Tapað stríð

Algjör uppgjöf Seðlabankans, viðurkennt hér með og skjalfest með nýjum seðli.  Verðbólgumarkmiðin eru orðin tóm. Það er ekki neitt nýtt, þannig hefur það verið í mörg ár.Líka fyrir hrunið 2008. Leyst núna með einu viðbótarnúlli. Sigur verðtryggingar og bankamenn geta skálað ! Hvenær verður 500 kallinn að klinki ? Áður eða um leið og sá nýji kemur út ? Og þá getur t.d. Strætó hækkað uppí 500.- það er svo þægilegt að henda bara einu klinki í boxið...

Maður þætti nú ekki mjög trúverðugur í megrunarátaki með það markið að missa nokkur kíló  segjum 4,5 kg. svo maður komist í kjólinn fyrir Páskana, ok aðeins of seint, segjum þá bara fyrir næstu jól svo maður missi nú ekki af Páskaeggjunum og þá hægt að bæta 1/2 kg. við eða svo. Og væri svo á sama tíma að panta sér sérsaumaðan kjól í nokkrum númerum stærri en það sem maður notar núna og hafa hann reddý... fyrir jólin 2013...;)

 


mbl.is 10.000 króna seðill gefinn út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðlaugsson

Stærsti evruseðillinn er €500, eða um þ.b. 84.000 kr á núverandi gengi; stærsti dollaraseðillinn er $100, eða ~12.700 kr; seðill með 1000 DKr = ~22.750 kr; 10.000 japönsk yen gera ~15.500 kr...

Eins og þú sérð er íslenska krónan frekar undantekningin, stærsti seðillinn hér hefur lítið verðmæti. Það er eiginlega merkilegra hvað við höfum látið það ógert lengi að prenta 10.000 kr seðil - segir kannski eitthvað um litla notkun reiðufjár á Íslandi?

Óskar Guðlaugsson, 29.3.2012 kl. 18:11

2 identicon

@Óskar Guðlaugsson

Þótt þetta séu stærstu seðlar í viðkomandi löndum þá er ekki algengt að fólk noti þá í viðskiptum út í búð.
$20+ seðlar vekja oft tortryggni í búðum í USA, £50+ í Bretlandi, þekki ekki DK nógu vel, hvað þá Japan.   ;-)

Karl J. (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 18:15

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Raunar er 5000 kr. seðillinn fyrir löngu orðin of "verð"lítill. Myntbreytingin var 1980, að mig minnir, þegar 2 núll voru skorin aftanaf krónunni og tilgangurinn var m.a. í þeim tilgangi að auðvelda stjórnvöldum að ná tökum á hagstjórninni samhliða öðrum aðgerðum þar að lútandi. Þá var 500 króna seðillinn stærsta einingin, sem jafngilti 50.000 gömlum krónum.

Eftir breytinguna kostaði brennivínsflaskan  16 krónur og 10 aura. Þá var hægt að fá 31 flösku fyrir verðmesta seðilinn. Núna er hægt að fá nákvæmlega eina slíka fyrir verðmesta seðilinn, með 1 krónu í afgang. Til að verðmesti seðillinn núna hefði sama verðgildi og 1980 þyrfti hann að vera 155.000 krónur, sé miðað við brennivínið gamla og "bragð" góða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.3.2012 kl. 18:33

4 identicon

1000 DKR = 22.750. Þegar tvö núll voru tekin af Ísl. krónunni þá var hún nánast einn á móti einum gagnvart Dönsku krónunni. Það má þessvegna prenta 100.000 kr. seðil eða taka eitt núll af, krónan er jafn verðlaus fyrir því, enda ekki hægt að skipta henni í neinum banka erlendis og það segir alt um stjórnunar hæfileika Íslendinga í fjármálum. Ef hægt er að vorkenna einhverri þjóð, þá eru það Íslendingar.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 18:43

5 Smámynd: Óskar Guðlaugsson

Karl, þetta er reyndar rétt hjá þér varðandi stóru seðlana erlendis. En við förum kannski ekki að telja 10.000 kr seðlana úti í búð hérna heldur.

V.Jóhannson, neiiii er í alvöru hægt að vorkenna Íslendingum? Það er heimur fyrir utan Ísland og hann svífur ekki á bleiku skýi. Íbúar þessarar eyju hafa það efnislega stórkostlega gott, hvort sem er borið saman við fyrri kynslóðir eða stóran hluta heimsbyggðarinnar í dag. Hins vegar er sestur að einhver vælukjói í sálartetrinu sem veldur fýlusvip hjá sumum íbúunum... en vorkunn er ekki besta meðalið við því!

Óskar Guðlaugsson, 29.3.2012 kl. 19:25

6 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Hrædd er ég um að 10.000 króna seðillinn verði mikið notaður í Hagkaupum og Bónus og víðar, því að þú færð varla tvisavar í matinn fyrir þá upphæð ef þú ert t.d. líka að kaupa meðlæti, mjólk og smjör.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 29.3.2012 kl. 19:49

7 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlitið Anna Dóra,

Hversu stutt ætli sé í það að okkur verði boðið að kaupa í matinn á VISA rað ? Eða við bensíndæluna ? Úff, hvar endar þetta..

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.3.2012 kl. 20:04

8 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Þetta getur varla endað nema illa, því að svo virðist sem ekkert verði úr því að skoða leiðir til að taka upp aðra mynt.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 29.3.2012 kl. 20:25

9 identicon

Árinni kennir illur ræðari.

Þegar ökuþórinn er drukkinn, skiptir þá máli hvaða tegund bíllinn er?

Íslendingar geta ekki stjórnað sér sjálfir, sem er marg sannað og það kemur gjaldmiðlinum ekkert við, það er bara þannig.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 21:25

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sammála V.Jóhannsson. Vandinn liggur í hagstjórn síðustu aldar eða svo, samfleytt þverpólitískt klúður...

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.3.2012 kl. 21:40

11 identicon

Ég held að það sé nú alveg kominn tími á nýjan seðil. Verðlag hefur hækkað það mikið á síðasliðnum 10 árum að þessi seðill hefur misst allt vægi sitt.

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 22:22

12 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Væri ekki betra Helgi að ,,breyta um lífstíl" og skella þjóðinni og ráðamönnum í leið, á peningadiet; betri hagstjórn ? Er það góð lausn að fá sér bara stærra númer í hvert sinn sem þrengir að og allt að springa utan af manni ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.3.2012 kl. 22:25

13 identicon

Anders Borg fjármálaráðherra Svía er ekki félagsbundin pólutíkus, en eldklár fjármálaráðgjafi og skilur prinsipin (aðalatriðin)í efnahagsmálum. Hann hættir eftir næstu kosningar.

Íslendingar eiga að bjóða honum Seðlabankastjórastöðuna og fá Íslensku krónuna á rétt ról, samber þá Sænsku !!!

Það er kanski til of mikils ætlast að fá mann MEÐ VITI inn í þessar stofnanir. En ekki fynnast þeir á Íslandi. Það er víst.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 23:37

14 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Held að einn maður geri ekki kraftaverk,það þurfa allir að vilja ná fjáhagsheilsu, bæði almenningur og ráðamenn þjóðarinnar. Eða hvað V. Jóhannes ?

Vilja Svíar nokkuð sleppa honum úr landi hvort sem er ? Þeir finnast alveg hér á landi, þeir þurfa kannski bara fjöldann í lið með sér. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.3.2012 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband