Nei

Það þarf að afskrifa, leiðrétta, hvaða nöfn sem þetta heitir allt. Standa við upphaflega endurgreiðsluáætlun.

Nokkrir útvaldir hafa fengið samtals þúsundir milljarða afskrifaða og haldið eigum sínum; ekki þurft að skila lyklunum. Þar er komin reynsla og sú fyrirmynd sem almenningur á einnig að njóta að sjálfsögðu !!

,,Það er ekki síst athyglisvert þegar haft er í huga að bankar hafa á síðustu misserum treyst sér til að bjóða upp á 4-6% óverðtryggða vexti." - auglýsingartrikk í þeirri von að fólk bíti á. Þetta eru lán með breytilegum vöxtum( hvort það heitir vaxtabreytingaákvæði ?)  á tímum óðaverðbólgu.


mbl.is Skuldarar geti skilað lyklunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála þér Hjördís. Það væri réttast að kæra þá sem framkvæmdu greiðslumat fyrir hrun, og draga þá til ábyrgðar fyrir óábyrgt greiðslumat, þegar vitað var að bankakerfið var að hrynja. Fólk verður að vera meðvitað um, hverju það er að taka þátt í.

Það á ekki að vera eftirsóknarvert og vel launað starf, að gera falskt greiðslumat, né önnur glæpsamleg verk í fjármálastofnunum/bönkum. Það fólk sem vinnur þessa vinnu í fjármálastofnunum er meðsekt í glæpsamlegum ráns-verkum.

Hvernig er siðferðileg heilsa þessa fólks, að láta hafa sig út í það að gera svona bankaráns-glæpaverk möguleg? Hvar er samfélagslega ábyrgðin, sem á að ganga fyrir eiginhagsmunum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.4.2012 kl. 10:24

2 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér Hjördís. Þetta voru upprunalega mistök bankana sem leiddu til hækkun höfuðstóla. Smá kennitöluflakk á ekki að koma þeim undan þeirri ábyrgð, og það á ekki að skipta máli hver maður er, þegar þeir ákveða hversu mikið á að rukka mann. Ég veit ekki betur en að það sé mismunun, og bannað í evrópulögum.

Jón (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 10:34

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Góðar spurningar hjá þér Anna og það væri óskandi að okkar ágætu Alþingismenn leituðu svara og findu lausnir í stað þess að afvegaleiða og ríkisvæða allt. Sérstaklega þegar flokkur sem vill frjelsið sem er gott, á í hlut.

Það styttist í að við verðum öll komin á vasapeningar hjá ríkinu sem borgar allt, á meðan frjálsu fyrirtækin á markaði hafa allt sitt verðtyrggt og ríkistryggt í ofanaálag !!! Magnað að ná ekki að reka banka með hagnaði með slíkar tryggingar... ;)) Bankarnir hafa nú ekki kvartað yfir lyklatillögunnni svo ég muni. Það segir okkur einungis eitt: Þeir telja sig GRÆÐA á því !!!

Skila lyklum í stað þess að leysa vandann....nei takk !!! Vandinn vex og vex og vex, það sér allt meðalgreint fólk með eða án meistarnáms uppá vasann. Hvenær kemur að því að settar verði á laggirnar matarbætur, svo kaupmenn þurfi nú pottþétt ekki að slá af sínu á matvörubúðakassanum.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 20.4.2012 kl. 15:36

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Einmitt Jón, mistök eða ásetningur, ekki vitað né viðurkennt. En afleiðingar gjörða þeirra sem þar réðu eru að drekkja þjóðinni. Það gengur ekki að leyfa þeim að halda áfram og slá ekki af, og dömpa öllum sínum gloríum á herðar sem bera ekki meira; okkur sjálf og úr sjóði okkar allra; ríkiskassanum.

Nei,nei , nei !!! Afskrifa og senda frekar fólki nýjar lyklakippur í stað þess að hirða þær af fólki og leðirétta greiðlsuseðla í samræmi við upphaflega greiðsluáætlun og lækka höfustól lána með því sem er ofgreitt síðustu 4 árin. Þetta verður að gerast og því lengur sem er beðið því dýrara verður þetta. Það sem ríkið þarf að taka á sig í slíku ferli er að krefja ekki fólk afturvirkt um ofgreiddar vaxtabætur. 

Til að fá mikið, þarf að biðja um mikið !! Við höfum verið allt of þolinmóð og kurteis og í raun stupid að halda áfram að greiða og greiða af lánum sem hækka og hækka. Jafn stupid eins og að ausa vatni í götótta fötu. Að Alþingismenn með alla sína menntun, greind og reynslu, skuli ekki öskra hærra á bankana sem og verkalýðshreyfingarnar. Það er ekki endalaust hægt að öskra á ríkið og fá lausnir þaðan.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 20.4.2012 kl. 15:44

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í nýlegri umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna um þingsályktunartillögu um niðurfærslu fasteignalána og afnám verðtryggingar, er lýst fjórum mismunandi leiðum til þess að leiðrétta fasteignaveðlánin að sannvirði, og útskýrt hvernig eigi að fjármagna þær: http://www.althingi.is/dba-bin/erindi.pl?ltg=140&mnr=580

Í stuttu máli þá skulda bankarnir okkur á fjórða hundrað milljarða ríkisábyrðgargjald, sem má skuldajafna gegn kostnaði við niðurfærsluna, og nota restina til að endurfjármagna Íbúðalánasjóð og loka fjárlagagatinu. Þetta eru ekki draumórar, útreikningarnir fylgja með umsögninni.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2012 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband