Framtíðin

Ég smellti mér í Hafnarhúsið í gær og þessi sýning er stórkostlega flott Smile Það var algjörlega fullt útúr dyrum og ég þarf að fara aftur til að skoða hana betur. Mér þykir það yndislegt hversu margir voru þarna og hafa áhuga á listsköpun í sinni fjölbreyttu mynd.

Fyrir alla þá sem þykir allt vonalust og sjá enga framtíð á landinu okkar fagra: skellið ykkur á sýninguna og sjáið sjálf hvað við eigum marga frábæra listamenn sem hugsa inní framtíðina og gefa hverjum sem þiggja vill von um bjarta framtíð með listsköpun sinni. Það er svo mikill og áþreifanlegur kraftur þarna sem fer ekki framhjá neinum.

Ég óska þeim öllum til hamingju með verk sín og óska þeim velgengi í lífi sínu og listsköpun ;)) Takk fyrir að deila hæfileikum ykkar með okkur.


mbl.is Fjölbreytt sýning listnema í Hafnarhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjördís eg sé að þú kemur til með að eiga heima þarna

á næstunni þú ert svo menningarlega sinnuð.

Eg er einmitt að leggja af stað til að kíkja á dýrðina.

Það væri gaman að fá að sjá þig þar Hjördís.

og að þú yrðir í bleiku blússunni svo eg mundi

strax þekkja þig :)

Sólrún (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband