Viðurlög

Skortir klárlega. Tafir valdi minnkun á fjárframlögum, t.d. sama upphæð sem drægist frá og ef um dráttarvexti væri að ræða plús álag. Strax frá fyrsta degi; ,,eindaga" og ,,áminningar og innheimtukostnaður" settur á að auki. Sú upphæð drægist þá líka frá. Svo þá væri fínt að þeir trössuðu þetta enn lengur, það sparar almannafé. 

Fátt bjánalegra en að predika úr ræðustól með endalausar lagabreytingaromsur og fara svo ekki sjálfir að lögum. Af hverju ættu þá aðrir að gera það ? Og til hvers voru sett þessi lög ? Uppá punt eins og með lög um ráðherraábyrgð, eða til að friðþægja og blekkja almenning ?

Hvenig ætlar Alþingi að ná að öðlast traust og virðingu sem er algjör nauðsyn að sé til staðar ???

Kæru Alþingismenn : Farið að lögum, verið kurteis hvert við annað og vinnið verk ykkar í þágu þjóðarinnar og sjáið til þess að virðing og traust aukist á vinnustað ykkar. Takk ;))

 


mbl.is Ámælisvert að flokkar fylgi ekki lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viðurlög skortir alls ekki. Samkvæmt þessum sömu lögum ætti einmitt að svipta þá ríkisstyrknum, og jafnvel er þar sektarheimild vegna alvarlegra vanskila.

Vandamálið er bara að eftir þessum lögum er ekki farið. Fjármálaráðuneytið greiddi fjárveitingar þessa árs til stjórnmálasamtaka að fullu í ársbyrjun eins og ekkert væri misjafnt, og hafði með því lög um fjármál stjórnmálasamtaka sem og afstöðu Ríkisendurskoðunar til málsins að engu! Jafnframt hefur sektarheimildinni aldrei verið beitt og það þrátt fyrir að t.d. Sjálfstæðisflokkur hafi ekki skilað fyrr en í Desember og Framsóknarflokkurinn ekki fyrr en eftir áramót.

Ef það hefur einhverntíma verið tilefni til að rifja upp hugtakið sjálftaka, þá er það einmitt núna.

P.S. Vegna tengsla minna við Samtök Fullveldissinna vil ég láta þess getið að í fréttinni er ranghermt að samtökin hafi ekki skilað ársreikningi tímanlega. Hið rétta er að óendurskoðuðum ársreikningi var skilað tímanlega en það er ennþá beðið ákvörðunar Ríkisendurskoðunar um hvort gera skuli kröfu um lögformlega endurskoðun ársreiknings upp á tæpar tíu þúsund krónur hjá samtökum sem eiga hvort eð er ekki tilkall til ríkisframlags að svo stöddu. Við hefðum svosem líka getað vikist undan lögum um stjórnmálasamtök með því að fylla út eyðublað og breyta félaginu í eitthvað annað tímabundið, t.d. fluguhnýtingaklúbb. En þó að það hefði strangt til tekið verið fullkomlega löglegt þá væri það líka um leið algjört svindl og við gerum ekki svoleiðis.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2012 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband