Ég grét ;(

Að horfa á þann hluta sem sýndi munaðarlausu börnin ;( Skelfilegt er að sjá í augu barnanna, algjörlega líflaus, algjörlega án vonar um að losna úr prísundinni.  Það var eins og þau væru þarna bara í geymslu eða eins og þau væru fangar. Ég get ekki skilið svona og hef aldrei getað gert. Maðurinn á að vera hin vitiborna vera á jörðinni. Hvergi í dýraríkinu er þessi háttur hafður á. Verst er að maður upplifir algjört úrræðaleysi og þarf bara að kyngja þessari grimmu staðreynd. Ég er sorgmædd í hjarta mínu og vildi óska þess að ekkért barn þyrfti að búa við þessi ógeðslegu skilyrði algjörlega rænd allri ást og umhyggju. Þau eru látin rétt svo tóra á hungurmörkum. Það er vanmetið að við mannfólkið lifum ekki á brauði einu saman. Við þurfum ást og mannlega snertingu, annars veslumst við upp og deyjum. Hvenær ætlar heimurinn að skilja það með alla sína menntun og þekkingu ???

 


mbl.is Sjaldgæf sýn inn í Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband