29.3.2012 | 21:59
Stefnir í
Spennandi Forsetakosningar og um leið, þjóðaratkvæðagreiðsluna sem talað hefur verið um samhliða þeim.
Gott að lífsmark skuli vera í lýðræðinu. Það á enginn að eiga nokkurt embætti hér í áratugi. Enginn.
Kristín íhugar framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því fleiri skrauthænur sem tilla sér á hauginn. því öruggari er haninn um embætti sitt
Almenningur (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 22:56
Þykir þér Kristín vera til skrauts, bara af því að hún er kona ? Mátt alveg útskýra betur Almenningur, ég er forvitin um álit þitt. Hef aldrei heyrt talað um konur sem skrauthænur og efast um að einhver jánki því um sjálfan sig né vilji slíka samlíkingu.
Vantar þá nokkra punthana í framboð til að embættið sé ekki sjálfgefið sitjandi Forseta ?
Eða er þetta eitthvert máltæki sem ég þekki ekki eða húmor sem ég fatta ekki ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.3.2012 kl. 23:12
Þetta er máltæki sem þú þekkir ekki og hálfkæringskommnet a la Dísu í Dalakofanum ;) Hani telst til hænsfugla. Ef þú gengur fram hjá þekktri tískuverslun á Laugaveginum stendur öðru megin MENN en hinu megin KONUR. Hvaða skilboð eru það? Það er einföld staðreynd að því fleiri snobbhænsn sem unga út 100 milljónum, tryggja að herrra Ólafur Ragnar Grímsson, fær meirihluta atkvæða af því að snobbhænurnar gogga fjaðrirnar hver af annnarri. Að vísu eru nokkrir geldfuglar í hópnum. Þeir goggast líka. Svo ætlar herra Ólafur Ragnar Grímsson að láta sauðsvartan almúgann punga út 200 milljónum eftir 2 ár af því hann langar að verða frægur í útlöndum, eins og uppáhaldsmenn þínir Einstein og Martin Luther King. Annar eyðilagðu konu sína á geði, hinn hélt grimmt framhjá sinni. Samt hættir þú vonandi ekki að kalla þá snillinga
Almenningur (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 23:49
Takk fyrir þetta Almenningur og fyrir upplýsingarnar um persónulegt líf snillianna minna sem ég hef vitnað í. Leiðinlegt að heyra þetta um þá, svei þeim !
Hvort gerði frúna gráðhærða og hvor þeirra sveik sína í ástum ? Greinilega erfitt að vera snillingur á öllum sviðum...þeir hefðu betur tekið kúrs í hvernig á að koma fram við eiginkonur sínar og viðurkennt vanmátt sinn þar. Giska á Einstein sem þann fyrri...?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.3.2012 kl. 00:27
Þetta er allt saman eitt stórt grín.. þetta forsetarugl og snobbhænur og hanar sem telja sig eiga að búa á bessastöðum... það sjá allir að þetta er ekkert nema snobb og peningasóun hjá þjóð sem er þjökuð af smásálarheilkenni..
DoctorE (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 07:59
Því miður er Kristín ekki frambjóðandi alþýðu Íslands. Hún er frambjóðandi menntaelítunnar, sem er drottnandi afl í þeirri stéttaskiptingu sem er alltaf að aukast á íslandi. Menntaelítan þar með talinn Háskóli Íslands, var einn af prímus mótorunum sem stóðu með ruglinu á íslandi, er leiddi til ægilegasta áfalls sem lýðveldið Ísland varð fyrir. Því miður hefur þessi elíta ekkert lært af hruninu, sbr. skýrsluna um að ekki væri hægt að færa niður skuldir heimilanna. Því miður virðist enginn forsetaframbjóðandi koma frá alþýðunni, enda ekki von, varla nema á færi auðfólks, og klíka því áhangandi að bjóða sig fram.
óli (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 09:00
Kristín er alls ekki rétta manneskjan í embætti forseta Íslands. Í störfum sínum sem rektor HÍ er hún kunn fyrir að taka ekki á erfiðum málum. Frægt er hvernig hún koðnaði niður er grafalvarleg brot Hannesar Hólmsteins komu upp. Brotin voru það alvarleg að Hannes hefði verið rekinn samstundis við alla aðra háskóla á Vesturlöndum.
Árni (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 12:27
Ætla má, að þeir sem þegar hafa boðað forseta framboð og þeir sem íhuga framboð geri það í þeim tilgangi að fella sitjandi forseta, sem langar að vera lengur á Bessastöðum. Ef marka má skoðanakannanir er forsetinn langt frá því að vera öruggur um endurkjör.
En það kann að breytast verði margir í kjöri gegn honum, þá kunna atkvæði greidd öðrum en forsetanum að dreifast nægjanlega til að tryggja honum endurkjör með jafnvel innanvið 30% atkvæða.
Því má segja að mörg framboð séu til ekki til þess fallin að koma honum frá, heldur einmitt hið gagnstæða að tryggja honum endurkjör. Það kann jafnvel að vera að eitt eða fleiri slík framboð verði einmitt í þeim tilgangi einum.
En til að forða misskilningi þá hef ég ekki hugsað mér annað en að ljá forsetanum atkvæði mitt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.3.2012 kl. 12:47
Ég er ekki alveg sammála þér DoctorE. Það þarf að hafa Forseta sem sameingartákn okkar. Þann Forseta þarf að kjósa í Maí.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.3.2012 kl. 15:08
Takk fyrir innlegg þitt Óli.
En hvað með þá þrjá karlmenn sem eru tilbúnir að bjóða sig fram ? Þykir þér þeir tilheyra mentaelítu ? Eru þeir ekki nokkuð alþýðulegir ? Og svo ef Þóra og Elín Hirst bjóða sig fram ? Værum við þá ekki komin með 5 alþýðuframbjóðendur og svo plús ÓRG ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.3.2012 kl. 15:11
Allir sem fara í framboð gera það vegna þess að þeir vilja sigra. Það er alveg klárt mál Axel.
Tel ekki gott að sigurvegari í Forsetakosningu fái lítið fylgi. Það væri óskandi að lögum yrði breytt og þá kosið aftur milli tveggja efstu.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.3.2012 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.