13.4.2012 | 00:35
Engum bönkum treystandi
Á landinu ? Hvað lá þeim svona mikið á ? Hann lést í síðasta mánuði. Mátti ekki leyfa henni að athuga með að nota þá sæðið í öðru landi ? Mig langar til að vita betur hvernig svona virkar þegar sæði er lagt inn. Hvort þetta hafi komið skýrt fram í samningi eða hvort mest sé hugsað um að rukka leiguna.
Svo er spurning hvort það þurfi þá ekki að breyta lögunum svo fleiri þurfi ekki að upplifa meiri sorg sem næg var fyrir. Að hver og einn fái leyfi til að ráðstafa sínu sæði að vild með skriflegum samning.
Það tekur í hjartað að lesa svona frétt ;( Votta Guðbjörgu samúð mína.
Fékk reglugerð sem er ekki í gildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Bankanum þínum er sama um þig..." Merking sem Sigurður Harðarson, Siggi Pönk, hjúkrunarfræðingur setti á boli fyrst í kringum 2003...
Merkilegt hversu sannur sá texti er...
Ég sá að einhver talsmaður þessa fyrirtækis sagði í framhaldinu að þeir hefðu EKKI brotið nein lög... Það getur svosem vel verið... En samt...! Þau voru búinn að reyna að búa til barn og gera nokkrar tilraunir... Það var alls ekki þeirra að ákveða eyðingu...
Einsog ég sagði í minni bloggfærslu... Þetta fyrirtæki er hundheppið að vera núna ekki útí Bandaríkjunum...
Sævar Óli Helgason, 13.4.2012 kl. 09:51
Það er því miður rétt, bönkum af öllum gerðum er sama um okkur, vilja bara græða.
Rétt með að evt voru engin lög brotin Sævar, en það er mikið búið að hamra á að fyrirtæki séu einnig mannleg og með heilbrigt og gott siðferði. Það þurfa þau að gera á meðan fólk með tilfinningar er í viðskiptum við þau, sem gleymist eða er ekki hugsað út í. Þetta fyrirtæki stóð ekki vel eða fallega að verki þykir mér og fólk hefur það vonandi í huga sem hyggur á viðskipti við þennan banka í framtíðinni. Ég hef ekki mikla trú á að reynsla þessarar konu sé þeim sú auglýsing sem þeir sækja í. Þeir fá skamm í hattinn !! En gott hjá henni að gera þetta opinbert. Ég vona að sár hennar grói bæði fljótt og vel.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.4.2012 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.