En bankarnir ?

Hverju hafa þeir fórnað til að leiðrétta vanda heimilanna ? Sem þeir orsökuðu !!!  Af hverju á ríkið / við að borga þetta allt saman ??? Eru okkar krónur betri og sterkari en sömu krónur bankanna ?

 


mbl.is Segir skuldaúrræðin hafa kostað 260 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bankarnir hafa afskrifða helling t.d með gengistryggðu lánin. Svo hafa þeir boðið uppá 25% leið fyrir fyrirtæki. Semsagt afskrifað einn fjórða af því sem þú borgaðir

Svo t.d í Landsbanknaum fengur þeir sem voru skilvisir endurgreiddan hluta vaxtakonstaði... það hlaup á milljörðum.

Svo er verið að endurreikna lánin uppá nýtt skv erlendum vöxtum..... það eru tugi milljarðar í viðbót.

Bankarnir hafa gert mest. Það er frekar Íbúarlánsjóður sem hefur ekki gert neitt og gefur ekkert eftir í sínum verðtryggðu lánum.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.5.2012 kl. 16:24

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Haha... að skila ránsfeng = afskrift ??? niðurfelling ???

Hahaha... þú ert nú alltaf sami brandarakallinn hvellsprengjan þín! ;)

Sannleikurinn er sá að raunverulegar niðurfellingar á skuldum heimila eru innan við 40 milljarðar, sem er helmingi minna en skásta niðurstaða Icesave samninganna sem 40% þjóðarinnar vildi ólmur taka að sér að borga vexti af án þess að bera til þess nokkra skyldu.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2012 kl. 16:36

3 Smámynd: Hörður Einarsson

Sleggja og Hvellur.

Mundu að það eru fleiri bankar en Landsbankinn. til dæmis Íslandsbanki og hann hefur ekki gert neitt, Arion banki og hann hefur ekki gert neitt, Byr (sálugi) og hann hefur ekki gert neitt SPRON (sálugi) eða er það ekki "Drómi" og hann efur ekki gert neitt.

Hörður Einarsson, 8.5.2012 kl. 16:50

4 identicon

Heil og sæl Hjördís; sem og aðrir gestir, þínir !

Um leið; og ég vil þakka þér fyrir, Hjördís síðuhafi, að brydda upp á þessarri þörfu umræðu - sem mætti raunar daglega vera, í öllum fjölmiðlum, sem og þakka mínum fornvini; Guðmundi Ásgeirssyni, fyrir skelegg svörin, til handa Sleggju/ Hvellum - er rétt að benda þeim (S&H) á, að Banka Mafían íslenzka, er jafnsek Íbúðalána sjóði, í öllu Andskotans svindlinu, gagnvart landsmönnum - ár; og síð.

Það er því miður; óprenthæft með öllu, það; sem ég vildi frekar sagt hafa - um Bankana og Íbúðalánasjóð, gott fólk.

Með; Byltingarkveðjum, úr Árnesþingi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 16:56

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Guðmundur 

Hvaða ránsfeng ert þú að tala um?

Þú færð 20mkr lán og þú þarft að borga það til baka.... er þá verið að ræna þig?

Ef þú skrifaðir undir verðtrggt lán þá fylgir höfuðstóllinn neysluvísitölunni. Er það ránið sem þú ert að tala um?

Þú vilt semsagt að bankinn farið að gefa peninga.....   kannski panta þyrlul og sturta fimmþúsund köllum yfir Austurvelli.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.5.2012 kl. 21:45

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er að tala um gengistryggðu lánin sem búið er að dæma ólögleg og ránsfengurinn er því að sjálfsögðu það sem var innheimt af þeim umfram lagaheimildir.

Ef það er tekið frá þá standa eftir niðurfærslur upp á innan við 40 milljarðar vegna úrræða á borð við 110% leiðina og sértæka skuldaaðlögun (sem er lítið meira en þrotaúrræði).

Og svo leyfa sumir´sér að halda fram þeirri staðleysu að hér hafi mikið verið afskrifað fyrir heimilin, jafnvel meira en annarsstaðar. En eina leiðin til að fá slíka niðurstöðu er að telja skil á umræddum ránsfeng með sem niðurfærslu, sem er hreinræktuð lygi.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2012 kl. 22:01

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er ekki búinn að dæma gengistryggðu lánin ólögleg? Jú

Hafa bankarnir ekki rendurreiknað þau miðað við lægst vexti Seðlabanka Íslands ásamt að breyta lánunum í Íslenskar krónur? Jú (einsog hæstiréttur mældi með)

Var þessi aðferð ekki dæmd ólögleg og nú eru bankarnir á fullu að undirbúa það að endurreikna öll lánin uppá nýtt og eru einflaldlega að bíða eftir dómsmálum til þess að vita hvernig á að gera þetta til þess að fara eftir lögum og reglum?  Jú.

 Það fóru svo hunduðir milljónir jafnvel milljarðar frá Landsbankanum vegna endurgreiðslu vaxta hjá skilvísi fólki. Það eru peningar sem Landbankinn gaf frá sér... þú gleymdir að nefna það.

Guðmundur.... hvað heldur þú að banki sé? Á banki að afskrifa innheimtanlegar skuldir... bara vegna þess að kappi einsog þú fínnst það svo cool?              Hafa bankar einhvertímann gert það hér á Íslandi eða útí heim??  Tekið upp á því að afskrifa hjá fólki hér og þar bara uppá funnið??

Sleggjan og Hvellurinn, 9.5.2012 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband