Kristján Eldjárn týpa

Ari Tausti virkar vera hvers manns hugljúfi. Ekki veit ég um neinn ágreining sem hefur skapast um hann sem persónu né heldur í störfum sínum.  Aldrei man ég eftir að fólk hafi orrast útí hann. Hann hefur þægilega og góða rödd og framkomu, virðist sáttasemjari í eðli sínu og forðast án efa ágreining og læti með málamiðlum á rólegan og yfirvegaðan hátt. Hann gæti vel sameinað ágreiningsefni þjóðarinnar, þegar uppúr sýður inná milli.

Ég man óljóst eftir Kristjáni heitnum Eldjárn. En í óljósri minningu var hann einmitt rólegur , traustur og góður maður sem ekki tranaði sér mikið fram. Var þarna í ró sinni og veitti öryggistilfinningu. Blessuð sé minning hans. 

Ari Trausti er góður kostur fyrir alla þá sem vilja gamla rólega stílinn á ný á Bessastaði. Sem er gott á margan hátt. Ekki veitir af ´frið og ró. Hann á ekki eftir að skandalisera eða hneyksla og við getum vel verið stolt af honum útí heimi. Og ég held að honum muni bara ganga nokkuð vel í kosningunum í Júní ;)) M.v. þá sem fram hafa komið, pottþétt í hópi 3ja efstu. Mun hann sigra ? Það gæti alveg vel verið að það færi á þann veg.

p.s. Væri ekki ráð ef fjölmiðlar birtu nöfn frambjóðenda í stafrófsröð, svona til þess að mismuna ekki fólki. Listinn lengist stöðugt.


mbl.is Ari Trausti ætlar í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Samkv. skoðankönnun nú um daginn er þetta ÓRG eða Þóra.

Óðinn Þórisson, 19.4.2012 kl. 15:23

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Rétt er það Óðinn. En var Ari Trausti nokkuð með í þeirri könnun ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 19.4.2012 kl. 15:28

3 identicon

Óðinn: Við skulum ekki gleyma því að oft er mikill slagkraftur í framboðum í byrjun; kraftur sem síðan fjarar út. Sjáum t.d. Samstöðu, framboð Lilju Mósesdóttur, sem fékk yfir 20% í fyrstu könnun en er rúmum mánuði síðar komið niður undir 10%. Það á enn eftir að koma í ljós hve endingargott fylgi Þóru er þegar fyrsta hrifningarbylgjan fjarar út.

Svo má ekki gleyma því að það gæti gert óskunda nú þegar ljóst er að "tölvupósturinn svæsni" um mann Þóru reyndist eiga upphaf sitt í hennar eigin herbúðum; ómerkilegt bragð til að reyna að koma höggi á andstæðinga með því að saka þá um rógburð og leðjuslag. Það má vel vera að fólki geðjist ekki að slíku og það rjátlist eitthvað fylgi af Þóru fyrir vikið.

En Ari Trausti er mjög framfærilegur og á ýmsan hátt heppilegur í þetta embætti; mun heppilegri en útbrunnir stjórnmálamenn (Ólafur Ragnar) eða vonarstjörnur á sviði stjórnmálanna (Þóra). Við fyrstu sýn er ég ekki frá því að mér litist betur á hann í embætti en hin tvö.

Birgir (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 15:34

4 Smámynd: K.H.S.

Að fara að skipta út fjölflokkamanni með reynslu í öllum flokkum nema S fyrir gamalungan kommatitt er galið. Má ég þá heldur biðja om bréflausu Þóru frænku eða Herdísi gáfuðu. 

K.H.S., 19.4.2012 kl. 16:19

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Er þetta rétt og viðurkennt Birgir með tölvupóstinn sem þú nefnir ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 19.4.2012 kl. 16:34

6 identicon

Birgir verður að færa sönnur á þessa grófu fullyrðingu.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 17:34

7 identicon

Auðvitað verður aldrei viðurkennt opinberlega af hlutaðeigandi hvernig staðið var að þessum "svæsna tölvupósti". Það er hinsvegar ekki erfitt að leggja saman 2 + 2 og fá út 4.

Í upphafi var málið blásið út og talað um að það gengi "manna á milli" tölvupóstur, sem m.a. færi "ljósum logum" um Facebook og nánast gefið í skyn að þetta væri komið í póstbox hálfrar þjóðarinnar. Eftir nokkra daga, þar sem mikið var kjamsað á hveru óheiðarlegir og undirförulir andstæðingar Þóru væru, þá fóru sífellt fleiri og fleiri - þar á meðal fjölmiðlamenn á borð við Egil Helgason - að velta fyrir sér af hverju þeir hefðu ekki séð þennan merkilega póst? Margir fóru að leita og enn fleiri voru spurðir, en í ljós kom að ENGINN virtist hafa orðið svo fræg(ur) að hafa séð póstinn illræmda sem átti þó að "ganga ljósum logum" á netinu.

Um leið og þetta spurðist út þá birtist samdægurs einhver texti á Pressunni og Eyjunni sem átti að vera "sönnun" þess að pósturinn væri til. Auðvitað er það engin sönnun: ég gæti stofnað blogg og birt þar texta sem ætti að "sanna" að Albert Einstein hefði skrifast á við afa minn, en auðvitað er texti á vefsíðu engin sönnun.

Eftir stendur að enginn póstur virðist vera til og enginn hefur séð hann, þó svo hann "gangi manna á milli á Facebook". Eftir stendur að framboð Þóru stóð fyrir afar grófum árásum og "drullukasti" á andstæðinga hennar með því að fullyrða að þeir væru að dreifa óhróðri á netinu. Eitthvað sem ennþá hefur ekki verið sannað.

Sem er eitthvað sem síðasti bréfritari - Svavar Bjarnason - mætti íhuga aðeins: það er ekki mitt að "færa sönnur á grófa fullyrðingu". Það var framboð Þóru sem kom fram með fullyrðinguna grófu - að andstæðingar hennar væri komnir í ófrægingarherferð gegn henni - og það hafa ENGAR sannanir verið færðar á þá fullyrðingu af hálfu framboðs Þóru.

Þetta er vel þekkt aðferðafræði úr pólitík. "Let them deny it!", eða að varpa fram einhverri tilbúinni ásökun og láta andstæðingana eyða orku í að afsanna hana. Þetta gerði Þóra, og tókst ágætlega upp því einfaldar sálir og hrekklausar virðast hafa kokgleypt þessi vægast sagt ósmekklegu ósannindi.

Birgir (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 19:22

8 identicon

Ég er orðlaus yfir siðleysi þessa Birgis.

Ég skora á hann, ef hann ætlar að halda áfram á sömu braut að koma þá fram undir fullu nafni.

Einstaklega ómerkilegt!!!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 20:09

9 identicon

Ég ætlaði mér að skrifa um framboð Ara Trausta, en varð svo hvumsa þegar ég las komment Birgis að erindið varð útundan.

Mér finnst Ari Trausti mjög frambærilegur í forsetaframboð og hann mundi sóma sér vel á Bessastöðum.

Ekki er ég búinn að gera upp hug minn, en mér lýst einnig mjög vel á Þóru og Herdísi.

Fróðlegt verður að sjá skoðanakannanir þegar línur fara að skýrast en ekki er ólíklegt að einhverjir af frambjóðendum sem fá ekki ásættanlegar undirtektir, muni draga sig til baka.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 23:37

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sammála Svavar, það verður fróðlegt að sjá nýjar kannanir og eins hverjum fleirum en Þóru tekst að skila þeim meðmælum sem þarf og á tilteknum tíma. Ari Trausti verður okkur til sóma og að auki, þá held ég og vona að hann muni færa ró yfir allt ferlið; að á einhvern hátt verði ekki áframhald á leðjuslag sem gægst hefur því miður í. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 19.4.2012 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband