75% skatt á auðmenn

Er meðal þess sem Hollande vill.  Er hann enn einn dulbúni Kapitalistinn inní skápnum  sem kemst áfram á því sem hann telur að fólk vilji heyra ? Það hljómar augljóslega vel í eyrum margra, sér í lagi á krepputímum. Allavega miðað við fréttina, annars væri hann ekki efstur í augnablikinu. Eða mun hann virkilega koma á svo háum skatt ? Mun hann berjast fyrir því af fullum krafti og ekki gefa sig fyrr en það tekst ? Eða mun hann segja að hann hafi þurft að ná málamiðlun, að betur athuguðu máli.... ?? Og hvar mun hann setja mörkin á þá sem kallast auðmenn ? Samsvarandi 500 þúsund íslenskar eða er hann að tala um alvöru auðmenn ? Og ætli hann trúi þvi sjálfur að einhver samþykki svo háa skatta og veit hann ekki um Tortula og fleiri skjól ???

Hver ætli laun hans sjálfs og eigur séu ??? Mun hann sjálfur greiða 75% skatt ? Eða er hann með góða endurskoðendur flinka og liðuga  í excel ? Ójöfnuður í heiminum er alltof mikill, en ég tel þetta þó vera bull að setja svo háan skatt á nokkurn mann og hann veit það án efa sjálfur að það er óraunhæft að ætla fólki að greiða 750 þúsund í skatt af hverri milljón, þó margar séu eða teljist í milljörðum. 750 milljónir af hverjum milljarð og koll af kolli.  Nái hann kjöri, verður fróðlegt að sjá hver staða auðmanna Frakklands verður í lok kjörtímabils. Yrði ekki hissa þó þeir verði orðnir enn ríkari, annað hvort vegna þess að hann mun lækka skatta á þennan hóp, eða þá að þeir finna þá fleiri leiðir til að sleppa. Ég hef enga trú á að auðmenn, frekar en aðrir, muni borga svo háa skatta þegjandi og hljóðalaust. 

Við þurfum að lúta ýmsu regluverki frá ESB, vegna EES. Það skiptir því meira og meira máli hver verður Forseti í valdamestu löndunum. Með réttu eða röngu, þannig er það. 


mbl.is Hollande sigraði Sarkozy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Le petit nicolas” er arrogant, því óvinsæll (unpopular). Honum tóks ekki að ná til kjósenda Le Pen.

Hollande var með einfaldari lausnir, náði til fjöldans. Vandamál Frakka eru mörg og stór.

 

 

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 19:40

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Jú það er víst að margir glíma við afleiðingar græðginnar Haukur.

Vonum að Hollande reynist vel, því það snertir okkur meir og meir hver situr á valdastólum í ESB, hvort sem okkur líkar betur eða verr. 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 6.5.2012 kl. 22:40

3 identicon

.....það snertir okkur meir og meir hver situr á valdastólum í ESB.......

Nákvæmlega! 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 22:49

4 identicon

Hann mun ekki hafa svo háa skatta en á árunum 1940-1969, voru þeir ríkustu að borga 78%-90% skatt á launin sín í Bandaríkjunum en það voru kannski allt aðrir tímar. Ég er glaður að Hollander vann og vona að hann geri eitthvað af því sem hann lofaði. Mín uppáhalds eru...

Hækkun bæði skatta og ríkisútgjalda, áhersla á betri fjármögnun menntunar með 60.000 nýjum kennurum, fleiri reglugerðir á bankastarfsemina, hjónaband og ættleiðing fyrir samkynhneigða og afturköllun frá Afganistan í lok þessa árs.

Kristófer Ragnar (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 23:57

5 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Það verður að huga að þeim möguleika að allt EES / ESB svæðið hafi kosningarétt á öllu svæðinu held ég Haukur. Án gríns því miður.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.5.2012 kl. 00:15

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hann hefur boðað 75% skatt á auðmenn Kristófer.

Og Evran er að falla eitthvað vegna kosningana m.a. Ekki góð byrjun en vonum það besta. Það skiptir öllu máli um lífsgæði fólks um heim allan, hvernig stjórnmál eru. Góðir stjórnunarhættir skapa gott líf fyrir alla, á meðan vond stjórnmál skapa helvíti á jörðu fyrir íbúana, eins og t.d. N-kóreu.

Skrítið að bann ríki við hjónaböndum og ættleiðingum samkynhneigðra í Frakklandi, eins liberal í ástarmálum og þeir virðast vera. Kannski er það bara mýta ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.5.2012 kl. 00:19

7 identicon

Sæl.

Frakkar undirrituðu eigin dauðadóm með því að kjósa sósíalista sem forseta. Sarkozy er auðvitað lélegur forseti en ekki tekur betra við. Franskur sósíalismi er jafn ömurlegur og íslenskur og við finnum nú á eigin skinni hve slæmur sósíalismi er.

Frakkar skulda talsvert og þær skuldir munu ekki lækka á vakt sósíalista. Viðskiptahalli Frakka síðasta ár hefur aldrei verið hærri. Skattar verða án efa hækkaðir sem mun þýða lægri skatttekjur fyrir franska ríkið og aukið atvinnuleysi með tilheyrandi kostnaði. Staðan er ekki björt fyrir Frakka :-(

@4: Menn hafa í gegnum tíðina reynt ofurskatta á þá sem eiga peninga og útkoman er alltaf slæm. Þeir sem eiga peninga geta frekar flúið með sína peninga annað. Það þýðir ládeyða í fjárfestingum sem aftur þýðir aukið atvinnuleysi og minnkandi skatttekjur. Skattar hafa mjög hamlandi áhrif á atvinnusköpun. Hækkun ríkisútgjalda er ómöguleg, það kemur að skuldadögum eins og margar þjóðir eru að sannreyna núna. Fleiri reglugerðir á bankastarfsemina mun þýða fækkun bankastarfsmanna sem þýðir aukið atvinnuleysi. ESB er búið að boða sérstakan skatt á fjármagnsflutninga og mun sá skattur fækka bankastarfsmönnum um tugi þúsunda á ESB svæðinu. ESB leiðtogum er kannski sama um atvinnuleysingja en þeir kosta peninga. Kynntu þér hvers konar búi núverandi ríkisstjóri Puerto Rico tók við og hvað hann er að gera. Það sem hann er að gera virkar, það sýnir sagan í það minnsta greinilega.

Vandi Vesturlanda er of stór opinber geiri sem liggur eins og myllusteinn um háls hins almenna vinnumarkaðar. Velferðarkerfin eru ósjálfbær. Lífeyrir opinberra starfsmanna hér er tifandi tímasprengja. Stór opinber geiri þarf mikið fjármagn sem hann sígur frá hinum almenna vinnumarkaði. Þegar fyrirtæki eru ofurskattlögð er erfiðara fyrir þau að bæta við sig fólki, færa út kvíarnar eða hækka laun þeirra sem fyrir eru. Háir skattar á launamenn valda því auðvitað að þeir eyða peningum sínum ekki í að kaupa vörur og þjónustu af fyrirtækjum sem þá gætu fjölgað starfsmönnum eða hækkað laun.

Frakkar, og margar aðrar þjóðir á Vesturlöndum, hafa fylgt slæmri hugmyndafræði í langan tíma og nú eru þessar þjóðir komnar í öngstræti. Innan ekki svo margra ára munum við fara að heyra um að borgir, bæir og héröð fari á hausinn og geti t.d. ekki greitt lífeyri. Þetta er þegar farið að gerast þó margir átti sig ekki á því. Ef ég væri farinn að nálgast eftirlaunaaldur hefði ég í það minnsta miklar áhyggjur.

Helgi (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 07:38

8 identicon

Oft er fullyrt að háir skattar verði til þess að menn steli undan skatti. En lög og reglur eiga að koma í veg fyrir slíkt og það ætti að vera vandalaust, ef menn vilja. Fiskusinn getur aldrei orðið pottþéttur, en smá göt ættu ekki að skipta máli. Þá eiga ekki að vera til lög og reglur sem vinna gegn skattalögum, en það gerist oft. Dæmi um slíkt hafur verið til umfjöllunar nýlega hér á skerinu. Lýtalæknir var að troða iðnaðar-silikóni í líkama kvenna, svart. Skattayfirvöld vilja  upplýsingar um málið, en persónvernd og skyldur lögmanna við kúnna sína hindra slíkt. Skrípaleikur!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 10:00

9 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Rétt Helgi, vandi margar ríkja er gígantískur og eflaust allur af sama meiði sprottin, vond peningastjórn og eyðsla umfram getu og innistæður.

Það fer nú ekki vel af stað áhrifin af Forsetaskiptunum í Frakklandi og svo það að 20 Nýnasistar komust á þing. En ég vona að þeir nái að spila vel úr þessu, það bara verður að gerast. Ekki má ógna heimsfrðinum í okkar álfu, en oft þykir mér það nokkuð tæpt að allt springi íloft upp, fólk er komið með nóg af misskiptingu og spillingu um heim allan. Allt mannanna verk og þetta þarf ekki að vera svona.

Hver myndi t.d. sætta sig við að vera staddur á veitingahúsi, fá enga þjónustu og rétt ná sér í smá brauðmola af hlaðborðinu, eftir að hafa greitt það sama og þeir sem öllu ráða og allt eiga, því þeir örfáu hafi mætt með svarta stóra ruslapoka og sópað öllu ofna í þá !! 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.5.2012 kl. 12:39

10 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Já Haukur, þetta er bull með að ekki megi rannsaka meint undanskot fólks, þó það sé með læknismenntun.

En auðvitað ætti skatturinn að geta beðið þá sem svart greiddu um að hafa samband við sig, það er varla hægt að banna skattinum það. Held að þær lendi hvort sem er ekki í vandræðum. En ef það væri, þá skil ég vel að þær stígi ekki fram.

Það er svo meira en nóg pláss fyrir okkur öll á jörðinni og enginn ætti að þurfa að svelta. Vandinn er ávallt sá sami, misskipting og spilling sem gerir líf fólks oft að hreinu víti. En það gengur ekki heldur að menn greiði svo haá skatta að þeim fallist hendur, það þjónar engum. Þessi erfiði en mikilvægi vegur sem okkur er kennt í æsku að þurfa að rata, ekki of mikið og ekki of lítið er gríðarlega erfiður en nauðsynlegur. 

Stjórnamálamenn heimsins eiga erfitt hlutverk fyrir höndum og störf þeirra eru alls ekki öfundsverð. En ég vona að ríki heims komi sér saman um að skattaskjólin líði undir lok, sem er að mínu mati risastór ástæða svo margst. Að vísu grófu menn gull og silfur í jörðu áður, svo skjólin hafa svosem ávallt verið til en það ætti að vera auðveldara að koma í veg fyrir þau í dag, enda erfitt með Google Earth yfir sér að standa í því að grafa holur um allar trissur eins og gert hefur veið í aldananna rás.. ;))

Og svo ofurbónusar, það þarf einnig að stöðva þá. Með þessu tvennu ef það tækist, yðir án efa mikill og mikilvægur sigur unnin, öllum til góðs. Það sem mér þykir þó erfiðast að skilja er grimmdin og vanvirðingin fyrir svo mörgum að skilja ekki að fólk þarf mat og húsnæði og hafa peninga til að lifa. Því græðgin ætti að einmitt að ýta við mönnum, að þeir græða ekki á fólki með tóma vasa til lengdar, það fólk verslar ekki mikið af þeim. Þeir ættu að fatta að það er betra að það fólk hafi peninga til að taka þátt í hringekju heimshagkerfisins. Það eru ekki nema örfáir sem betur fer , sem  telja sig þurfa snekkjur og þyrlur og hallir og þjóna til að öðlast hamingju og virðingu. Flest fólk vill bara líða vel, eiga maka og börn og hafa nægan mat og húsnæði og smotterí meira til að lifa venjulega lífi. 

Allt venjulegt fólk getur lyft grettistaki í þessu líka, með því að hætta að bugta sig og beygja og dást að þeim sem hafa náð sér í meira en þeir þurfa og jafnvel með óheiðarlegum og ólöglegum hætti. Þá hættir það að vera eftirsóknarvert að lifa slíku rugllúxus lífi. Fjölmiðlar hafa þar mjög stóru hlutverki að gegna. T.d. bara með því að hætta að dásama þá og birta myndir á forsíðum, eða með því að hætta að kalla eitulyfjaframleiðendur fyrir Kónga og Baróna !! Það má láta sér dreyma um betri heim og vona ávallt það besta..;))

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 7.5.2012 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband