Verum stolt

Af listamönnum okkar á hvaða sviði sem er Wink Það er endalaust að sýna sig að það að ríkið greiði rithöfunda- og listamannalaun margborgar sig, sem og styður á ýmsan annan hátt. Vona að ríkið muni frekar auka við en draga úr. Þolinmæði er dyggð sem við eigum oft erfitt með í ,,Núna strax " landi en nokkuð sem við þurfum að læra betur og tileinka okkur þó erfitt sé.

Ég er bæði ánægð og þakklát með sköpun þeirra og hef mikla trú á að verk þeirra verði bara betri og meiri með tímanum. Til þess þarf að styðja þá og styrkja og láta af tuði þegar kemur að opinberu fé til þeirra. 

Til hamingju Einar Már !!


mbl.is „Stórbrotinn heiður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mjög gaman þegar eitthvað svona jákvætt gerist. Einar Már er að sjálfsögðu fyrir löngu komin á topplista yfir rithöfunda á Íslandi. Ég geri bara eins og þú Hjördís og óska honum til hamingju með verðskuldaðan heiður...

Besta fjárfesting sem íslenska ríkið gæti gert er að setja miklu meira í listamenn og rithöfunda sem ég kalla listamenn líka...

Óskar Arnórsson, 11.4.2012 kl. 23:20

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg sammála Óskar, en það er verst hvað margir sjá ekki hvað skapandi greinar eru góð fjárfesting því miður. Stór hluti ástæðu tel ég vera þá að við viljum allt strax og svo eru allir nafngreindir sem fá styrki. Ólíkt t.d. ýmsum öðrum styrkjum, eins og í landbúnað, þá er þetta bara ein stór upphæð. Eitthvað yrði sagt ef nöfn bænda og bæja væru talin upp á sama hátt og birt opinberlega...

Vissulega eru rithöfundar einnig listamenn. En það eru samt notuð þessi mismunandi orð um þá og það gera þeir sjálfir líka, sem og aðrar þjóðir.

Menning okkar og listir eru það sem hefur verið mest áberandi jákvætt eftir hrun, alvöru verðmæti og ekki feik né loft eða excel trikk í þessum geira hvað sköpun varðar. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 11.4.2012 kl. 23:29

3 Smámynd: Landfari

Tek undir með ykkur hamingjuóskir til Einars Más. Hann stendur fyllilega undir þessum heiðri.

En með þeir fjármunir sem ríkið ver til lista oglistamanna finnst mér stundum að meigi betur ráðstafa. Heiðurslaun fara t.d. ogt á tíðum til manna sem þurfa ekkert á þeim að halda á meðan tilvonandi heiðursluanahafar lepja duðann úr skel. Kanski verða þeir betri listamenn fyrir vikið, ekki veit ég það. Þá finnst mér einnig að meðan menn eru í fullri vinnu hjá ríkinu á fullum launum eigi ekki líka að vera á listamannalaunum þótt heiður sé tengt við lauagreiðsluna.

Listamannalaun sem veitt eru einstaklingi til árs í senn að vinna að list sinni gegn þá einhverju listrænu andlagi finns mér góð aðferð og hafa gefið góða raun. Þannig er hægt að veita óþekktum aðilum sem sýnt hafa frumkvæði eða einhverja góða tilburði færi á að vinna að sinni listsköpun án þess að þurfa að hafa áhyggjur af að brauðfæða sig. Því ens og við vitum sem reynt höfum þá slítur "vinnan" svo óskapelga í sundur hjá manni daginn. :)

Landfari, 12.4.2012 kl. 11:34

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það má vel vera að styrkja/launakerfið sé ekki fullkomið eins og þú bendir á Landfari. Fæst kerfi eru það og það er óskandi að það verði lagfært séu fleiri en færri óánægðir með það. Er ekki nógu vel inní því hvernig það virkar í praktík.

Ég er alveg sammála þér um það að það gengur ekki að góðir menn séu á t.d. á Alþingi og fái heiðurslaun á meðan. Það er hinsvegar frumvarp í smíðum sem mun veita þeim sem fá, heimild til að óska eftir að setja þau á frost á meðan öðrum störfum er sinnt. En þá verður það undir hverjum og einum heiðurslaunþegar komið; valfrjálst. Hefði viljað sjá þetta örðuvísi en bara hægt að bíða og sjá hvort og þá hvaða breytingum það tekur í meðferð Alþingis. Svo hef ég einnig hugsað hvort rétt væri að almennar skerðingar giltu um laun listamanna. Þeas þær tekjur sem þeir afli sjálfir skerði listmannnalaun, hverju nafni sem þau nefnast. Kannski gætu þá fleiri fengið og meiri sátt yrði um þau ?

Hvort þeir verði betri listamenn, það veit ég ekki en auðvitað gæti alveg verið að metnaðurinn aukist þegar þeir vita að sái þeir vel, uppskeri þeir að lokum, bæði fjármuni og heiður.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.4.2012 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband