1.5.2012 | 19:21
,,Hrein borg
fögur torg"- hvað varð um að slagorð ???
Þverpólitískur sóðaskapur. Sennilegast býr enginn merkilegur þarna, svo þá er þetta ok.
En það gengur auðvitað ekki að rukka fyrir þjónustu sem ekki er innt af hendi. Af hverju má ekki vænta þess að þeir sem eru á launum, sinni störfum sínum?
Eða er sóðaskapurinn sýndarmennska til að reyna að telja fólki trú um að ekki sé bruðlað með opinbert fé ? Hafa sparnað, aðhald og niðurskurð sýnilegan, eins og það að slá ekki gras og minnka unglingavinnuna sem eru alvarleg mistök, sama hver situr við völd á hverjum tíma. Sama tirkkið og RUV notaði með því að byrja á því að reka þulurnar !! PM sagði það sjálfur í viðtali að þetta væru mjög sýnilega aðgerðir sem enginn brást við á þeim tíma svo ég muni. Og svo voru reyndir fréttamenn reknir og sumum hent út eins og rusli, t.d. Elínu Hirst. Og svo aðrir og sennilegast fleiri ráðnir á móti. Hvernig er hægt að spara með því ? Eins og ef heimili er að skera niður, segir upp Nýju lífi og kaupir áskrift af Mannlífi í staðinn...;))
Vígvöllur hraklegustu sóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta rusl þarna á myndinni er inni á einkalóð. Eigandi lóðarinnar á bara að þrífa þetta sjálfur. Það á alls ekki að eyða peningum úr almannasjóðum til að hreinsa burt rusl af einkalóðum. Fólk verður að læra að vera ábyrgt fyrir sjálfum sér. Það á ekkert að þurfa að vera með ruslatunnur út um allt td á útivistarsvæðum sem fýkur upp úr. Fólk þarf bara að læra að vera ábyrgt fyrir sjálfum sér og kasta ekki rusli úti í náttúrunni heldur taka það bara með sér í næstu tunnu. Þetta er bara leti, hugsanaleiti, sóðaskapur og skortur á ábyrgð fyrir umhverfinu.
Anna Margrét Bjarnadóttir, 1.5.2012 kl. 19:34
átti að vera hugsunarleysi :-)
Anna Margrét Bjarnadóttir, 1.5.2012 kl. 19:35
Mig langar að benda á að myndirnar sem fylgja þessari frétt eru teknar af lóðum í einkaeign og sömuleiðis bílastæðum í einkaeign. Kannski þetta sé bílastæðið fyrir fólkið (sem er að kvarta) í fjölbýlishúsinu í Brautarholti? Fólk þarf sjálft að hreinsa til í kringum sig, eins og t.d. bílastæði, lóðir og ruslageymslur svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem búa í leiguhúsnæði þurfa líka að hreinsa til í kringum sig, þeir geta einfaldlega ekki bara hringt í eigandann (jafnvel þó eigandinn sé Rvk.borg) og heimtað að einhver komi og þrífi kringum þá. Það hefði verið meira vit í því ef fólkið sem kvartaði hefði beint sjónum að t.d. eigendum gamla Hampiðjureitsins. Ef bent hefði verið á eigendurna sem sóða þá væri þessi frétt í rétta átt en að kenna Rvk.borg um sóðaskap á einkaeign missir marks.
Ásta (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 19:41
Talandi um einkalóðir.
Af hverju er sóðaskapurinn "eignarréttur" lóðarhafa eða umráðamanns fasteignanna?
Ég stend einmitt alltaf í sama þrasinu út af draslinu hjá nágrönnum mínum sem maður skilur ekki hvernig þau hafa "geð" í sér að koma heim til sín í þetta dómadags drasl sem kemur og fer hjá þeim eins og flóð og fjara. Þarna eru fiskikör - gamlar spýtur og ekki síst 20-30 st. ónýt dekk sem þau skarta þarna í kringum sig með.
Einu skýringarnar eru þær að þetta sé inni á "einkalóð" og eignarrétturinn sé svo sterkur að það sé bara ekkert hægt að gera - hvað sem brunahættu og efnamengun líður ef kviknaði nú í dekkjahrúgunni eða fiskikörunum.
Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 21:42
Sammála Anna, eigendur eiga að taka til hjá sér. En í fréttinni segir einnig að íbúar hafi sent myndir af götunum eftir að hreinsbílar á vegum Borgarinnar voru nýbúnir að sópa en sinntu því ekki vel. Kannski er þetta ekki ein af þeim myndum sem íbúarnir sendu ?
Hitt er annað, að evt þyrfti Borgin að geta hreinsað á einkalóðum og sent eigendum reikninginn þegar ruslið er farið að skerða rétt annarra á hreinu umhverfi ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.5.2012 kl. 22:03
Kannski er þetta ekki rétt mynd með fréttinni Ásta ?
Auðvitað eiga eigendur að halda sínu hreinu en ég er ekki viss um að leigusalar geti skikkað fólk til að þrífa lóðir, það á að vera inní leigu að ég held. Þannig er það amk í útlöndum sem ég þekki til, eigendur sjá um að halda hreinu, slá gras ofl. Að halda hreinu og fínu og heilu, snýst ekki síst um að viðhalda verðmæti eigna, svo þá ætti einmitt eigandinn að sjá um þrifin hefði ég haldið.
En það er svo skrítið hvað fólk gengur oft illa um. Sameignir í fjölbýlishúsum, þar sem allar íbúðir eru í einkaeigu og engar í útleigu, eru ekki alltaf 100% fínar, né garðarnir. Það er eins og um leið og eitthvað heitir sameign, komi fólki það oft ekki við. Því miður.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.5.2012 kl. 22:08
Evt ætti Borgin að vera með leyfi til að hreinsa til og senda eigendum reikninginn Anna Kristín. Ég er alveg sammála, þetta er í raun ekki einkamál sóða hvernig þeir ganga um í þéttbýli amk.
Og svo hætturnar sem þú bendir á. Það skerðir rétt annarra á sínu hreina og örugga lífi, svo því miður þarf að senda út ,,Sóða-sektir", merkt þannig, svei mér þá ... ;)) Og svo er sagt að börn og unglingar gangi ekki nógu vel um, það er bara ekki rétt. Þetta er fullorðið fólk sem er ábyrgt fyrir fasteignum sínum og sjálf hef ég oft orði vitni að því að fullorði fólk hendir rusli á götur og torg, en nánast aldrei börn eða unglinga. Kannski algjör tilviljun en þetta er mín reynsla. Svo man ég eftir vini sem var leiður og þreyttur á umgengni á kaffistofunni þar sem hann vann. Og oft var hann pínu að skammast útí unglinga. Ég spurði hann hversu margir unglingar ynnu með honum...;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.5.2012 kl. 22:14
Einmitt Hjördís!
Það hlýtur að vera hægt að setja einhverstaðar mörkin þannig að ef til dæmis verið er með umverfismengandi starfsemi og drasl við íbúðahverfi, þá verði sveitarfélögum leyfilegt að grípa inn í ferlið ef kvörtunum er ekki sinnt.
Sérstaklega þegar að ástandið er þannig að það er enginn vilji til að laga til í kringum sig.
Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 22:18
En það má þá ekki taka svo langan tíma að heil eilíf nægi ekki Anna.
Svo er annað sem ég var að hugsa. Eignaréttur annarra íbúa. Hann er ekki virtur með því að leyfa sóðaskap annarra að viðgangast. Svo þetta er langan veg frá að vera einkamál fasteignaeigenda sem elska rusl ,drasl og jafnvel lykt sem ergir flesta aðra.
Um leið og nokkrir gang illa um og sóða út, virkar það fráhrindandi á þá sem eru að spá í að kaupa fasteignir í slíkum hverfum. Þannig að það getur hæglega bitnað á þeim sem ganga vel um, að erfitt sé að selja vegna sóðaskapar og eigingirni nágranna sem líta á umgengni sína á eigum sínum sem sitt einkamál. Slík subbuumgengni þarf að stoppa við útihurðina ( og vera þá innandyra).
Kannski að það þyrfti að opna heimasíðu með subbueignum á, það kannski þrýstir á sóðana ! Og velja sóða árssins og að verðlaunin séu tiltekt ... ;))) ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.5.2012 kl. 22:49
Nákvæmlega og eins og þú segir, þá er enginn sem nefnir hvort verið sé að brjóta á rétti þeirra sem ganga vel um, eða reyna að hafa snyrtilegt i kringum sig.
Og þetta með umhverfið og hvaða "fælingarmátt" draslið hefur, þá eru nágrannarnir svo "örugg" með sig að þeim finnst að ég ætti bara að flytja ef ég hef eitthvað við ástandið að athuga ("drulla mér í burtu" kalla þau það).
Kannski er þetta einhver "tækni" til að komast yfir eignir á góðu verði að láta allt drabbast niður í kringum sig..
Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 23:07
Vel til fundið hjá þeim að nota ,,drullu" orð...úff ekki öfunda ég þig Anna.
En ég held því miður að þetta geti alveg veið með ráðum gert, hefur það ekki komið fram hvað varðar niðurnýdd hús sem alla eru að gera brjálaða ? Eða er það misminni hjá mér ?
Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er ekki rosalega margt sem er algjört einkamál okkar. Kannski pínu súrt en held það nú samt. Umgengni utandyra er klárlega ekki einkamál húseiganda. Þannig sé ég það amk.
Eins og ég hef skilið lýðræði og frelsi sem því fylgir, þá eigum við rétt á að lifa lifi okkar eins og við viljum, svo framalega sem það skerðir ekki rétt annarra á því sama.
Rusl og drasl fellur klárlega undir skerðingu á rétti annarra að lifa góðu lífi í friði og að fólk eigi rétt á að viðhalda verðmæti snyrtilegra og vel viðhaldinna eigna sinna. Rétt eins og kyrrð og ró. Um leið og hávaði er, þá er hægt að hringja í lögregluna. En ekki með sóðaskapinn sem þó er sýnilegur og þarf ekki að þrasa um eins og hvort hávaði hafi verið eða ekki. Sóðaskapurinn er sönnun sem situr í súpu eigingjarnra sóða. (í undantekningum er evt heilsuleysi eða fjárhagsvanda um að kenna og því ekki sóðaskapur eða eigingirni).
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 1.5.2012 kl. 23:55
Svo sammála þér Hjördís!
Þetta með niðurníðsluna, þá held ég að það séu einhver lög yfir hvað húseigendum ber að gera og til hvaða úrræði sveitarfélög hafa í þannig stöðu - spurningin er af hverju er þessum ákvæðum ekki beitt.
Ég væri sko alveg til í að starta með einhverjum síðu :D sem fólk sem er í vandræðum með leiðindar nágranna og skussakerfi gæti sett inn sögurnar sínar..
Ég á nóg af efni :D :D :D
Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 00:20
Ég næstum held það líka Anna og ef þetta er rétt hjá þér, þá er auðivitað tilgangslaust að hafa reglur og úrræði sem ekki neitt bíta og aldrei er beitt.
En svona síða, já., það gæti virkað. Hún þyrfti þá að vera jákvæð og hvetjandi, en þó ekki rosa spennandi að lenda á henni.
Og á henni mætti líka hafa þá sem standa sig vel, svona til samanburðar. Hetjur mánaðarins, sem tækju sig á og snyrtu til og fleira krúttað. Svona fyrir og eftir myndir eins og oft eru teknar innandyra en þyrfti að vera utandyra. Svona síða gæti jafnvel ýtt við Borginni og einnig öðrum bæjum á landinu. mætti fá tiltektarstyrki og verðalun hjá Bauhaus, sem væri auglýsing fyrir þá og fleira samstarf við þá og BYKO. Gróðra-og garðafyrirtæki..já, það vantar eitthvað sniðugt og jákvætt til að opna augu fólks fyrir mikilvægi þess að við eigum öll rétt á hreinu og fallegu umvheri í fallega landinu okkar og það er kurteisi að taka til áður en gestir koma í Borgina okkar og fleiri bæji. Ruslið má svo fólk loka inni á heimilum sínum, það böggar engan þar.
Markmiðið með slíkri síðu þyrfti , að mínu mati, að vera hvatning til að gera betur, laga hlutina, en ekki að vera of grimmur þó einn og einn skussi þurfi kannski smá skell á bossann, svona til að koma honum af stað og í skilning um hvað umgengi hans gerir aðra leiða..?
Humm...gæti verið sniðugt, eða hvað kemur uppi huga þinn Anna Kristín ?
Ertu búin að taka fullt af myndum ? ;D Mátt skrifa það hér eða maila mér.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 2.5.2012 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.