Skelfilega létt

Að brjóta á rétti fólks.

Það þarf klárlega að styrkja dómstólinn og sorglegt hversu svakalega mörg mál berast dómstólnum og bíða úrlausnar. Eitthvað mikið er að með þá dóma sem kveðnir eru upp. Sá ekki í fréttinni hvað biðtími er langur þar en minnir að það séu mörg ár. Alltof mörg ár. Og mörgum málum er síðan vísað frá. Var það 90% ?  Og svo kostar þetta svo mikið að það er flestum ófært að leita á náðir dómstólsins. Vilji ríki Evrópu ekki eyða meiru í að reka dómstólinn, þmt Ísland, eru þau í leiðinni að segja að þau vilji ekki að fólk fái réttlæti. Hvað þá að taka því að fá skammir þaðan og þurfa að viðurkenna mistök sín.

Þetta vita dómstólar Evrópu. Og stressa sig evt mjög lítið þó úrskurðir séu ekki 100%. Líkurnar á því að yfir sé kvartað eru hverfandi. Enn minni að mál vinnist þó þau séu tekin fyrir. Girðingarnar eru alltof háar. Og fólk er í raun læst inni bjargarlaust eftir tekjum. Eins og á Titanic.

Það sorlegasta er að mér þykir það vera mannréttindabrot hvað fólk þarf að bíða lengi, hvað það er ólíklegt að mál fái umfjöllun og hvað það kostar mikið. Þó þetta sé möguleiki, þá er hann svo óraunhæfur. Þetta jafngildir næstum því að hann sé ekki til sem möguleiki. Minnir á sögu um handalaust barn sem mátti fá sér eins margar kökur og því langaði í. Kökukrúsin var í efstu hillunni og útilokað að barnið gæti bjargað sér með það sjálft sem var forsenda þess að það mátti hrúga í sig kökum að vild. Gagnlaus góðmennska eða fantaskapur ?

Að búa í réttarríki og hafa svo ekki kost á að fá rétt sínum framgengt er í raun það sama og að hafa hann ekki. Fyrir langflest íbúa álfunnar. Þessu þarf að breyta. Og sama gildir um málsmeðferðartíma og kostnað hér heima. Það er mjög hættulegt að þetta sé svona erfitt, dýrt og seinlegt. Það þýðir bara :

- Fastar verður troðið á fólki.

- Fleiri óréttlátir dómar munu sjást.

- Fleiri munu íhuga að taka lögin í sínar hendur.


mbl.is Ísland gott dæmi segir Ögmundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband