Óborganlegur

Er nema von að hann eigi sér öfundarmenn. Vona að þetta gangi glimrandi vel og verði komið til að vera. Völdin eiga að sjálfsögðu að vera hjá eigendum fjármuna sem eru að auki með fjárræði, sem oft gleymist að ég held, eða hreinlega ekki hugsað útí.

Smellti reyndar hugmynd á vefinn sem ekki náði áfram svo ég viti. Áttaði mig ekki nógu vel á að ég held, að mín hugmynd er sennilegast ekki á forræði Borgarinnar, kjáninn ég... Yfirskriftin er Prison Hotel. Sem gengur útá að Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg verði breytt í hótel. Upplagt fyrir alla þá sem telja að fangelsin okkar séu eins og hótel að kaupa sér þar gistingu og að engu yrði breytt nema læsingum. Sami matseðill og allt eins og það er, sama þjónustustig. Svo er fullt af ferðamönnum sem vilja ólmir prófa óvenjulega gistingu. Tel það gæti slegið léttilega í gegn. En þetta var nú smá útúrdúr að ganni.


mbl.is Íbúakosning sem innkaupaferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Júlíusson

Ég er fullviss um það að hótel í gamla hegningarhúsinu muni ganga vel.

Það eru til svona hótel erlendis og mörg þeirra eru vel nýtt af ferðamönnum.

Stefán Júlíusson, 30.3.2012 kl. 17:04

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Já en gaman að heyra Stefán. Og já, ég er 100% viss um að Prison Hotel í þessu gamla húsi yrði strax mjög vinsælt og myndi vekja eftirtekt fyrir marga hluta sakir út fyrir landsteinana.

Og svo væri auðvitað gráuppplagt að reisa torfhótel og einnig smáhýsi í þeirri stærð sem þau voru í í gama daga; eins og þau sem alþýðan bjó í.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.3.2012 kl. 17:15

3 Smámynd: Stefán Júlíusson

Já, það fengi ferðamenn til að koma til landsins aðeins til að gista á svona stöðum.

Ekki spurning.

Stefán Júlíusson, 30.3.2012 kl. 17:18

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Akkúrat, flóran sem hingað kæmi yrði meiri, hrein viðbót. Verst að það er kalt í torfinu,púrrrr... en það mætti evt svindla pínu smá og nýta jarðvarmann okkar. En það eru þykkir veggir og upphitað á Skólavörðustígnum sem betur fer ;)

Hvað gæti svona torf hótel heitið ? " Grass and Stone Hotel " Reykjavík-Akureyri-Ísafjörður ??? Eða kannski bara : ,,Hótel torf og grjót "  Torf er hálgerð mold, hljómar eitthvað pínu skrítið að nota Mud á ensku, eða of þó ? Torf er turf, aldrei heyrt það áður, en svo segir Hr. Google.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.3.2012 kl. 17:30

5 Smámynd: Stefán Júlíusson

Það er alltaf hægt að svindla aðeins, enda lifum við á 21. öldinni. 

Það er samt sem áður "markhópur" sem væri tilbúinn að sofa í torfhúsum eins og þau voru.

Ég var einu sinni að hugsa um Árbæjarsafnið.  Það væru einnig margir tilbúnir að sofa í þessum gömlu, skemmtilegu húsum.

Þú ert líklega komin með nafnið "Grass and Stone turf-hotel.

Gaman að svona brain-storming.  

Margar hugmyndir sem kosta lítið að framkvæma og hafa mikla möguleika.

Stefán Júlíusson, 30.3.2012 kl. 17:36

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Algjörlega sammála Stefán, algjörlega.

Hvað Árbæjarsafnið varðar að þá held ég því miður að það fengist aldrei samþykkt að leyfa þar gistingu. Hinsvegar gæti vel verið að torfhótel og smáhýsi gætu verið á því svæði, stutt í laxveiði í Elliðaárdalnum, hægt að ganga í sund og um dalinn í morgunsárið. Eða í Laugardalnum og vakna þá við hanagal frá Húsdýragarðinu og fá að mjólka kýrnar uppá gamla mátann, klappa kindunum og fá að smella sér á hestbak eftir morgunverkin. Myndi seljast eins og heit lumma !!!

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.3.2012 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband