Frídagur Verslunarmanna

Verður vonandi næsta baráttumál VR að þrýsta á um að verslanir séu lokaðar þann dag.  (sá þennan vinkil á blogginu og set hann hér fram).

Gott að VR ætli að þrýsta á 1.maí lokanir ! Og séu vel vakandi um leið að Jólin og Páskarnir verði ekki græðginni að bráð sömuleiðis.


mbl.is Eign notuð til að þrýsta á að 1. maí verði frídagur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er nú þannig, því miður, að á frídegi Verslunarmanna eiga allir orðið frí - nema þá helst verslunarmenn!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2012 kl. 09:20

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fólki sem finnst þetta í lagi hugsar málið ekki til enda. Sé gefið þumlung eftir í réttindamálum launþega, sem tók áratugi að berjast fyrir, ganga vinnurekendur á lagið, þeir ganga eins langt og þeim verður hleypt, það er engin hætta á öðru.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.5.2012 kl. 09:25

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hjördís. Það væri rétt að breyta nafninu á verslunarmannahelginni, og borga verkafólki það sem þeim ber, samkvæmt lágmarks-framfærslukoðnaði.

Lífeyrissjóðs-forkólfar reyna að teikna upp glansmynda-gervi-baráttu í fjölmiðlum, sem er hreinlega kjánalegt af þeim, eftir alla rányrkju lífeyrissjóðanna á verkafólki landsins.

Hafa þeir ekki annan og nauðsynlegri málstað að berjast fyrir? Til dæmis að skila aftur ránsfeng þessara ræningjasjóða til eigendanna. ASÍ-Gylfi gengur á undan með gott fordæmi um hvernig níða á niður réttindi verkafólks, sem er þvingað til að borga honum laun fyrir "greiðann".

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.5.2012 kl. 11:02

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Algjörlega sammála Axel, algjörlega. Við erum farin að taka réttindum sem svo sjálfsögðum hlut og það sjá þeir sem vilja nýta sér það að fólk er sofandi og hugsar ekki hvaða þróun er að eiga sér stað og því miður að aukast. Við verðum komin heila öld tilbaka áður en við vitum af og þá þarf fólk að berjast á ný fyrir því sem nú er að glatast. Það þarf að halda vörð um öll réttindi, allan árangur, hvort sem það er með laun eða önnur lífsgæði. 

Við þurfum að nota völd okkar sem eru heilmikil og miklu meiri en fólk oft áttar sig á. Eitt vopn er að hunsa opnar verslanir. Þeir nenna ekki að tapa aftur á 1. maí, tapi þeir núna. Þeir tíma því ekki, væri réttara orð og það er vitað að þegar fólk er í fríi, verlsar að meira og meiri óþarfa um leið.  Þessvegna halda þeir hunanginu að fólkinu og fær það inn til sín. Freisting sem fólk þarf að standast, vilji það virkiega að eitthvað breytist hér með græðgina sem er botnlaus með öllu. Það sannaði hrunið með stæl !!

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.5.2012 kl. 19:04

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Já Anna, það væri margt betra ef foringjarnir væru í sama liði og almenningur. Og það er freistandi sú tilhugsun að vera fluga á vegg þegar þeir funda í einrúmi, vá !!

,,fólk er svo dofið og vant því að tuða bara smá og það gengur yfir eins og hver önnur skítalægð" 

,,svo vön því að á því sé troðið og að barátta er bara orð á blaði, engin samstaða hjá liðinu hvort sem er.." 

,,hvað getum við gert meira fyrir ykkur, kæru bankar og athafnamenn.." ? 

,,væri nú gott að komast í gott frí í sólina...já, ég mun ekki mæla með launahækkun á skrílinn" auðvitað ekki ! Né afnema verðtrygginguna..mig vantar reyndar nýjan bíl og meira en lög leyfa í ferðapening svo maður geti nú haft það gott...." 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.5.2012 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband