Styttri opnunartíma og wc

Ég er sannfærð um að ástandið í miðborginni myndi batna til muna ef börum yrði lokað mun fyrr en nú er, þessvegna kl. 01, og 03 í síðasta lagi. Og ef splæst yrði í nógu mörg wc svo fólk fái tækifæri til að vera snyrtilegt og kurteist. Það hefur ávallt verið vandamál að komast á wc í borginni og er því áratuga þverpólitíkst vandamál. Í góðærinu sk var ekki þeim heldur ekki komið upp. Svo ekki er fjárskortur gild afsökun að mér sýnist. Merkileg tregða að halda það í áratugi að fólk sem hefur verið að drekka áfengi geti haldið í sér !  Ekki eru húseigendur í miðborginni öfundsverðir sem tilneyddir eru í hlutverki almenningssalerna. Frekar nastý og óspennandi hlutverk, bara vegna þess að Borgin nær því ekki að fólk þarf að PISSA !! Þarf fólk evt að pissa í ,,réttu" garðana til þess að Borgarfulltrúar opni augu sín ? Hafa þau aldrei lent í því sjálf að garðar þeirra eru notaðir til þess að PISSA í ? Er það ástæða tregðunnar í gegnum áratugina ? Vona að til þess þurfi ekki að koma að Pampers komi sjálfsölum í dreifingu með fullorðins bleyjum, bara vegna þess að það vantar wc sem eiga að vera sjálfsagður hlutur. Það mætti t.d. fjármagna þau með hluta af leyfisgjöldum sem barir þurfa að greiða. 

Með styttri opnunartíma færi þá fólk fyrr út á lífið. Það væri þá frekar ráð að hafa næturklúbba í iðnaðarhverfum fyrir þá sem vilja halda áfram alla nóttina. Sem myndu þá opna eftir miðnætti, þegar börum miðbæjarins væir lokað. Ég held að það yrði ekki neitt tap fyrir barina né leigubílsjóra þó svo innkoman kæmi á öðrum tíma. Að auki held ég að fólk eftir fertugt, færi meira út, ef barir væru fullir af fólki snemma að kvöldi. Það fólk á oft meiri peninga til að eyða á börunum. Yrði ekki hissa þó þetta kæmi betur út tekjulega séð fyrir hagsmunaaðila. Og svona er þetta t.d. í USA, fólk byrjar snemma og hættir snemma. Þvílíkur munur í alla staði ;)) 

 


mbl.is Fíkniefni, hávaði og þvaglát í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Íslendingar vilja djamma á nóttunni. Ef allt lokar snemma þá verður bærinn fullur af fólki á götum úti og ofbeldistíðnin myndi rjúka upp.

Hallgeir Ellýjarson, 19.5.2012 kl. 14:05

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Vel þess virði að prófa Hallgeir að breyta jamm-menningu okkar. Óbreytt ástand er ekki alveg að virka nógu vel og þessvegna ætti að breyta opnunartíma og gefa því raunhæft tækifæri í nokkur ár að þróast. Það er hægt ef vilji væri til þess.

Ef t.d. barir væru með opið til kl. 01 og með happy hour frá kl. 20 til 21, gæti meira en verið að það gengi að fá fólk fyrr út á lífið. Held að ástæða þess hversu fáir eldri en fertugt eru á börum, sé m.a. sú að fólk hefur hreinlega ekki orku í næturdjamm og langar ekki að sitja á tómum börum á betri tímum.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 19.5.2012 kl. 14:27

3 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Vandamálið er áfengisverðið á Íslandi. Fólk vill ekki fara í bæinn fyrr en það er búið að drekka slatta. Spurning um að byrja á að lækka áfengisverðið svo fólk geti hugsað sér að hefja drykkjuna í bænum en ekki alltaf heimahúsum. Það yrði líka gott fyrir rektur skemmtistaða sem er oft erfiður.

Hallgeir Ellýjarson, 19.5.2012 kl. 16:40

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Sammála Hallgeir, þetta er vissulega hluti vandans. En mest held ég að þetta sé ósiður sem vel er hægt að breyta ef vilji er til þess. Byrja fyrr,hætta fyrr, drekka aðeins minna. Voila, allir happy ;)) Jákvæðara og minni læti, meira að gera á börum á betri og kristilegri tíma.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 22.5.2012 kl. 22:38

5 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Mín hugmynd er raunhæfari en jú jú auðvitað væri það frábært.

Hallgeir Ellýjarson, 23.5.2012 kl. 19:02

6 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Einn stór á B5 Bankastræti kostar 500 alla daga til 22 á kvöldin ;) Nokkuð gott, en samt ekki margir sem nýta það held ég. Hef farið þar eitt skipti og fékk mér að borða og þar var nánast tómt.

Vissulega er það rétt að áfengi er of dýrt Hallgeir, en ég held þó að það þurfi átak í að breyta skemmtanamenningu okkar fremur en annað. Held það takist eins og það tókst mjög vel að fá okkur til að skipta Vodka út fyrir bjór. Standi vilji yfirvalda til þess.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 24.5.2012 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband