Og ef illa fer

Fyrir manninum sem óskaði eftir lyfjum til að greiða skuld sína ? Er nei-ið mannslífs virði fyrir LogL ??? Eða barsmíða til óbóta ? Ef svo, þá ætti að vera hægt að selja honum einhver lyf við því...græða meira.

Þetta gerist nú varla daglega hvort sem er.

 


mbl.is Bað um lyf til að borga skuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrædd um að Werner bræðum sé sama um þá sem að minna mega sín.

Solveig (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 22:17

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hafi þetta verið læknadóp Solveig sem beðið var um, hafa þeir einnig grætt á fíkn þeirra sem glíma við þann fjanda.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.4.2012 kl. 22:24

3 identicon

Átakanleg frétt. Margir eiga bátt í dag. Þökk sé 18 ára valdatíma Dabba og Dóra.

"Two sons of bitches."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 22:26

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Já Haukur, þetta er átankanlegt hvernig ástatt er með margt fólk. Og miskunnarleysi þeirra sem allt eiga og allt fengu og fá enn..ekki eyrir gefinn.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.4.2012 kl. 22:31

5 identicon

Af því að minnst er á Lyf og heilsu, sem er í eigu Karls Wernerssonar sem og Apótekarinn og Skipholtsapótek, vil ég bara benda fólki á að sniðganga hans apótek. Einungis þannig er hægt að knésetja þennan útrásarkóna.

Stefán (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 22:34

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það er erfitt að vita hvaða fyriræki eru heiðarleg og í eðlilegum rekstri, borga laun, skipta ekki um kennitölur, borga skuldir sínar, eru vitað með vissu hver á.

Ef einhver kann og er súperklár, þá þyrfti að opna heimasíðu með nöfnum slíkra fyrirtæka og þar sem nöfn eigenda+mynd ( einstaklinga á bakvið , ekki eitthvað útlenskt group hf dæmi sem segir ekki neitt) og ferils þeirra kemur fram sem og meðmæli starfsólks um ágæti yfirmanna sinna og launagreiðenda. Með tímanum myndi það verða eftirsóknarvert að lenda á slíkum lista. Þetta getum við almenningur og neytendur vel gert, veit eigið aðhalda heldur betur ! Völd okkar eru svo miklu meiri en við áttum okkur á !!

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.4.2012 kl. 22:42

7 identicon

Það væri flott að geta bara tekið kartöflur og læri í Bónus "til að borga skuld". Sjónvarp og fartölvu í Elko "til að borga skuld". Fötin af snúrunni þinni "til að borga skuld". Vín í Vínbúðinni "til að borga skuld". Og maður gæti svo tekið leigubíl suður til Keflavíkur og flogið til USA "til að borga skuld". Er nei-ið mannslífs virði?

Hvað vilt þú senda þessum ógæfumanni mörg hundruð þúsund? Hvers virði er líf hans? Hvað vilt þú borga til að bjarga honum? Hans líf er fyrir þér ekki meira virði en það sem þú ert tilbúin til að borga. Nefndu upphæð og ég skal finna fyrir þig ógæfumann sem skuldar það einhverjum dópsalanum og þú getur bjargað....þennan mánuðinn. 

sigkja (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 23:53

8 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ef við myndum alltaf segja já og afhenta vöruna eða peningana þá yrðu svona glæpir miklu algengari. Ég er hinsvegar á því að við eigum að fara aðtar leiðir í glæpa- og fíkniefnqmálum, núverandi stefna er ekki að virka.

Hallgeir Ellýjarson, 15.4.2012 kl. 00:24

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Einmitt út af svona málum eru prógröm um alla Evrópu þar sem eiturlyfjaneytendur geta sótt lyfin sín, heróín, amfetamín, pillur og annað sem eiturlyfjasjúklingum þykir eftirsóknarvert Hallgeir. Bönn og harðar reglur skapa ofbeldi, eiturlyf sem kosta ekkert verða verðmæt eingöngu af því að þau eru bönnuð. Eftir því sem harka færist í lögregluaðgerðir, þess dýrari verða eiturlyf, glæpamenn græða meira og svona stöður koma endalaust upp á yfirborðið.

Það er t.d. með í mörgum sýstemum á Norðurlöndum, t.d. í Danmörku þar sem Heróín er skrifað út af læknum og eiturlyfjasjúklingar fá aðstoð ríkisstarfsfólks að sprauta sig með því. Þetta er allt gert til að koma ofbeldi og glæpum niður. Og það virkar.

Það er ekki nóg að segja að "það þarf að fara aðrar leiðir" þegar ekki er sagt nákvæmlega hvaða leiðir...

Óskar Arnórsson, 15.4.2012 kl. 01:49

10 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ég er lögleiðingarsinni og vil að öll vímuefni verði lögleidd en misaðgengileg eftir styrkleika. Lögleiðing eina leiðin til þess að kippa fótunum undan (alþjóðlegum) glæpasamtökum. Það hefur sýnt sig að forvarnir virka betur en bönn. Tóbak er meira ávanabindandi en flest ólögleg efni en samt hefur tekist að minnka neysluna um helming með einni kynslóð. Neysla á flestum ólöglegum efnum hefur hinsvegar staðið í stað eða aukist.

Hallgeir Ellýjarson, 15.4.2012 kl. 02:36

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þá erum við algjörlega sammála Hallgeir .... www.leap.cc

Óskar Arnórsson, 15.4.2012 kl. 06:04

12 Smámynd: Haukur Sigurðsson

Hallgeir og Óskar, ég er algerlega sammála. Hef fylgst með LEAP á 3. ár núna, þeir eru á réttri braut. Magnað og í raun sorglegt hversu margir sjá vímuefnaneytendur sem einhverja djöfla götunnar og óvini samfélagsins, án þess að þora að skoða breytingar til batnaðar. Ennfremur er merkilegt að vestrænt samfélag hafi lítið sem ekkert lært af bannárum síðustu aldar. En það er því miður þannig víða, að stjórnvöld eru alls ekki á því að skoða vilja fólksins pr.í dag, heldur leika þau frekar foreldra fólksins út frá minna upplýstum gildum sinna eigin foreldra. Svart og hvítt, löggu bófa, þegja í tímum, auðmjúkur í bankanum o.s.frv. Vona bara að ný kynslóð búi yfir aukinni víðsýni og samkennd, sem og auðmýkt gagnvart nýjum aðferðum.

Haukur Sigurðsson, 15.4.2012 kl. 06:47

13 identicon

Samála siðustu ræðumönnum. Lítið T.D. til Portúgals,þeir voru ekki bjartsýnir þegar leir lögleiddu fíknilyf,bjuggust við holskeflu og ég veit ekki hvað og hvað....En hvað gerist!  Glæpum fækkar,neytendum fækkar,heilsa þeirra batnar,minna um lifrarbólgu,eyðni og aðra fylgifiska neyslu,glæpagengin sem seldu og dreifðu þessu ...allir orðnir ''atvinnulausir'' og sennilega farnir annað,örugglega einhverjir hafa hreiðrað um sig hér og í nágrannalöndunum. Þegar þetta ógæfuólk sem hefur ánetjast fíkniefnum fær þau í kontróluðu umhverfi og þeir finna ekki ógnina,þurfa ekki að stela eða selja sig til að fjármagna neysluna,þá hafa hundruð manna og kvenna þar snúið við blaðinu,þar sem að þau fá sennilega smá fræðslu í hvert sinn sem þau nálgast skammtinn   Þar með er sigur unninn!  Hvern mundi það skaða mest að lögleiða og hafa þetta undir stjórn heilbrigðisyfirvalda? Jú,það mundi skða þá sem fjármagna batteríið,borga burðardýrunum,láta dreifa þessu og hafa aðilana sem misþyrma,jafnvel drepa fólk....sem því miður eru vist oft þekktir og mkilsmetnir aðilar á hverjum stað.Hef heyrt minnst á stönduga lögmenn T.D.,sem fjármaga,hver veit,kannski Wernerarnir líka.....Það er heila málið.

áEOddg. (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 07:49

14 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

sigkja (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 23:53

Ég veit ekki neitt um maninn sem kurteisislega óskaði eftir hjálp í apóteki LogL til að borga skuld, annars færi illa fyrir honum.

Hitt er annað, við erum að borga alla daga síðustu 4 ár og munum gera áfram , fyrir nokkra overdoserandi fíkla.  Fíkla sem eru vel dressaðir og sjænaðir. Fíkla sem gátu gengið og geta evt enn, inn í næsta banka og fengið ,,lán" í hvert sinn sem þeim vantaði meira, svo ekki færi illa fyrir þeim. Fíkla sem ekki þurftu ,,recept" í formi ábyrgða eða ,,læknisskoðunar" í formi lánshæfismats. Af hverju eigum við að hjálpa sumum fíklum en ekki öðrum ? Fíkn í peninga, völd, hrós og athygli er sennilegast margfalt dýrari en fíkn í eiturlyf, hvort sem þau koma frá einhverjum smokk sem gleyptur var eða úr apóteki.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.4.2012 kl. 11:19

15 identicon

Hvað viljið þið gera við starfsfólkið í þessum fyrirtækjum?

Gott fólk sem borgar sína skatta og skuldir eins og allir aðrir og er í sama samfélagi og þið

Kannski bara að senda það til Noregs?

Esja (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 11:45

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

... "gott fólk sem borgar sína skatta og skuldir eins og ALLIR aðrir"... ég er eiginlega fegin að tilheyra ekki þessu "góða fólki" sem Esja lýsir. Ég tel mig hafa verið rændan af fólki sem kallar sig "gott fólk" og þetta fólk hefur alltaf borgað skattana sína. Ég hef enga skatta borgað síðan 2009. Þannig að ég er alveg ákveðin að að tilheyra vonda fólkinu og ætla að halda "góða fólkinu" í ákveðinni fjarlægð í framtíðinni....

Og ef það er til sendingarþjónusta á fólki til Noregs, þá vil ég endilega fá nafnið á henni. Ég þekki fólk sem er að kafna á Íslandi í spillingu og blankheitum. það vill endilega til Noregs og sleppa við "góða fólkið" á Íslandi...

Óskar Arnórsson, 15.4.2012 kl. 12:31

17 identicon

Óskar ertu á atvinnuleysisbótum? Sigga sem er einstæð móðir "góð" kona vinnur í

'utrásarfyrirtæki" borgar skatta sem fara meðal annars í atvinnuleysisbætur, mamma hennar komst 

á sjúkrahús, barnið hennar í skóla. Þarf fólk hérna að fá vítaminbætta próteindrykki eins og

börnin í Afríku?

Óskar, góður göngutúr hreinsar hugann og oft tekur sig upp gamalt bros

P.S.

Sá yðar sem syndlaus er.

Esja (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 12:46

18 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hvaða fólk í þessum fyritækjum ertu að tala um Esja sem borgar skatta en ætti samt að senda til Noregs ? Ertu að tala um afgreiðslufólkið í LogL ? Eða ,,eigenendur" eða báða hópana ?

Er ekki alveg að skilja þig... ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.4.2012 kl. 13:29

19 identicon

Ef að allir hætta að skipta við þessi fyrirtæki missir væntanlega afgreiðslufólkið vinnuna

og þar með einstæða móðirin hún "Sigga" , þannig að kannski fengi hún  bara vinnu í Noregi

Við"sendum"væntanlega ekki útrásarvíkinga til Noregs er það ?

Esja (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 13:58

20 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Eru ekki flestir Víkingarnir farnir úr landi hvort sem er Esja ?

Fólk fær vinnu á ný, og svo gætu nýjir eigendur einnig komið. Eigendur sem fólk er sátt við, eigendur af gamla skólanum sem sendu ekki allt sem kom í kassann og beina leið a Tortula. Eigendur sem tóku lán sem greidd voru til baka.

Að skipta áfram við fyrirtæki sem er í ,,eigu" vafasamra aðila til þess eins að fólk haldi strörfum sínum...er það ekki nokkuð tæpt ?

Margt slæmt er upprætt án þess að mikið sé hugsað um saklaust fólk sem missir störf sín, sem gerist eflaust alltaf því miður.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.4.2012 kl. 14:21

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei Esja, ég er ekki á atvinnuleysisbótum og hef aldrei verið. Ég hef alltaf haft eigið smáfyrirtæki og hef þess vegna engan rétt á svoleiðis. Þessi útskýring þín er ekkert sérlega jákvæð Esja. Þú ert langt frá raunveruleikanum eins og ég skil hann. Ég er samt sammála þér að góður göngutúr hreinsar hugan og hleypir nýjum hugmyndum að. Fólk missir vinnuna alltaf af sömu ástæðu. "Eigendur" sem sjá færi á að taka stórar fjárhæðir úr hagkerfinu nota ekki peninganna til að fjárfesta þa sama stað og þeir voru teknir og reka fyrirtæki. Þeir skemmta sér frekar fyrir þá, kaupa snekkjur og luxushús erlendis og þess vegna hverfa peningar sem ættu að vera í umferð.

Það er engin skortur á peningum. Þeir safnast á of fár hendur og þegar þjóðfélög eru óheppin og sitja uppi með ábyrgðarlausa fjármagnseigendur, þá verður til krísa....það er ekkert að marka Ísland í neinum skilningi. Það varð engin bankakrísa að ráði þar. Það var hreint bankarán sem átti sér stað.

Óskar Arnórsson, 15.4.2012 kl. 16:16

22 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sammála Óskar með að það er enginn skortur á peningum og að þeir safnast á færri og færri hendur og enda í tonnavís á Tortula. Svo er ,,hagrætt" til að græða meira, fíknin í meira virðist óstöðvandi og því miður þorir kerfið ekki að hjóla í peninga-og valdafíklana! Annaðhvort af ótta eða af greindarskort, nema hvortveggja sé. Kerfið höndlar helst að hjóla í þá smæstu sem oft glíma við vandamál að auki, því þeir viðurkenna fúslega brot sín. Þeir fá því miður lélega lögmenn sem ná jafnvel að redda mönnum úr þvílíkum snörum en leyfa því að gerast að menn séu hengdir vegna eins blessaðs kjúklings eða kryddstauks úr búðum þeirra sem allt hafa og meira en það. Ekki beint góð meðmæli það ! Og er í raun bara skondið.

Það væri óskandi að þeirs stóru tækju þá smáu sér til fyrirmyndar og játuðu brot sín skýlaust og upplýsi um mál. Eða þá hreinlega að þeir smáu fari að hegða sér eins og þeir stóru; að neita fram í rauðan dauðann. Óbreytt ástand er ekki boðlegt lengur og hefur aldrei verið, þessi eilífi mannamunur á flestum ef ekki öllum sviðum.

Það verður forvitnelgt að fá fréttir af því hversu miklu púðri kerfið, sem glímir við fjárskort og manneklu, mun eyða í að ná í skottið á blessuðum manninum sem gékk inn í LogL og bað um hjálp á kureteisan hátt. Verður öllu til tjaldað með aukamannskap, næturvinnu og alles ???

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.4.2012 kl. 17:57

23 identicon

Þetta er ein ruglaðasta frétt og bloggfærsla sem ég hef nokkurn tíma lesið!

Hvað gerðist þarna eiginlega? Manneskjan bað um lyf, kurteisislega þó!

Var hann að biðja um lyfseðilsskyld lyf eða var hann að "ræna" búðina!?

Öryggisverðir gripu hann "glóðvolgan" en tókst EKKI að hafa hendur í hári hans!

...og síðan koma 22 athugasemdir um hvað Ísland sé orðið ömurlegt land að búa í, haha!

Jahérnahér ... lifið heil ;)!

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 02:41

24 identicon

Egill ... innilega sammála þér.  Það er of margir sem hafa aðgengi að netinu og það eru of margir sem hafa ekki burði til að taka þátt í skynsamlegri orðræðu.  En því miður eru fáar raunhæfar lausnir til.  E.t.v. að sneiða framhjá moggablogginu, því þar hefur gæði samræðunnar hrakað hrikalega hin síðustu misseri.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 10:40

25 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ef umræðan er svona hræðileg hvernig væri þá að taka þátt í henni á efnislegum forsendum í stað þess að setja sig á háan hest?

Hallgeir Ellýjarson, 16.4.2012 kl. 17:26

26 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Heyr heyr Hallgeir ! :))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.4.2012 kl. 17:41

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

... "það eru of margir með aðgengi á netinu" segir súperheilinn H.T Bjarnason!. Kínastjórn er með þetta svona og allir aðrir kommúnistar....

Mér finnst alveg sama hvað kemur umræðu af stað enda eiga ekki að vera neinar reglur um hvernig hún þróast eða í hvaða átt. Eigill þór er á sömu nótum. Alltaf langað til að skilja hvernig kommúnistar hugsa, ef þeir gera það yfirleitt....

Maður kemur inn í apótek og biður um lyf sem þarf lækni til að skrifa út og ber því við að hann verði lamin verði honum ekki ágengt. Í mörgum löndum í kringum okkur eru menn pressaðir til að ræna banka, apotek, pósthús og peningaflutningabíla. Þessi valdi að vera kurteis og líklegast var fylgst með honum. Hvort hann hafi fengið á baukinn fyrir að ekki fá það sem hann bað um er allt annað mál.

Íslendingar eru enn í aðstöðu að reyna að öðlast skilning á því ofbeldi og eiturlyfjafikn sem er að vaxa allt í kringum þá, það er alls ekki nauðsynlegt að feta í fótspor nágrannaþjóða sem hafa gefist upp á þessum málum. Stjörnunar tvær, H.T Bjarnason og Eigill Þór eru einmitt illa haldnir af þeim hugsanagangi sem viðheldur ofbeldi og eiturlyfjaneyslu.

Maður hefði haldið að hellisbúum þjóðfélagssins færi fækkandi. Enn þeir kunna að læesa og skrifa, enn það er ekki þar með sagt að þeir hafi neitt fram að færa í neinnu nauðsynlegri umræðu. Mér sýnist þeir vera búnir að sanna einmitt það... ;)

Óskar Arnórsson, 16.4.2012 kl. 20:32

28 identicon

Ég var rétt í þessu að sjá samkvæmt orðum Óskars að ég hef lagt mitt fram til að viðhalda ofbeldi og eiturlyfjaneyslu í samfélaginu. 

Enn og aftur verð ég að kalla eftir skynsamlega orðræðu um þjóðfélagsmál.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 20:43

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Rétt til getið H.T. Bjarnason! Það er einmitt svona hugsunargangur sem viðheldur vandamálinu í eiturlyfjaneyslu og ofbeldisþróun. Þessi orð eru ekkert sérstaklega ætluð þér H.T. frekar enn öllu "venjulegu" fólki sem hefur lifað í þeirri "mýtu" að eiturlyfjaneyslu og ofbeldi verði stjórnað af hugmyndafræði mórals, biblíu lögum, dómstólum eða hefðum.

Fólk þarf að gera upp við sig hvort það vill raunverulega reyna að leysa málin eftir þeim hugmyndum sem best virka raunverulega, enn ekki eftir hugsun sem stjórnast af hreinni vankunnáttu eða samkvæmt aðferðum sem vitað er að auka á vandamálið í stað þess að leysa það. Sama aðferð gefur oftast sömu niðurstöðu.

Ég hef unnið við þessi mál í 25 ár, að fyrirbyggja eiturlyfjaneyslu og ofbeldisþróun. Ég veit vel að það er afstaða fólks sem ekkert vit hefur á vandamálinu sem er stærsta orsökin fyrir viðhaldi og aukningu á þ.essum málaflokkum. Enn það er ekki nóg að ég viti það. Allt stjórnast af pólitík sem er stýrt af kjósendum. Dauðadómar í USA eru til einfaldlega vegna blóðþorsta kjósenda á sama hátt og ofbeldi á Íslandi er stjórnað óbeint af kjósendum og þeirra hugmyndum um hvað sé réttlátt eða ekki.

Ofbeldi verður aðeins minnkað með að mæta því ekki með meira ofbeldi.

H.T. Bjarnason kallar eftir skynsamlegri orð- og umræðu um þjóðfélagsmál. Það hlýtur að vera að hann sé ekki ánægður með umræðuna, eða að hann sé ekki ánægður með að aðrir skuli ekki vera sammála honum í sinni afstöðu. Gott og vel. Ég persónulega ræði ekki þann hluta af þjóðfélagsumræðu sem ég hef ekki vit á.

T.d. er fólk ekkert að býsnast yfir hvað kostar að taka botnlanga úr fólki á sjúkrahúsi. Af hverju misheppnast að bjarga mannslífum í mörgum tilfellum. Maður treystir því að þeir sem sjái um þessi mál geri eins vel og þeir geta. Enda eru þeir sérstaklega skólaðir í þessu. Ef almenningur færi að skipta sér að svona málum, fara pólitíkusar að gera það líka og þar með er ma´lið úr höndum sérfræðinga og málið komið í "kirkjuna" enn það er það nafn sem ég vel stundum á almenning.

Vilji menn skynsamlega orðræðu þarf að hlusta á alla, jafnvel þá sem hafa skoðanir sem ekki er eins og "nágrannans". Það hlýtur sérstaklega að eiga við þegar er um mál að ræða sem eru aldagömul, aukast ár frá ári og alltaf mætt með sömu aðferðum sem sannað er í gegnum áratugi að aldrei hafa gefið neinn árangur.

Óskar Arnórsson, 18.4.2012 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband