Skaðabætur

Fær fólk sem hefur orðið fyrir skaða af ýmsum toga. Þá er ekki látið skipta máli hvort fólk hafi þörf fyrir þeim pening eða ekki. Með réttu eða röngu, þannig er það.

Það hafa allir fasteignaeigendur tapað/orðið fyrir skaða á meintri glæpsamlegri gamble hegðun bankanna sem ,,lánuðu" örfáum nær allt sem náðist í og kannski gott betur en það. Þetta rugl olli hruninu 2008 og eftirleikinn vitum við og glímum enn við. Húseigendur eiga að njóta alls vafa, enda leikmenn í góðri trú að taka lán sín og sem skrifuðu undir endurgreiðsluáætlun. Það þarf auðvitað að sjá til þess að bankarnir verði látnir standa við þá áætlun. Ok með smá skekkjumörkum segjum 5%, en þá húseigendum í vil að sjálfsögðu.

Okkur er sagt að þetta hafi verið loftbóla sem sprakk, platpeningar. Af hverju þarf þá að borga þetta hrun með alvöru peningum, blóði, svita og tárum ????

Auðvitað eiga allir að fá skaðabætur. Fáist bankarnir ekki til að bæta fasteignaeigendum syndir feðra sinna með því að leiðrétta ÖLL húsnæðislán, þá þarf almenningur einfaldlega að sameinast um að draga bankana fyrir dóm og höfða skaðabótamál. Þeim er illa við tal um leiðréttingar, niðurfellingar , skuldahreinsanir og hvað þetta allt heitir þegar fáir útvaldir hafa átt í hlut og fengið hókus pókus sprota á skuldir sínar. Svo við þurfum þá einfaldlega að skipta um taktík og nálgast þetta á annan hátt. Núna. Á meðan enn er hér fólk sem tórir. Það hjálpar ekki neitt að bíða þar til allir eru komnir út fyrir hungurmarkabrúnina.Þeir fáu sem eiga meira en nóg, þeir hagnast líka. hver á annars að vera hér til að kaupa eignir þeirra, vörur og þjónustu ? Eignir þeirra lækka einnig í verði, sem og þeirra fáu sem flokkast sem ,, venjulegt fólk", sem fór varlega og stendur í skilum eða á skuldlausar eignir eða engar eignir. Það tapa ALLIR á þessu rugli sem hefur nú viðgengist í 4 ár bráðum og sér ekki fyrir endann á. Almenningi er haldið saklausum í skuldafangelsum í frjálsa fagra landinu okkar. Þetta á ekki og þarf ekki að vera svona.

Alþingismenn þurfa að sýna kjark og þor og klára lögin um rétt almennings á hópmálsókn. Allt sem þarf er VILJI.  Forsenda þess að þjóðin nái að halda áfram eftir reiðina og þunglyndið sem hefur varað í næstum 4 ár og með réttu, er að réttlæti náist og þeir sem eru valdir að hruninu fái refsingu og skaðabótauppgjör fari fram. Að halda að þjóðin gleymi þessu eins og venjan hefur verið er óraunhæf ( þverpólitísk ?) draumsýn. Við þurfum að fá frið til að halda áfram, við þurfum að fá að  vera jákvæð og bjartsýn á ný , fyrirgefa, gleyma og fá tækifræi til að treysta og virða á ný. Eftir að réttlætið nær fram að ganga og skaðabætur hafa fengist er það mögulegt. Fyrr ekki.

Gleðilegt sumar ;))


mbl.is Skuldir heimila aukast stöðugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt sumar Hjördis mín :)

Sólrún (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 01:07

2 Smámynd: Sandy

Ég er sammála þér! Nú styttist í endurskoðun kjarasamninga, ef fólkinu í landinu bæri gæfa til að standa saman og láta ekki til leiðast og elta rangar tillögur verkalýðhreyfingarinnar um hækkun launa í krónum eða prósentum heldur krefjast þess að verðtrygging verði afnumin og lánakjör hér verði sambærileg við lánakjör í Evrópu sérstaklega á íbúðarlánum eru það þau launakjör sem fólkið þarf á að halda, en ekki einhverjar 4% hækkanir plús eingreiðsla upp á 50.000 kr sem undir eins fara inn í hækkanir á verðtryggðum lánum ásamt vöruverði.

Sandy, 20.4.2012 kl. 06:11

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Auðvitað ætti verkalýsðforystan að leggja þetta til Sandy og það myndi hún auvitað gera ef hún væri að vinna fyrir launafólk. Góð tillaga hjá þér, virkilega góð ;))

Samstöðuskrotur er hluti vandans hér. Við gætum náð svo miklu meiru fram ef fólk gæti treyst á samstöðu fjöldans. Eins og t.d. þegar raddir voru uppi um greiðsluverkfal og að hætta að borga af íbúðalánum. Hefði virkað vel og orðið afar beitt vopn ef tugþúsundir hið minnsta hefði slegið til eins og því langaði til að gera en þorði auðvitað ekki af ótta við að vera einn af fáum og missa þá heimili sín án lækkunar lána. Annars hefðu bankarnir neyðst til að lækka skuldirnar, því þá hefði það verið þeim hagstæðara að fá minna í stað þess að fá ekki neitt og þeir hefðu ekki haft burði né mannskap í að siga lögmönnum og sýsló á tugþúsundir manna.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 20.4.2012 kl. 09:16

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er þungi í orðum þínum Hjördís.

Sannur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2012 kl. 09:22

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Já Ómar, en ef ég hefði nú bloggað aðeins frjálslegra en ég gerði, hefðir þú fengið vöðvarbólgu við það eitt að opna innlegg mitt ;)) Þetta er svo mikið rugl og móðgun við almenning sem veit mjög vel hvað þarf að gera en menn þráast við. Þeir hafa menntun til að finna lausnir en skortir annaðhvort vilja eða hugmyndaflug til að sjá hvert þetta rugl stefnir. Greind verðfellur og líka diplómur ef hugmyndaflugið er ekki til staðar og fallegt hjartalag, sem og eiginleikinn að geta sett sig í spor annarra.

Mín tilfinning er sú að það eigi að búa hér til leigumarkað með því að ná eignum með hjálp óðri verðtryggingu. Það heitir eignaupptaka. Reynt að telja fólki trú um að það sé hagstæðara að leigja. Sé það rétt, af hverju viljaeþá menn vera í þeim business að leigja út ??? Það féllu nokkrir sveitastjórnarmenn fyrir því trikki árin fram að hruni.

Ekki fallegt það þó menn reyni að skreyta þetta með einhverju lyklatali eins og það sé góðmennska að leyfa fólki að missa heimili sitt og á götuna og skila lyklinum...! Bull... og á svo fólk að bugta sig og beygja og segja takk ???

Að borga og borga og lánin hækka samt á milli mánaða móðgar greind mína og án efa þjóðarinnar allrar. Þetta bull er farið að minna mig á stórt framfaraskref í umönnun geðveikra á sjúkrahúsum í Svíþjóð að mig minnir í kringum 1900 eða þar um bil. Man það ekki nógu vel. Allavega, það sem sérfræðingum þess tíma datt í hug var að leyfa fólki að gera eitthvað á daginn annað en að stara á veggina. Það var splæst í garn og prjóna. Þetta þótti mikil og frábær framför. Sjúklingarnir voru ánægðir í byrjun og prjónuðu og prjónuðu. Svo þegar að kvöldi var komið voru sömu sjúklingar látnir rekja allt upp aftur. Það mátti ekki eyða of miklu í meira garn. Morguninn eftir fengu svo sjúklingarnir sama garnið og fengu að prjóna meira. Og svo rekja upp að kvöldi. Og svona hélt það áfram þar til kom að því að þetta var stoppað sem betur fer.

Að borga og borga af verðtryggðum lánum og sjá engan árangur í rauninni...það er jafn niðurdrepandi til lengdar og að fá að prjóna til þess eins að rekja það svo upp aftur. Á endanum gefst fólk upp og missir áhugann á prjónunum. Þvert á ráð sérfræðinga sem allt vissu og töldu þetta eiga að bæta líðan sjúklinganna. Meiningin var góð en útkoman afleit.

Einstein skilgreindi geðveiki þegar notaðar eru sömu aðferðir aftur og aftur og búist er við annarri niðurstöðu í hvert sinn. Í hvert sinn sem maður borgar í hýtina, er maður nógu jákvæður eða of stupid, að halda að það minnki þá smá næst. Að verðbólgan minnki smá. Er ekki klassísk klikkun að halda þessu áfram ??? Og jafn klassísk klikkun að sjá ekki til þess að lánin verði lækkuð/leiðrétt ???? 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 20.4.2012 kl. 19:00

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Hjördís, þetta sem þú segir hér að ofan er sjálfstæður pistill sem á erindi við fólk.

Margar góðar samlíkingar hef ég lesið en lýsing þín á geðveikinni hittir í mark.  

Og ég ítreka, það er þungi í orðum þínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.4.2012 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband