Okkar hlutur

Almennings á landinu af 12,6 milljarða aflaverðmæti í Janúar 2012. Hver er hann ? Hvað skilar sér mikið af þessu í ríkissjóð; okkar eigin vasa ??? Og til bæjarfélaga þar sem skipin eru skráð og eiga að fá sitt eftir því. Fer meira til okkar eða á Tortula ??? Það langar mig til að vita.
mbl.is Aflaverðmæti 12,6 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju ættir þú að fá eitthvað í vasann fyrir vinnu annarra?

Þú virðist sjá ofsjónum yfir því að nefndar séu aflaverðmætistölur og vænir fólk og fyrirtæki því um eitthvað misjafnt. Þú skyldir þó ekki vera í vinstri grænum eða samfylkingunni?

Þessi fyrirtæki borga skatta og gjöld eins og önnur starfsemi í landinu. Þessir peningar fara í að reka skipin, kaupa olíu, veiðarfæri, hafnargjöld, borga laun, sölu- og markaðsstörf, vöruflutninga. Væri ekki fínt að þú hefðir skilning á því hvernig þjóðfélagið nýtur góðs af vel reknum fyrirtækjum.

Það yrði eflaust sjokk fyrir þína sleggjudóma hve mikið ríkið tekur nú þegar til sín frá þessum fyrirtækjum. Áttaðu þig á því að ríkið tekur virðisaukaskatt af öllum aðföngum, tekur sitt af olíukostnaði, tæpan helming af launakostnaði, virðisauka af þjónustu og launakostnaði þjónustuaðila o.s.frv. svo að auki leggur ríkið sérstakt auðlindagjald á sjávarútveginn auk veiðigjalds. Hvað leggur þú til samfélagsins?

Binni (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 11:12

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Kæri Binni,

Takk fyrir athugasemd þína ;) Engir sleggjudómar hér á ferð, einföld og eðlileg pæling um hvað þjóðarbúið fær í sinn hlut af sameign okkar í sjónum; fisknum.

Endilega fræddu mig í stað þess að vera með stæla í samskiptum eins og ég upplifi innlegg þitt. Það vinnst ekki neitt með karpi ;)) Mér einmitt langar að skilja hvernig þjóðfélagið nýtur góðs af hafinu til þess t.d. að geta lagt mat á það hvort ég sjái svigrúm fyrir auðlindagjaldi eða ekki. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.4.2012 kl. 11:21

3 identicon

Ég held að það sem komi í þjóðarbúið og til almennings af þessum 12,6 milljörðum sé meira en í nokkuri annari grein. Enda er þessi grein að borga alla sömu skatta og hinar auk nokkura kvóta skatta og auðlinda skatta!
Til að rökstyðja það þá er sjávarútvegurinn og álverin að flytja út fyrir svipað mikinn pening á ári en sjávarútvegurinn er með beina og óbeina 25% af vergri landsframleiðslu en álið er með 5%

 Og svo er þetta með Tortóla bara eitthvað bull, lang flestir útgerðarmenn eru bara venjulegir Íslendingar sem lifa á Íslandi og eyða sínum peningum hér.

Daði (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 15:31

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hverjir eru þið? Hvert er ykkar framlag í þessa 12,6 milljarða?

Sindri Karl Sigurðsson, 18.4.2012 kl. 16:20

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir innlitið Sindri,

Okkur / við það er almenningur á Íslandi; eigandi ríkis-og sveitararfélaga.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.4.2012 kl. 17:06

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ég er líka alveg viss um það Daði að flestir standa sig og eru með sitt hér. Setti þetta inn vegna fréttar á netinu í dag að Samherji eða dótturfélög þess, ætti slatta á Tortula.

Takk fyrir að útskýra þetta, en ég skil samt ekki enn hvað fer í kassann af þessum 12,6 milljörðum, annað en það sem fram er komið. SKattar og vsk og fleira í þeim dúr, borga allir hvort sem er. Það sem er umfram, langar mig að vita hvað er mikið og hvort það fari bara í eigendur , eða öllu heldur, hvað mikið af því. 

Ég varð hugsi yfir pistli fyrrverandi bæjarstjóra Bolungarvíkur nýlega, þegar hann sagði að það kæmi sæti nánast ekk ineitt eftir og að bæjarsjóður ætti í miklu basli. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.4.2012 kl. 17:10

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að Binnar okkar eigi bara að sleppa öllum hroka í garð þess fólks sem ætlast til þess að útgerðir sýni hreint bókhald. Það er margt óuppgert ennþá og þessar uppákomur varðandi Samherja, hótanir og hefndaraðgerðir og síðan yfirlýsingar um að engir fjármunir séu geymdir í skattaskjólum!

 Er ekki forstjórinn búinn að lýsa yfir að hann tjái sig ekki um fréttina af 8 milljarða eign í skattaskjóli í fjarlægu landi?

Svo sannarlega vona ég að þarna sé allt með felldu en ég sé ekki að allt sé upplýst.

Hjördís Vilhjálmsdóttir heyrir til þeirri þjóð sem samkvæmt lögum er eigandi auðlindarinnar sem útgerðirnar sóttu í þessa umgetnu milljarða. Þarf hún - og við hin sem eru sama sinnis - að vera í tilteknum stjórnmálaflokkum til að bera fram spurningar um heiðarlegt uppgjör?

Ég upplýsi þig um það hér með nafnlaus Binni að svo er ekki.

Árni Gunnarsson, 18.4.2012 kl. 20:30

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Bíddu við hvernig getur þú og ég ásamt öllum hinum átt þessa 12,6 milljarða??? Þú ert ekki enn búinn að svara því hvað þú hefur lagt til í púkkið til að búa þennan pening til.

Ég verð að segja að skilningur þinn á gangi lífsins er ekki alveg með öllu óbjagaður. Tortúla hvað? Má bara drulla og bulla í allar áttir án þess að hafa hugmynd um hvað málið snýst?

Sindri Karl Sigurðsson, 18.4.2012 kl. 23:24

9 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Kæri Sindri,

Segðu mér þá af þekkingu þinni, greind, þekkingu og visku hvernig þetta er allt saman ;)) Ég óska eftir samræðum, ekki skotum eða stælum. Það sem ég nefni hér er hvað fer af þessum milljörðum í ríkiskassann. Auðlindir eru þjóðareign en ekki séreign örfárra.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.4.2012 kl. 23:54

10 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Bíddu nú aftur við.

Ætlar þú nú að koma þínum staðhæfingum yfir á mig? Svaraðu einfaldlega minni spurningu. Þetta er þín staðhæfing, ég þarf ekkert að útskýra þetta fyrir þér, þú virðist vita þetta allt saman.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.4.2012 kl. 01:09

11 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Stattu fyrir þinni fyrirsögn og þínu máli.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.4.2012 kl. 01:12

12 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

SIndri, andaðu nú rólega og virtu það sem ég óska eftir. Hafir þú þörf fyrir þrasi þá er ég ekki sú rétta í það ;))

Með kærleikskveðju frá mér

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 19.4.2012 kl. 01:21

13 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ekki opnaði ég á þessa umræðu, ef þú getur ekki svarað því sem ég skrifa, þá er ljóst að þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að setja upp á borð fyrir aðra.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.4.2012 kl. 11:29

14 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Alveg rétt hjá þér Sindri, ég veit þetta ekki, enda sett fram sem spurningar í von um að einhver viti og langi til að upplýsa mig og aðra; að deila þekkingu sinni eða/og eigin vangaveltum og pælingum. Að spjalla saman, eiga samræður sem eru fróðlegar, kurteisar og upplýsandi. Viljir þú svör við mínum spurningum, þá sorrý, ég hef þau ekki, enda hefði ég þá ekki varpað fram spurningum.

Gleðilegt Sumar ;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 19.4.2012 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband