sólrún sé í glasi, ef ekki þá ætti hún að deila valíum skammti sínum með öðrum :) með fullri virðingu)

Óttar (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 10:21

16 identicon

Haaa haaa haa. Óttar eru ekki allir í glasi sem eru

ekki á sömu skoðun og þú eða að minsta kisti á valíum ?

Mér sýnist á öllu að þú sért sú týpan En að sjálfsögðu með alveg fullri virðingu.

Sumir eru bara þannig og það er líka allt í lagi þegar að það er svona augljóst.

Það er samt erfiðara að því leyti að það rennur ekki svo glatt af fólki sem eru með þetta.

En það er hægt að fara í meðferð fyrir valíum og brennivíni.

Er þar með ekki að segja að eg noti þau :)

Eg hef bara oft gaman af að ganga fram af fólki sem er að reyna að taka sjálft sig hátíðlega og vera BETRI EN...

Sólrún (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 12:19

17 identicon

Þakka þér fyrir þitt innlegg í málið sólrún :)

Þetta var skemmtileg og hressandi lesning frá þér og ég óska þér alls hins besta í meðferðinni... nei alveg rétt þú ert ekki í glasi, né notar svoleiðis efni, því bið ég þig vinsamlegast að hunsa fyrri ósk mína um velferð í meðferð.

Ég get því miður ekki alveg með vissu sagt að ég hafi skilið allt sem þú skrifað hér á undan, en það er þó ekki við þig að sakast, líklega sprottið af fáfræði minni og tregleika.

En þrátt fyrir allt, þá er aðalmálið hér að kona DRAP nýfætt barn sitt og finnst mér það ekki tilefni til málefnalausra kítinga á bloggsíðu, og þess þá heldur alls ekki tilefni til þess að vera með grín og glens í þeirri von að ganga fram af fólki. En sitt sýnist hverjum og óska ég þér, Sólrún, velfarnaðar á þinni lífsleið.

Óttar (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 13:11

18 identicon

Takk Óttar minn.

Sólrún (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband