Þetta er ekki í lagi

Þvílíkur fantaskapur og ógeð er hvernig fólk fær að komast upp með að koma fram við fólk. Ég hvet alla til að lesa greinina í prentuðu útgáfu Moggans og þykir leitt að þeir setji ekki alla frásögnina hér á mbl.is.

Ég græt í hjarta mínu yfir svona mannvonsku ;( 

Ég veit ekki fyrir hvað maðurinn sat inni. En það skiptir mig engu máli. Ekki neitt réttlætir slíka framkomu nokkurra yfirvalda, sem evt á löglegan hátt fara illa með fólk. Þegar fólk utan fangelsa kemur þannig fram við annað fólk, þá er það handtekið og það dæmt. Af hverju eiga fangaverðir að fá að beita fantaskap sínum og skapi að föngum ? Það er aldrei í lagi að meiða annað fólk, og alls ekki í lagi að finnast í lagi að illa sé komið fram við fanga. Ef fólki þykir það í lagi, þá er það fólk ekki neitt betra en þeir sem fremja hina ýmsu glæpi með því að pynta og meiða, sem þeir svo eru settir í fangelsi fyrir. 

Það er mjög mikilvægt að fólk hugsi um það hvernig komið er fram við þá sem eru handteknir og svo vistaðir í fangelsum. Vegna þess að ef fólk lætur ekki í sér heyra, þá heldur fantaskapurinn áfram í trausti þess að öllum sé sama. Það er gott að hugsa: ,, ef ég yrði handtekinn, sek eða saklaus, hvernig myndi ég þá vilja að komið yrði fram við mig ?" ,, Hvernig aðbúnað myndi ég þá vilja fá ?" 

Starf Amensty er gott, þarft og þakkarvert. En hvað hefur Amnesty á Íslandi gert fyrir þennan mann ? Nú er herferð í fjölmiðlum um að þrýsta á stjórnvöld Aserbaídjsan að sleppa þar föngum, www.netakall.is. Þar sem Eurovision fer fram í ár. Gott og blessað. En af hverju ekki að láta í sér heyra þegar Íslendingar eru handteknir og fangelsaðir úti í hinum stóra heimi ?

Af hverju er íslenska ríkið ekki löngu búið að græja samninga við öll lönd um skilyrðislaust og tafarlaust framsal hingað heim, þegar menn óska eftir því ? Það var eki hægt með þennan mann vegna skorts á samninngum og / eða vegna þess að fangelsi okkar voru yfirfull. Að auki var þessi maður og er sennilegast, á örorkulífeyri vegna heilsuvanda fyrir handtöku. Þær greiðslur voru stöðvaðar vegna þess að reglur segja að þær séu ekki greiddar til fanga. Hann þurfti sjálfur að borga mat og fleira í fangelsinu. 

Ég man hvað margir urðu fúlir þegar Árni Johnsen sá til þess að fangar fegnju ný rúm. Enn er stundum minnst á þetta þó langt sé um liðið. Að fangar eigi að þakka fyrir það sem þeir hafa og fleira í þeim dúr. Ég hef ávallt verið þakklát Árna fyrir. Mér þykir meira en nóg að fólk sem lendir í fangelsi þurfi að sæta frelsiskerðingu. Ég mun aldrei fallast á að það sé í lagi að aðbúnaður þeira sé slæmur eða meðferð á þeim hrottakspur einn. Aldrei. Að auki má hafa í huga að fullt af fólki situr saklaust inni að auki og margir eru tekir af lífi þar sem sakleysi sannast með DNA eftir aftökur. M.a. í USA.

Íslensk yfirvöld eiga að hjálpa miklu meira en gert er. Það er ekki nóg að mótmæla mannréttindabrotum á hátíðis- og tillidögum en láta hjá líða að huga að því hvernig komið er fram við okkar eigið fólk. Eða koma því á framfæri á fundum að Kínverjar þurfi að taka sig á. Það er fínt að líta fyrst í eigin barm. Utanríkisþjónustu okkar skortir heimildir til að gera meira. Alþingismenn okkar eiga að sjá til þess að veita þeim auknar heimildir og fjármuni. 

Oft er sagt að íslensk fangelsi séu eins og hótel. Það er óskandi að Ísland verði öðrum löndum til fyrirmyndar og fordæmi ávallt opinberlega illa meðferð á föngum og geri meira en allt til þess að tryggja réttindi og öryggi Íslendinga sem lenda í fangelsum úti í hinum stóra heimi. Mér þykir ekki gang upp að allt sé reynt til að losna við að hýsa útlendinga hjá okkur, á sama tíma og ekki er jafn miklu púðri eytt í að fá okkar fólk heim. Og við ættum ALDREI að reyna að senda útlenska fanga í burtu til afplánunar heima hjá sér, nema tryggt sé hvaða aðbúnaður bíður þeirra í heimalöndum sínum. 

Þegar illa er komið fram við fólk, og aðbúnaður svo ógeðslegur að ef þetta væru dýr, þá væru dýraverndunarsamtök búin að láta heyra hátt í sér. Þarf að stofna mannverndarsamstök ? Þarf þess virkilega ? Þegar komið er svo illa fram við fólk og því talið trú um að það eigi ekki neitt gott skilið, fer það að trúa því sjálft. Það er ekki í lagi. Þessvegna þarf aðbúnaður og framkoma að vera góð og mannúðleg í alla staði. Og ég tel það auka líkur á því að þeir sem ljúka afplánun, séu betur tilbúnir að aðlagast samfélaginu á ný og vilja hafa allt gott í lífi sínu. Margir hafa aldrei lært það, sumir hafa fengið ömurlegt uppeldi. Fínt að nýta tímann í fangelsum til að kenna mönnum hvernig rétt er að lifa lífinu og koma fram við náunga sinn. 

Ég græt í hjarta mínu yfir svona mannvonsku ;(

Þrýstum á íslensk yfirvöld að bæta úr þessum málum, sem og á Amnesty að beita sér af fullum þunga þegar Íslendingar dvelja við ógeðslegar aðstæður í útlenskum fangelsum og komast ekki heim til að afplána, þegar þeir óska þess. Sé það svo að Amnesty á Íslandi hafi beitt sér hvað þennan mann varðar, biðst ég afsökunar en um leið væri þá fínt að vita í hverju það fólst og hversvegna ekki tókst að hjálpa manninum, sem er að auki sjúklingur, bæði fyrir handtöku og eftir, vegna þess að hann ber skaða eftir að fangaverðir börðu hann. 

Það er einnig óskandi að það væri reikningsnúmer með sem hægt væri að styrkja þennan mann með. Og einnig að það væru opinberir sjóðir til að leita til. 

,,Það eru ekki illmenni sem eyðileggja heiminn, heldur þeir sem horfa aðgerðarlausir á", Einstein.

Ég græt í hjarta mínu yfir svona mannvonsku.

Sem ég hef aldrei skilið og vil ekki skilja. Það þarf að sýna öllum virðingu og kurteisi og hugsa vel um allt fólk. Eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Við erum kristin þjóð að auki, og við eigum ekki að líta á refsivistir sem hefndir. Við búum ekki í samfélagi þar sem lögmálið ,, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn" gildir. Sem betur fer. 

Ef ég fengi að ráða, þá væru fangelsi eins og lúxushótel. Slík nálgun hefur ekki verið reynd, og vel þess vert að prófa. Ég hef enga trú á því að ógeðsleg fangelsi bæti nokkurn mann. Því miður ræð ég engu um þessi mál en óska þess að svo væri.  Það eina sem ég get gert núna amk er að skrifa þessi orð og ég vona að einhver sem hefur völd til að breyta, lesi þetta og vinni í því að bæta þennan málaflokk , bæði hér heima, og ekki síst þegar Íslendingar búa við slíkar hörmungar í útlöndum. 

Kæru Alþingismenn, þið hafið tækifæri til að breyta. Gerið það. Allt sem þarf er viljinn til þess. Takk.

 


mbl.is Verðirnir létu höggin dynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las annarsstaðar, að það eigi að ákæra handrukkara fyrir ofbeldi.

Vonadi fá þeir þungan dóm og verða lamdir á hverjum degi.

Að sita í fangelsi í S-Ameríku hefur aðdraganda.

Hver er sinnar gæfu smiður.

Þetta með lúxusfangelsin - þau eru í Svíþjóð og fangar þar bæta sig ekkert fyrir það.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 16:26

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ertu að segja það V.Jóhansson að ef þú myndir lenda í fangelsi, jafnvel saklaus, að þá viljir þú fá slíka hrottameðferð í fangelsi, sem er ólögleg fyrir utan rimlana ? Hvernig á slík meðferð að bæta fólk ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 21.5.2012 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband