VISA kort

Við getum keypt og leigt nánast hvað sem er með VISA og fleiri kredit kortum

Þufum við ekki einnig að geta leigt húsnæði með þeim ? Eða öllu heldur, ættu leigusalar ekki að geta gengið frá leigusamningum með VISA greiðslum, sem myndi þá tryggja að greiðslur bærust ???

VISA ætti að vilja og geta gert slíka saminga viðeinstaklinga til jafns á við lögaðila, þó oft smáir séu og oft einyrkjar.

 


mbl.is Leigjendur lögðu hús í rúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Hvernig væri að húseigendafélagið hefði á sínum vegum válista eða ferilskrá yfir vafasama leigendur, sem hægt væri að leita upplýsinga í. Eitthvað slíkt vantar sárlega svo hægt sé að koma í veg fyrir að lenda í svona löguðu.

Stefán Þ Ingólfsson, 29.4.2012 kl. 21:43

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Góð hugmynd Stefán og ég er sammála, þetta þyrfti að vera til staðar. 

Og svo er annað sem mig langar að vita. Það er hvort heimilstrygging nái yfir tjón sem þetta ? Ef ekki, þá þarf að koma því inní þær. Fólk á að geta leigt út eigur sínar, rétt eins og lögaðilar. Bílaleigur eru með tryggingar, ef leigutaki skemmir bíla.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.4.2012 kl. 21:46

3 identicon

Eg frétti nýlega af fasteignasölu einmitt í Reykjanesbæ sem býður upp á þá þjónustu að sjá um tryggingar og eins að líta eftir leiguíbúðum fyrir eigendur ef óskað er.

Sólrún (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 21:58

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það er fín þjónusta ef það væru leigufyrirtæki hér á landi. Einstaklingar sem eiga eina íbúð eins og algengt er og sennilegast algengast fyrir utan Félagsíbúðir og sambærilegt, hafa ekki efni á að greiða þjónustugjöld fyrir útleigu. Það þýðir aðeins eitt, enn hærra leiguverð.

Algent er að íbúðir séu leigðar út tímabundið sem redding á eigin fjármálum eða t.d. þegar fólk fer til útlanda í nám.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.4.2012 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband