420 friendly

647 FB like á þessa frétt . Er það til marks um það hversu margir eru hlynntir lögleiðingu ?

Hefur verið gerð alvöru könnun á þessu nýlega ? Hversu margir nota þetta og hversu margir vilja hafa þetta löglegt. Hver er sannleikurinn um þetta; er þetta slæmt eða ekki fyrir fólk ? Hefur þetta alltaf verið ólöglegt ? Ef ekki, hver er þá raunveruleg ástæða þess að þetta var gert ólöglegt ? Var það vegna hagsmunaárekstra við áfengis-og lyfjaframleiðendur ?

Er ástandið í samfélaginu orðið svo slæmt að fólk vill bara vera stoned  til að komast í gegnum daginn ? Og íslenskt Já takk í fyrirrúmi, sem vissulega sparar dýrmætan gjaldeyrir...

Nýbúið að koma sígarettum út af börum og kaffihúsum og á þá að berjast fyrir því að fá að kveikja þar í jónum í staðinn ? Eða kannski bara að láta Austurvöll nægja...eins gott að til standi að efla Strætó, það gengur ekki að fólk sé á bílum þrælskakkt. Kannski að það sé ástæðan fyrir því að það stendur til að efla Strætó..humm.. ?

Það að Lögreglan lét þetta afskiptalaust... er það til marks um uppgjöf ? Eru það skilaboðin sem send voru út með aðgerðarelysinu ? Er þetta orðið svo algengt að þetta sé að verða eins og t.d. með bannárin í USA, sem : " Turned citizens into criminals and criminals to King´s" ?


mbl.is Reyktu að vild á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nýlegar rannsóknir benda til þess að Marijuana sé undralyf. Hagsmunaárekstrarnir eru ekki síst í timbur og tau iðnaði. Á nokkrum stöðum í heiminum geta læknar ávísað sjúklingum sínum "medical marijuana" og er það gjarna ávísað vegna verkja, lystarleysi, þunglyndi, geðklofa, leiða, astma, mígreni, o.f.l. ..

Árlegur dagur 420 er ekki síst haldinn vegna þess að á flestum stöðum í heiminum eru þeir sem nota þessa plöntu á nokkurn hátt, algerlega réttlausir.

oo (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 10:36

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta OO.

Forvitnilegt þetta sem þú nefnir með hagsmuni við timbur- og tauiðnaðinn...viltu útskýra svo ég skilji ? Sé ekki hvernig þetta tengist jónum ? Ertu þá að meina að árekstrarnir snúi að ræktarlandi ? 

En m.v. það sem þú nefnir með læknaávísanir, þá ættu lyfjaframleiðendur ekki að vera hressir, nema þá ef þeir selja þetta sjálfir þegar þar sem það má lögum samkvæmt til lækninga. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 25.4.2012 kl. 10:51

3 identicon

þekkti einu sinni strák sem seldi dóp.

aðallega kannabis og spítt, hann var að græða meira en milljón á mánuði. (einu sinni á einni viku)(hann borgaði upp 5 milljóna króna löglega skuld á 3 mánuðum.)(þrátt fyrir að hafa notað mikið af kókaíni á þessum tíma, en það var á 15-30 þús kall fyrir grammið á þeim tíma (oftast notað af efnafólki, jetsetters.))

og hann var ekki einn af þeim stóru, bara ósköp venjulegur díler, einn af hundruðum.

í dag keyrir hann um á dýrum benz (síðast er ég heyrði af honum) og var með fína íbúð og byrjaður með fjölskyldu, aðallega hættur og farinn að vinna fyrir pabba sinn í einhverju stóru fyrirtæki útí bæ. (dópsala er frekar mikið stress jobb, þökk sé lögum og gengjum)

segir kannski allt um dópstríðið að fyrir tíma þess, vissi varla nokkur maður hvað spítt og hass er.

en í dag er þetta einn allra stærsti bransinn á landinu. (segir allt um hve mikið af fólki þú þekkir í raun og veru sem nota dóp)

önnur áhugaverð staðreynd, á áfengis bannárum , voru 50% fanga þar fyrir áfengissmygl og sölu.

í dag eru 50% fanga fíkniefnasmyglarar og sölumenn.

annað áhugavert við stríðið, margir fíknefnasölumenn eru algerlega mótfallnir því að enda stríðið, því þetta er í raun hið nýja gullæði.

og miðað við fólksfjölda hér á landinu og hve fá rök eru í raun fyrir að halda dópstríðið (ef nokkur,sjá sem dæmi holland og spán)

þá getur manni ekki annað en dottið í hug að elítan hér á landinu gæti verið tengd stærstu dílerum ansi nánum böndum.

enda hefur maður séð lítið annað en peningagræðgi frá þeim toppi og enga umhyggju fyrir landanum.

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 10:51

4 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=6jO_ncXj7RE

sennilega skársta fræðslumyndin um þetta.

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 10:53

5 identicon

sko...í grófum dráttum, er fíkniefna stríðið...

stríð sem þú samþykkir að halda gegn samfélaginu þínu, það bitnar aðallega á undirmálsfólki, oft veiku fólki (en kannabis er betra lyf við mörgum kvillum en margt læknadóp)

en þetta er samt stríð, sem þú samþykkir að halda, gegn þinni eigin fjölskyldu, nánustu og vinum.

gætir sosem hugsað að það sé bara gegn svörtu sauðunum í fjölskyldunni.

en stærð fíkniefna markaðsins gefur til kynna að það geti varla verið bara undirmálsfólkið í landinu sem kaupir og notar fíkniefni.

og innbrot gætu ekki heldur útskýrt nema smáa prósentu af þeim peningum sem fara til kaupa á þessum efnum (draslið sem stolið er, verður að selja einhverjum og er oftast selt á brotaverði)

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 11:10

6 identicon

..í raun myndi koma ykkur stórlega á óvart, hverjir dópa í þessu þjóðfélagi.

business eigendur og fleiri.. oft metorðafólk (Sem myndi aldrei nokkurn tíma segja ykkur frá..það hefur svo miklu að tapa, mannorði, vinnu og lífi (peningar eru líf))

það er í raun bara mestu ræflunum, sem er náð, þessum geðveiku og heimsku, þessum sem hafa aldrei náð að ná kjölfestu í lífinu, geðsjúkir, fórnarlömb eineltis og kynferðisglæpa.

og óvarkárum fíkniefnasölum.

fólkið sem getur ekki varið sig né falið.

þeim verður náttla alveg skítasama um þjóðfélagið sem "aldi" þau og fara í innbrot og ofbeldi, sum hver.

aðrir fremja bara sjálfsmorð eða lokast af.

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 11:16

7 identicon

árangur fíkniefna "stríðsins" (Er eiginlega bara stríð ef gegn jafningjum, er oftast gegn undirmálsfólki..)

fíkniefni Allstaðar.

fullt af fólki ríkt.

og óteljandi sjálfsmorð. (fólk sem leið illa og fann allavega einhverja fróun í fíkniefnum (oft einu) en var núna mannlegt úrhrak í augum þjóðfélagsins)

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 11:23

8 identicon

Úr hamp plöntunni má búa til hin margvíslegustu byggingarefni. Þessi planta hentar sérlega vel til þess. Einnig er hentar hampplantan einkar vel til að vefa tau úr, svokallaðan hamp.

Eldsneyti er einnig auðvelt að búa til úr þessari jurt.

Hér eru gríðarlegir hagsmunir.

Í raun er Marijuana plantan ein sú al fjölbreyttasta planta sem maðurinn þekkir hvað notkunarmöguleika varðar. Ef ekki sú hin allra notadrýgsta. Vegna þess að það má jafnvel vinna úr henni pappír, smyrlsi, krem, sápur, og svo má lengi lengi telja.

Ófáir menn telja einnig þessa plöntu vera öll hin notalegasta.

http://www.voteindustrialhemp.com/

00 (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 11:33

9 identicon

Byrjum einhverstaðar:

http://www.change.org/petitions/alþingi-íslands-lögleiðing-hamps-kannabis

Trausti Traustason (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 14:02

10 identicon

Hampiðjan hafði ekki nafn sitt af nælon... :P

Kannabis bjargaði mínu lífi - engin lög koma til með að banna mér að nota plöntu til að líða betur.

Ólafur Skorrdal (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 18:09

11 identicon

"Er ástandið í samfélaginu orðið það slæmt að fólk vill bara vera stoned til að komast í gegnum daginn?"

Stór hluti þeirra sem reykir kannabis er ekki "stoned allan daginn", fær sér bara í hófi öðru hverju. Alveg eins og fólk fær sér í glas öðru hverju. Auðvitað eru alltaf sumir sem misnota efnið, en það á einnig við um áfengi.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband