20.4.2012 | 21:26
Hneysa
,,Fjölskyldan hafði leitað til lögreglu en þar var þeim tjáð að um nytjastuld væri að ræða og lítið hægt að gera. Bíllinn myndi hins vegar koma í leitirnar eftir einhvern tíma og nefndi lögregla þrjá mánuði."
Lítið hægt að gera...en þó eitthvað og stundum ? Hversu lítið er þetta litla og hvað er það ??? Skiptir máli hver á bílinn sem stolið er ? Gerir Lögreglan ADLREI neitt þegar bílum er stolið ??? Aldrei nokkurn tímann ??? En ef það er 100% bílalán á bíl sem stolið er ? Er þá brugðist við vegna þess að þá er ,,réttur" eigandi sem gæti tapað ??? Á semsagt ekki að hringja í Lögreglu og tilkynna þjófnað ?? Eða vilja yfirvöld að það sé gert þá bara til þess að halda statistic ? En svo ef bílnúmeri er stolið, þá er brugðist við....sem kostar þó smáaura í samanburðinun..en hvernig læt ég, það er oftast gert til að stela bensíni og það má ekki snerta verðmæti þeirra stóru máttugu með milljarðaskuldir sínar sem hvíla á bensínbúllunum...auðvitað ekki ;))
Og svo í hvert sinn sem kjúkling er stolið úr Bónus þá eru laganna verðir mættir med det samme !! Þetta eru ekki ásættanleg skilaboð að það sé í lagi að stela öllu og hafa af almenningi; venjulegu fólki. Kannski þarf fólk sem lendir í þessu bara að færa smá í stílinn og segja að það hafi verið kjúklingur sem ekki var greitt fyrir úr Bónus, í skottinu. Þá væri leitað bakvið hvern hól undir eins.. ;))
Væri evt ráð ef Lögreglan væri með skilaboð þegar hringt er til að tilkynna þjófnað, yfir það sem ekki neitt er gert í; þegar það er tímasóun að hafa samband. Og hafa það á netinu líka lista yfir nytjahluti sem er ok að stela. Sparar tíma fyrir alla. Þvílík hneysa og vond skilaboð að almenningur sem greiðir kostnað við löggæslu, skuli svo ekki fá hjálp þegar eigum þess er stolið !!!
Ég virkilega vona að fjölmilafólk ræði þetta við ráðamenn okkar. Þessu þarf klárlega að breyta.
En gott að þetta fór allt vel og að bíllinn skilaði sér til eigenda sinna ;))
Neitaði að gefast upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.