Hlutverk Sérstaks Saksóknara

Embættið var sett á laggirnar til að vinna úr afleiðingum hrunsins, muni ég það rétt.

Af hverju er hann þá að vasast í smámálum í samanburði við tugþúsund milljarða fjárhagstjón sem örfáir ollu þjóðinni ?? Ég er ekki sátt við að kraftar hans fari í mál sem þetta.

Ætli þetta samræmist lögum sem ég reikna með að hafi verið sett um embættið við stofnun þess ? 

En sennilegast eru þeir stóru og sleipu fegnir að athygli embættisins fari frá þeim og á þá smáu sem ekki eru valdir að hruninu sem hér varð. 


mbl.is Sviku út tugi milljóna króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skv. lögum hefur efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra verið sameinuð embætti sérstaks saksóknara. Efnahagsbrotadeildin byrjaði rannsókn á málinu og með sameiningu embættanna færðist þetta mál yfir til sérstaks.

Svo já þetta ætti að samræmast lögunum í einu og öllu. Það er líka spurning hvort sérstakur eigi BARA að vasast í hrunmálum og gefa þar með opið leyfi til að svíkja út peninga hjá Íbúðalánasjóði og fleirum vitandi að ekkert verður gert við því fyrir en þá í fyrsta lagi eftir að stóru málunum er lokið? Nei það held ég sé ekki rétta sjónarmiðið.

Sigurður H. Alfhildarson (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 20:19

2 identicon

Með þessu fyrirkomulagi hjá sérstökum aukast líkur á að hann fái einhvern dæmdan

sæmundur (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 20:50

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir að útskýra þetta fyrir mér Sigurður, þessi sameining hefur farið fram hjá mér.

Ég hefði samt kosið að Sérstakur Saksóknari einbeitti sér einungis að málum vegna hrunsins, eins og lagt var upp með í byrjun og önnur smærri mál væru þar sem þau voru fyrir stofnun SS. 

Tel samt að púðrið eigi að fara í stóru málin sem hvíla eins og mara á þjóðinni og halda henni í reiði og "on hold" ástandi og hefur gert í bráðum 4 ár. Það þarf að gera málin upp og sækja menn til saka sem hafa valdið svo gríðarelgu miklu tjóni, rétt eins og menn eru sóttir til saka fyrir brot sem bitna á örfáum og stundum eru tryggð að auki. 

Mál sem snerta ALLA þjóðina, bæði beint og óbeint, eru klárlega forgangsmál sem þarf að einblína að með öllum kröftum sem mögulegir eru. Og á sem mestum hraða. Embættið þarf að forgansraða, víst fleiri verkefnum var á það hlaðið. Velti fyrir mér til hvers það var gert ? Til að drekkja starfsmönnum SS visvítandi í smáu málunum ( þó stór séu, en smá í samanburði við hrunið). 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.5.2012 kl. 20:57

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ertu að meina Sæmundur að með þessu aukist líkur á að meintir hrunverjar verði dæmdir ??

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 8.5.2012 kl. 21:09

5 identicon

Ég hélt satt að segja þegar ég sá fyrirsögnina að verið væri að segja frá Þorgerði Katrínu og Kristjáni en fattaði svo þegar ég opnaði fréttina að það gat ekki verið....þá hefði staðið í fyrirsögninni tugi milljarða en ekki milljóna.

assa (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 21:33

6 identicon

Vá assa....

lágt skotið...

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 07:05

7 identicon

Þetta er  einfalt. Það verður enginn af hrunverjunum sakfelldur, og hefur aldrei staðið til. Gunnar Andersen var rekinn sem forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, vegna þess að hann var alltof duglegur og sendi ákærur til sérstaks saksóknara. Þær ákærur verða allar dregnar til baka.

óli (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband