Pissfullir

Báðir tveir og þá er ok að hafa opið fyrir komment á mbl.is ? Og kannski líka víst þetta gerðist úti á Grandagarði ?  Á þá að giska á að þeir séu útigangsmenn og þá er ok að taka sénsinn á því að einvherjum detti í hug að blogga á ónærgætinn hátt ? Nú er vitað enn betur hvað maðurinn er þungt haldinn : http://mbl.is/frettir/innlent/2012/05/20/med_alvarlega_averka_eftir_likamsaras/ og samt er opið við báðar fréttir.  Hversvegna ???

Ég harma allt ofbeldi og það væri óskandi að það fyrirfyrndist ekki. En ég harma einnig þann mun sem mér þykir vera í fjölmiðlum á því hvernig fréttaflutningur er af slíkum málum, og þá ekki síst það hvort opið sé eða lokað fyrir möguleika á kommentum.

Fyrir ekki svo löngu síðan að þá var hörmuleg hnífstungurárás og sá maður illa slasaður en er sem betur fer á batavegi. Fyrsta fréttin af því máli á mbl.is var með lokað fyrir komment. Hversvegna ???http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/05/alvarlega_slasadur_eftir_aras/

Ég óska báðum mönnum sem á var ráðist, skjóts og góðs bata. Og ég óska þess að mbl.is hafi sömu vinnureglu í öllum svona slysa-og árásarmálum, sem og andlátsfréttum. Það er stundum opið og stundum lokað og mér hefur þótt það virka eins og það sé meira farið eftir því hver á í hlut en hvað gerðist. Og það svíður mér undan. ;( ...arg !


mbl.is Á gjörgæslu eftir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband