3.4.2012 | 23:32
Ritstjórnarlegt frelsi
,,Það hafi verið fyrir mistök umrædds fjölmiðils að umfjöllunin var ekki send lögreglunni til skoðunar áður en hún var birt." - segir m.a í fréttinni.
Leið mistök með að birta nafn og mynd. En er eðlilegt að kenna blaðamanni um þau ? En af hverju nafngreindi lögreglumaðurinn manneskjuna við blaðamann ? Og af hverju sýndi lögreglan blaðamanni andlit manneskjunnar ? Bað lögreglan um að nafn og andlit yrði ekki sýnt ? Hefur lögreglan heimild til að sýna fjölmiðlafólki gögn sem eiga að vera trúnaður um ? Í svo litlu landi.. Og bað lögreglan um að fá að skoða efnið áður en það var birt ? Þetta langar mig að vita. Og hvort það sé venjan að allir sem blaðamenn tala við, fái að skoða efnið áður en það er birt. Hver er þá að ritstýra ? Samrýmist þetta reglum/venjum sem gilda um fjölmiðlafólk og ritstjórnarlegt frelsi fjölmiðla ? Auðvitað væri gott ef allir fengju að lesa yfir og samþykkja eða hafna fyrir birtingu, en ég held það sé nú ekki þannig og sama ætti að gilda um alla að mínu mati.
Mál lögreglu til ríkissaksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.