13.5.2012 | 21:32
Misheppnað trikk
Hjá ÓRG og sem betur fer. Rétt hjá Svavari að hunsa þessa tilraun til rifrildis sem nóg er af í samféalginu, og ekki síst á Alþingi. Það þarf ekki meira af slíku, embætti Forseta á að sameina þjóðina en ekki að reyna að sundra hana skipti eftir skipti. Og tímasetning ÓRG að varpa þessari misheppnuðu sprengju...lúaleg þegar þjóðin öll veit að Svavar og sambýliskona hans bíða eftir að barn þeirra fæðist og hún er þegar komin fram yfir tímann.
Tjáir sig ekki um ásakanir forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
tengillin á fréttina umræddu.
http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/20032012/forsetakosningar-kjordagur-stadfestur
Hörður Halldórsson, 13.5.2012 kl. 21:57
Takk fyrir linkinn Hörður. Ekki sé ég neitt í fréttinni sem tók ÓRG á taugum með meint plott eða samsæri eða God knows what gegn sér ?
Sérð þú tilefni ÓRG í fréttinni Hörður ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 13.5.2012 kl. 22:11
í raunini var þetta ekkert merkilegt til að gera veður út af.
Hörður Halldórsson, 13.5.2012 kl. 22:28
Það sem verið er að gagnrýna er að á sama tíma og verið er að gera skoðanakonnun um fylgi Þóru og annara hugsanlegra frambjóðanda er maðurinn hennar að gera frétt um að sá sem mestan stuðning hafi sé bara að bjóða sig fram í takmarkaðan tíma. Það er útaf fyrir sig ekki rétt þó hann hafi opnað þann möguleika að hætta fyrr ef aðstæður byðu uppá það. Þetta er hinsvegar algert aukaatriði í málinu. Það sem er aðfinnsluvert er að eiginmaður Þóru sé að vinna fréttir um forsetaframboð í Ríkissjónvarpinu þegar konan hans er er að gera könnun á sínu fylgi.
Það er það sem er ófagmannlegt hjá fréttastofu RÚV og óafsakanlegt. Hinsvegar er maður orðinn svo vanur því að fréttastofan sé óhlutlæg í sínum fréttum að ég get vel skilið að fólki finnist þetta ekki merkilegur atburður.
Landfari, 13.5.2012 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.