5 milljónir

,,Runnu út" og voru látnar fara til spillis í stað þess að hafa runnið til eigenda hússins, íbúa Ísafjarðar, eins og ég skil fréttina að hafi verið eigendur Kaupfélagshússins.

Hvernig gat það gerst ? Af hverju var ekki áhugi á að ganga frá því tilboði og hvernig getur bæjarsjórn verið heimilt að fara svona með almannafé sem hefði getað fengist ? Af hverju var meiri áhugi á að selja sömu aðilum fasteignina á lægra verði ? Er nema von að fasteignaverð á Vestfjörðum fari hríðlækkkandi !!

Mun einhver þurfa að axla ábyrgð ? Hvernig læt ég, auðvitað ekki...


mbl.is Kaupfélagshúsið selt á 35 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta þykja mér algjörlega ólíðandi vinnubrögð. Tek fram að ég hef ekki hugmynd um pólitíkina hjá Ísfirðingum, hver ræður þar ríkjum núna, enda sama hver er, þeir sem svona vinna eru ekki hæfir til að fara með mál bæjarins og ættu að víkja sjálfviljugir. Og að selja þetta stóra hús á 35 milljónir er náttúrulega bara hlægilegt verð. Maður skyldi ætla að húsið sé að hruni komið miðað við verðið. Ef ekki hefðu Ísfirðingar átt að kaupa þetta hús af sjálfum sér á þessum spottprís!

assa (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 13:06

2 identicon

Hvernig er það...má ekki rifta svona samningum ef sýnt er fram á að sá sem skrifar undir sé ekki alveg heill...Ísfirðingar ættu að huga að því, manneskja sem framkvæmir svona gjörninga getur varla verið með sjálfri sér..

assa (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 13:13

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Skrítið mál Assa og fram kemur að það þurfti ekki einu sinni að ræða málið:

,,.vísað til bæjarráðs til frekari umfjöllunar en tillaga hennar var felld með fimm atkvæðum gegn fjórum."

Hefði haldið að sá sem ekki fær á 40, hefði hækkað sig til að freista þess að fá.

Á BB segir að bærinn hafði ekki lengur þörf fyrir húsið. 2 hæðir eru yfir 300 m2 hver um sig, en ekki kemur fram hvað jarðhæðin er stór, eflaust það sama, svo þetta eru ca. 1000 m2 giska ég á, á 35 milljónir. Ekki víst að það sé svo illa farið víst það hefur verið í notkun fyrir skólanemendur. Annars hef ég ekki neitt verðskyn á fasteignir á Ísafirði og vel má vera að þetta sé fínt verð, en það hefði getað orði skárra ef hærra tilboði sem barst hefði allavega verið tekið !!!

Svo þykir mér fréttin á BB, sem er coperuð yfir á mbl.is nema síðasta málsgreinin, henni er sleppt, einkennileg að því leyti að hún er alveg laus við gagnrýni. Ekki einu sinni segir:

,, Athygli vekur að tilboð frá sömu aðilum sem var 5 milljónum hærra. rann út"

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.4.2012 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband