Öllum konum bannað

Eins og ég skil þetta, þá verður um leið öllum konum bannað að nota tölvur, þar sem það er aðeins eitt kvennafangelsi og það er í Kópavogi. Eða er það kannski deildaskipt í opið og lokið fangelsi ?

Ég er ekki sammála þessu banni. Þó evt einn og einn geri eitthvað slæmt í gegnum tölvu, er ekki rétt að það bitni á öllum föngum lokaðra fangelsa. Hvað er slæmt við að setja like á Facebook ? Væri ekki nær að loka á aðgang á síður sem þykja ekki uppbyggilegar ? Hvað blátt efni varðar....hef lesið að 95% karlmanna horfi á slíkt efni, giftir eða ógiftir. Þarna eru þeir einir, svo hverjum er ekki sama í rauninni ? Og blátt efni er ekki ólöglegt að ég held amk.

Hversu oft hefur það gerst að menn séu að selja eitthvað sem ekki kemur fram hvað er, eða hafa handrukkað úr fangelsum eða skipulagt glæpi ? Hversu stór er vandinn sem á að réttlæta bann á línuna ? Og hafa allir fangar gert eitthvað slíkt ?

Vonandi að þetta verði endurskoðað. Það er gott að hugsa um það hvernig framkomu maður sjálfur vildi fá, sæti maður í fangelsi. Og hvað netið varðar, ef maður vissi að maður væri bara að vafra á netinu en ekki að handrukka eða annað slæmt, hversu ósáttur maður væri að það yrði tekið af manni. Ein af fáum dægrastyttingum sem þeir hafa, get ég ímyndað mér.

Hitt er annað sem mætti hugsa um. Hvítflibbaglæpamenn sitja væntanlega ekki í öryggisfangelsum. Mega þeir komast í tölvur og netið ??? Einmitt þar sem svo létt er að halda brotum áfram, sé vilji til þess !!


mbl.is Banna tölvur í fangelsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rangt hjá þér. Það er nóg að þeir hafi frítt fæði og húsmæði, fyrir okkar skattapeninga svo ekki sé verið að verðlauna þá líka fyrir afbrotin ( og skiptir ekki máli hver þau eru).

Útiloka þá frá samfélaginu og viðtöl ættingja og vina í gegn um lúgu á vissum tímum.

Ef þeir hafa ekki andlega getur til að læra af þessháttar meðferð, þá sita þeir bara inni, út sitt heimska líf, enda ekkert gagn af þeim í samfélaginu.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 18:56

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Er það slík meðferð sem þú óskar sjálfum þér og þínum ástvinum, yrði einhver fótaskortur á lífsleiðinni V.Jóhannsson ? Svo ekki sé talað um þegar fólk situr inni saklaust sem sannast oft því miður ekki fyrr en eftir ár og áratugi eða eftir aftökur.

Annars er ég ekki sammála þér um að skoðanir séu réttar eða rangar. Mínar eru ekki rangari en þínar eða þínar réttari en mínar. Þær eru hinsvegar ekki þær sömu og þannig er það með flest í lífinu, fólk hefur mismunandi skoðanir og sem betur fer.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 19.4.2012 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband