30.4.2012 | 18:26
Völd okkar
Stöndum sama til tilbreytingar. Mikið er búið að bölva græðginni sem olli hruninu. Sýnum sjálf í verki að við veljum og viljum að samfélagið breytist. Verslum ekki 1.maí og leyfum kaupmönnum að tapa á morgun með fólk á launum. Þeir muna það þá næsta ár að hafa lokað. Bónus er með lokað á morgun. Svo þetta er alveg hægt, sé vilji til þess að leyfa starfsfólki sínu og aukafólki að vera í fríi.
Áður en við vitum af mun fólk ekki komast í jólaboð vegna þess að það þarf að vinna eða versla á Aðfangadag.
Við höfum hellings völd. Notum þau !!
Verslanir verði sniðgengnar 1. maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Styð þetta heilshugar !
Spurning: Af hverju er VR ekki með sömu áskoranir á frídegi verslunarmanna ?
Hugsið það.....
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 19:12
Gylfi Arnbjörnsson er að berjast fyrir SA, svo þeir sleppi við að borga sviknum launþegum í greiðsluvanda hátíðarkaup. Eða hvenær hefur ASÍ-klíkan verið að verja kaupmátt launþega? Það er orðið langt síðan.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2012 kl. 21:41
Alveg rétt Birgir, af hverju ætli VR berjist ekki líka fyrir fríi þann dag ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.4.2012 kl. 22:27
Allir búnir að gleyma því hvenær þeir börðust síðast Anna. Það þarf að skoða gamlar sögubækru til að sjá það. Og eftir hrun hefur þögn þeirra verið afsakaplega hávær.
En ég skil ekki alveg hvað þú meinar með að GA berjist fyrir SA svo ekki þurfi að borga hærra kaup..? ? endilega útskýrðu betur ;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 30.4.2012 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.