Spurðu bankana !

Væri það ekki góð tilbreyting ?
mbl.is „Hvar eru peningarnir, Jóhanna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hjördís, Guðmundur Franklin er hér að vísa til laganna sem Jóhönnustjórnin setti 2010 (að höfðu samráði við lánafyrirtækin) sem heimiluðu afturvirka vexti skv. skráningu Seðlabankans.

Dómur Hæstaréttar í febrúar sl snerist um að lögin sú væru ónýt. Þetta frumhlaup stjórnvalda kostar lánafyrirtækin endurútreikninga á öllum fyrrverandi gengissamningum - aftur. Sem bólar ekki enn á.

Hver ber svo ábyrgðina?

Kolbrún Hilmars, 12.4.2012 kl. 15:20

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Bankarnir lánuðu gengistryggð ólögleg lán allan tímann. Ábygðin ætti að vera þeirra eða hvað ?

Ríkið ber jú ábyrgð á lagasetningu sinni Kolbrúna, það er rétt. En ég var ekki alveg að hugsa um þetta með innleggi mínu, heldur almennt það að það er stöðugt hrópað á ríkið þegar eitthvað er að, að ríkið eigi að leysa allt. Þess á milli á það ekki að skipta sér af neinu, helst af öllu. Ég tel að þrýstingurinn mætti og ætti að vera meiri á bankana en hann er og hefur verið. Það er ekki neitt sem bannar þeim að drífa í að endurgreiða ofteknar greiðslur af fólki né að lækka lán yfir línuna ef þeir vilja, né að afskrifa meira hjá almenningi, þegar þeir varla hika við að afskrifa þúsundir milljarða á tillölulega fá aðila, þeas þessar stóru upphæðir.

En af því almenningur kemst svo sem ekki langt á sömu kennitölu og þarf að dröslast með í gröfina, þykir mér bankarnir misnota sér þann stöðumun sinn gróflega. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 12.4.2012 kl. 19:53

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Lögum nr. 151/2010 hafa ekki verið afturkölluð né þeim breytt.   (Lög 151/2010 eru hluti af vaxtalögum nr. 38/2001).    Hvernig má það vera þegar búið er að dæma þau ólögmæt ?  Löggjafinn gæti algjörlega höggið á hnútinn og leiðbeint fjármálafyrirtækjum um hvernig á að ganga frá endurútreikningum t.d. með því að í lögum væri það fest að upphaflegir vextir í öllum tilfellum skuli standa og að gengistryggða hluta lána og samninga skuli endurreikna sem óverðtryggt íslenskt lán.  Frá dómi hæstaréttar skuli svo vextir Seðlabanka gilda en ekki fyrir.   Jafnframt að hnykkja á því að bílasamningar hvaða nafni sem nefnist séu lán en ekki kaupleiga.  

Framangreint er niðurstaða hæstaréttar í nokkrum málum og engin ástæða til að draga lappirnar lengur í þessu til þess að reyna að finna með rándýrum dómsmálum mögulega einhverja samningstegund sem mögulega og e.t.v. gæti fallið utan þess.    Í mínum huga er þetta einfalt mál, en ennþá eru ólögin hans Árna Páls í gildi, þó þau hafi verið dæmt ólögmæt.    Hvers konar löggjafarvald er búið við hér á landi ?

Jón Óskarsson, 13.4.2012 kl. 08:35

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bankarnir byrjuðu ekki að endurreikna fyrr en í byrjun þessarar viku:Bankarnir hefja gengislánavinnu | RÚV

Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2012 kl. 14:27

5 Smámynd: Jón Óskarsson

Ég sagði hér á blogginu að ég gæti boðið fram aðstoð mína við að reikna þetta út fyrir bankana ef þetta vefðist eitthvað fyrir þeim.  Í yfirgnæfandi meirihluta mála þurfti bara að setja inn nýjar prósentur í excelskjalið þar sem áður var búið að endurreikna lánin skv. lögum 151/2010.   Ég geri ráð fyrir að ég hefði geta verið búinn að ljúka útreikningum áður en að þeir svo mikið sem gátu hafið málið :)

Heimild frá Samkeppniseftirlitinu fékkst fyrir mörgum vikum en auðvitað þurftu fjármálafyrirtækin að kaupa sér viðbótartíma með því að óska eftir skýrar orðaðri heimild.    Fjármálafyrirtækin nota allt sem þau geta til að fresta þessari leiðréttingarvinnu og gera þar með öllum öðrum aðilum sem að málunum koma erfiðar fyrir.    Fyrir liggur mikil vinna í leiðréttingum á uppgjörum rekstraraðila aftur í tímann, einstaklingar og rekstraraðilar eiga útistandandi fjármuni vegna ofgreiðslna og eru á sama tíma í lausafjárvandræðum og kannski óþarfa vanskilum með aðrar skuldbindingar.   Einstaklingar og rekstraraðilar hafa ekki get selt viðkomandi rekstrarfjármuni vegna óvissu um skuldastöðu og allt uppgjör á milli aðila er flóknara og erfiðara vegna þeirrar óvissu.   Aðilar hafa farið og eru ennþá að fara í gjaldþrot vegna rangrar skuldastöðu sem m.a. stafar af óleiðréttum lánum.   Lög nr. 151/2010 flýttu fyrir gjaldþroti margra aðila sem skyndilega skulduðu meira en áður, en svo kemur í ljós að þetta var bara "allt í plati".    Svona má lengi telja. 

Jón Óskarsson, 13.4.2012 kl. 17:38

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Eitt má treysta 100% á, að ef bankarnir hefðu grætt á þessu, væri löngu búið að reikna þetta út !

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.4.2012 kl. 17:42

7 Smámynd: Jón Óskarsson

Alveg pottþétt Hjördís.   Ég efast ekki um að útreikningarnir hefðu þá verið tilbúnir strax að morgni næsta bankadags eftir að dómurinn féll.

Jón Óskarsson, 13.4.2012 kl. 17:47

8 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg rétt Jón, þeir hefðu haft þetta ready just in case á meðan málið var í dómsmeðferð. Bankinn gerir aldrei neitt nema til að græða.

Þeir græða á biðinni með endurútreikninginn, ég bara átta mig ekki alveg á hvað það er ??? 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.4.2012 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband