Hraðdómur

Það virðist hafa tekið óvenju stuttan tíma að rannsaka málið, gefa úr ákæru og fell dóm, ca. 1 og 1/2 mánuð.

Fá útlendingar hraðþjónustu í kerfinu eða er á einhvern hátt ,,alvarlegra" þegar þeir brjóta af sér hér á landi ? Hefði þetta gengið eins hratt fyrir sig ef þeir hefðu verið Íslendingar og hefði dómurinn orðið minnst jafn mikill og með þessa menn ?


mbl.is Hraðbankasvindlarar í árs fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt of vægir dómar. Ég segi minst 10 ár. Þessir glæpamenn byrja sömu iðju daginn þann, sem þeir losna út.

En svona með PS. Best væri að skjóta þá.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 17:36

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það eru ekki leyfðar dauðarefsingar á Íslandi V. Jóhannsson...þykir þér að það eigi að taka eins harkalega á öllum auðgunarbrotum eða færi það eftir upphæð ? Hvað þyrfti þá að skjóta þáoft  sem hruninu ollu ??? ( verði þeir dæmdir).

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 2.4.2012 kl. 18:02

3 identicon

Ég hef litla trú á að flibbræningjarnir verði dæmdir, þú veist þetta með tengslin og alla spillinguna á Íslandi. Það verða þá allavega vægir dómar.

Það er auðveldara að dæma útlendinga.

Ég hef ekkert á móti dauðarefsingu. Það eru til einstaklingar sem eiga engann tilverurétt.

Innbrotsþjófar, vasaþjófar og kortaþjófar eru þeir glæpamenn og andlegu nauðgarar, sem á að skjóta á staðnum.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 19:23

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Þannig að ef þú eða einhver þér kær myndi álpast til að fara húsavillt, á þá bara að skjóta án þess að spyrja ? Viltu virkilega slíkt samfélag V.Jóhannsson ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 3.4.2012 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband