23.4.2012 | 01:37
Enn í tísku
Því miður. Það virðist aukaatriði hvernig fólki líður. Fólki er ætlað að færa sig á milli svæða til að fá vinnu. Eins og það sé álitið að það skitpi engu máli þó fj0lskyldum sé tvístrað. Við t.d. tókum á móti helling af útlenskum farandverkamönnum víðsvegar að úr heiminum. Nú hefur það snúist við. Íslendingar neyðast til að yfirgefa fjölskyldur sínar og vini til þess að vinna. Sumar fjölskyldur fara saman, en þurfa þá að skilja vinina eftir og koma sér fyrir á nýjum stað, eins og t.d. í Noregi. Svona lífi hafa fjölskyldur þurft að lifa í áratatugi eða lengur, í USA. Það er næstum sjalgæft þar að fjölskyldur búi í sama bænum ævina út. Oft hittist fólk aðeins á Thank´s Giving.
Sama þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Það er ætlast til þess að fólk fari um langan veg til að fá aðgerðir. Sent í viðgerð eins og hver önnur vél. Eða eins og hvert annað vélmenni. Sem hafa engar tilfinningar. Og Íslendingar vilja líka græða á þessu. Flytja inn sjúklinga. Eins og vélar sem þarf að laga. Eins og það sé algjört aukaatriði hvað kærleikur nánustu fjölskyldu og vina er mikilvægur þáttur í bata. Enn er verið að spá í að byggja eitt risastórt verkstæði, afsaka, sjúkrahús við Hringbraut. Á sama tíma er t.d. nýbúið að loka St. Jósefs. Hverju verður lokað næst ? Er stefnan sú að hafa aðeins eitt risastórt LSH á öllu landinu ? Sem lítur út eins og álver plantað í hjarta Reykjavíkur. Er þetta planað fyrir öll ,,tannhjólin" á einum stað ??? Er það hin rétta ástæða þess hvurslags risa ferlíki þetta á að vera ??? Fæðingadeildum hefur verið lokað eða /og þjónusta skert. Það á að vera ok að senda konur, eins og pakka, um lengri veg og halda í sér á meðan og fæða svo þar sem kerfið vill; þar sem það er svo hagstætt. Tilfinningar, óöryggi , ótti og eðlilegar kvartanir er ekki hlustað á. Þetta hefur ekki neitt með hrunið að gera. Þetta var byrjað áður.
Allt í nafni hagræðingar ( græðginnar).
Sama var með t.d. Breiðuvík. Það var ekki hugsað útí það hversu vond áhrif það hefði að aðskilja fólk eins og gert var. Sama með elliheimilin enn í dag. Listinn er langur.
Þetta viðhorf er ekki í lagi og þarf að breytast. Það sjá vonandi allir. Til þess þarf hvorki afburða greind né 5 háskólagráður. Fólk þarf að fá vinnu og þjónustu þar sem það býr og vill búa með þeim sem það elskar og vill deila lífi sínu með . Einmitt af því að við erum hvorki vélar né vélmenni eða pakkar. Hamingjusamt starfsfólk vinnur betur og um leið skilar það meiri hagnaði. Þetta ættu einmitt peningaölfin að sjá en sjá ekki því miður. Því fylgir mikið hagræði ( meiri gróði ) að hamingja og vellíðan fólks sé tryggð.
Á meðan það er fólk með tilfinningar og sálir sem hafa kosningarétt, ræður sig til vinnu og eru viðskiptavinir en ekki vélmenni, þá þurfa stjórnmálamenn og fyrirtækjaeigendur að átta sig á því að kerfin þurfa að gera ráð fyrir einmitt því. Fólk þarf ást, rétt eins og mat, drykk og húsaskjól. Annars visnar það upp og deyr. Skype leysir ekki mannlega samveru, kærleik og þörfina fyrir knúsi af hólmi. Sem betur fer. Þetta ættu ráðamenn heimsins og buisness menn einmitt að vita. Því þeir fljúga á milli til að funda, þó þeir hafi líka Skype. Jafnvel þó því fylgi þvílík oft mega fyrirhöfn og kostnaður með her lífvarða.
Forsetinn: Maðurinn er ekki vél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið rétt!
Maður sá þetta líka þegar kvótakerfið var sett á.
Skúli Guðbjarnarson, 23.4.2012 kl. 05:23
Einmitt Skúli .Peningar eru allsstaðar í fyrirrúmi . Fólk og tilfinngar þess eru því miður algjört aukaatriði nema á tillidögum þegar talað er um mannauðinn... ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 23.4.2012 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.