Gott þefskyn

Og gott að dóp sé gert upptækt, hvort sem er ræktun eða það sem finnst af öðru við leit á flugvelli , skipum eða annarsstaðar.

En ég man ekki eftir að hafa séð margar fréttir um það að ábendigar í fíkniefnasíma hafi verið ástæðan. Nema kannski í stærri smyglmálum. 

Oftast renna þeir á lyktina eða finna eitthvað í tilviljankenndri leit, í smærri málum. amk. Ætli þetta sé útskýrt með góðu þefskyni til að hlífa þeim sem hringja þó þar gildi nafnleynd ? 

 

 


mbl.is Runnu á kannabislyktina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæmi manni ekki á óvart en lyktin er hins vegar talsvert stæk af þessu svo erfitt er að skilja afhverju þessi sprotafyrirtæki sækja í íbúðarhúsnæði.

Karl J. (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 19:38

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir að kíkja við Karl J.

Ég hef aldrei séð svona nema á mynd, svo ég veit ekki. Né er ég kunnug þessu ,,sprotum" en heyrði þó skýringu á vangaveltu þinni. Að það sé vegna þess að þá sé erfiðara að fylgjast með óhóflegri rafmagnseyðslu. Veit ekki sannleikann með þetta, en heyrði þetta útskýrt með þessum hætti; að eggjunum sé dreift á þennan hátt svo of mikð tapist ekki við hvert bust. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 28.3.2012 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband