Pínleg staða

Að hringja í sjálfan sig, væri það sem yfirverkstjórinn ætti að biðja forstjóra DFFU að gera. Halda mætti að þeir haldi sjálfir að við föttum ekki að það er sá sami hjá DFFU og Samherja !!!

Svo væri upplagt ef Alþingi sæti fram á nótt ef þarf, og skellti fram bráðarbirgðarlögum til  að svipta þá kvóta og banna þeim að kaupa hann aftur. Krók á móti bragði. Það yrði að vera alveg óskylt fyrirtæki sem fengi að bjóða í og fá, enga þríklofa Forstjóra bakvið enn eitt útlenskt fyrirtækjanafnið....og því síður fjórklofa.

Við sigruðum frægt þorsastríð á móti Bretum, alvöru útlendingum. Við sigrum vonandi þetta fiski-kvótastríð gagnvart ,, Þjóðverjum" núna. Pínlegt ef heimspressan fær áhuga á þessari deilu. Roðn ;//

" Iceland won the cod war against the British...now they are fighting Icelandic CEO against the same CEO but somehow in two different countries, wanting to turn this into an international battle".

Að auki tel ég þetta vera byr undir báða vængi og stuðningur við nauðsyn þess að breyta kvótalögum, þó það hafi evt ekki verið ætlun ,,Forstjóranna" með þessum þvingunaraðgerðum sýnum að stilla okkur upp við vegg þar til ,,þeir" fá það sem þeir vilja; að stjórna og ráða án umboðs þjóðarinnar til þess. Menn verða bara að fara í framboð vilji þeir setja lögin í landinu, Forstjórinn mun þá geta kosið Forstjórann. Nei hvernig læt ég, 1/2 er í Þýskalandi og 1/2 á Íslandi..;))

Og svo tapa ,,báðir" Forstjórar á þessu rugli sínu ...fatta það evt ekki ;)) Efast um að LÍÚ sé ánægt með þetta útspil ,,þýska " Forstjórans.


mbl.is Rothögg að fá ekki fisk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þú ert verulega illa áttuð ef þú heldur að það að eyðileggja stöndugasta sjávarútvegsfyrirtæki íslendinga sé góður kostur fyrir þjóðina. Fyrirtæki sem fleiri hundruð manns starfa hjá. Fyrirtæki sem borgar hæstu meðallaun af öllum fyrirtækjum á Íslandi. Þá bið ég frekar um ranglæti heldur en það sem þú telur vera réttlæti.

Hreinn Sigurðsson, 4.4.2012 kl. 17:03

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Forstjórinn ætti einmitt að huga að því Hreinn ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 4.4.2012 kl. 20:55

3 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

"Svo væri upplagt ef Alþingi sæti fram á nótt ef þarf, og skellti fram bráðarbirgðarlögum til að svipta þá kvóta og banna þeim að kaupa hann aftur" Þetta er þín hugmynd Hjördís, að eyðileggja stöndugt fyrirtæki út af hatri á Þeim sem hefur gengið vel í sjávarútvegi. Allt sem fyrirtækið hefur farið frammá er að fá að vita hvaða meintu brot menn telja að hafi verið framin.

Hreinn Sigurðsson, 5.4.2012 kl. 03:32

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ég hata engan Hreinn, síst fyrirtæki.

Mér líkar hins vegar mjög illa það sem þeir eru að gera núna, til að knýja fram það sem þeir vilja, án þess að spá í afleiðingar þess fyrir störf fólks og um leið eigin hags.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 5.4.2012 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband