SUS pantar

Pólitíska niðurstöðu dómenda Landsdóms, að mér sýnist :

,,Þrátt fyrir þetta liggur fyrir að meirihluti þingsins, sem fer sameiginlega með ákæruvald í málinu, telur Geir ekki sekan. Það hlýtur að sýna að svo skynsamlegur vafi sé um sekt Geirs að Landsdómur eigi ekki annarra kosta völ en að sýkna Geir."

Er semsagt hægt að panta niðurstöður hjá dómurum eins og oft hefur verið haft í flimtingum í gegnum tíðina ??? Og það er þá bara gert svona fyrir opnum tjöldum í blaðagrein en ekki verið að dröslast til að ræða málin í Öskjuhlíðinni..

Er SUS ekki að fara rangt að þessu að reyna svo áberandi að hafa áhrif á niðurstöðu Lansdóms ? Verði ákærði sýknaður, mun þá dómurinn liggja undir ákúru um að hafa gefið undan þrýstingi ?

Svo skil ég ekki hvernig á að vera hægt að velja úr þingmenn sem yrðu þóknanlegir til samstarfs, þar sem persónukjör er ekki mögueleiki.

Nýlega, á meðan á vitnaleiðslum stóð í Landsdómi, þá var formaður Sjálfstæðisflokksins spurður út í breytingar á lögum ( þá staddur á Alþingi og þetta var í kvöldfréttum RÚV eða Kastljósi) um ráðherraábyrgð sem hann og/ eða X-D studdi ( man þetta ekki alveg nógu vel, en ca.) og þá hjó ég eftir svari hans sem var á þá leið:  ,, en það var ekki reiknað með að á lögin myndi reyna".

Ætli það gerist oft að lög séu sett á Alþingi án þess að reiknað sé með að á þau muni reyna ??? Voru lögin um ráðherraábyrgð sýndarmennska frá upphafi, svona eitthvað til að róa almenning með; til að réttlæta laun , fríðindi, eftirlaun ofl vegna ábyrgðar í starfi ???

p.s. sé þetta rangt eftir haft, sem ekki er ætlun mín, biðst ég afsökunar fyrirfram.


mbl.is Myndi ekki ríkisstjórn með þeim sem stóðu að ákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband