Laun á meðan ?

Eða þurfa sjómenn og fiskvinnlsufólk að blæða fyrir með launaleysi, fyrir ákvörðun útgerðarinnar ? Mun framkvæmdastjórinn halda fullum launum í þessu vikulanga þvingunarverkfalli ?
mbl.is Skip Síldarvinnslunnar ekki á sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Vikustopp er smámunir miðað við það sem kjör okkar sjómanna Síldarvinnslunar munu skerðast um ef þessi hlandvitlausu frumvörp fara í gegn.

Það er ríkisstjórnin sem hefur tekið okkur sjómenn í gíslingu. Ég er búinn að að vera sjómaður hjá Síldarvinnslunni í tæp 16 ár og ég styð Gunnþór í þessum aðgerðum eins og allir aðrir starfsmenn Síldarvinnslunnar sem ég hef heyrt í eftir að þetta var kunngjört.

Ef þú hefur lesið frumvörpin og fjölmargar umsagnir um þau eins og ég hef gert þá ættir þú að átta þig á því að frumvörpin er glórulaus og munu veikja sjávarútveg og þar með lífskjör í landinu.

Hreinn Sigurðsson, 2.6.2012 kl. 17:34

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ríkisstjórnin er ekki með sjómenn eina í gíslingu, hún er með alla þjóðina.

Sindri Karl Sigurðsson, 2.6.2012 kl. 17:39

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Takk fyrir þetta Hreinn og ég vona auðvitað að ekki komi til kjaraskerðingar.

Skil ekki alveg af hverju það ætti að gerast, þar sem talað hefur verið um að veiðigjaldið verði viss prósenta af hagnaði. Þannig að útgerðinni er þá þessvegna í lófa lagið að hækka laun sjómanna og fiskvisslufólks, svo minna verði eftir til að taka prósentur af, eða hvað ?

En veistu hvort Gunnþór verði launalaus líka, til að sýna samstöðu og gæta jafnræðis ?

Svo er spurning um að líta á veiðigjaldið eins og hvern annan hráefniskostnað sem flest fyrirtæki þurfa að greiða sem eru í framleiðlsu af einhverju tagi ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 2.6.2012 kl. 17:46

4 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Beinist ekki veiðigjladið gegn útgerðarmönnum Sindri ? Hef ekki séð neitt um að sjómenn eigi að greiða veiðigjaldið úr eigin vasa, heldur þvert á móti, að eftir að allur kostnaður hefur verið dreginn frá innkomu, þar með talin laun, sé verið að tala um að útgerðin greiði ákveðna prósentu af því sem eftir er til þjóðarinnar sem á fiskinn í sjónum.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 2.6.2012 kl. 17:49

5 identicon

Hjördís, akkurat eru það fólk sem ekki þekkir málin til þaula sem styðja þessa vitleysu, auðvitað skerðast laun sjómanna þegar kvóta aukning fer í potta en ekki til þeirra sem hafa orðið fyrir skerðingu þegar stofnar eru í lægð! auðvitað er skerðing hjá sjómönnum ef útgerð geti hvorki aukið aflaheimildir eða endurnýjað skip vegna aukna skatta! auðvitað er skerðing hjá sjómönnum þegar kvótinn verður smá saman tekinn af útgerðinni og skip liggja meira og meira í landi!

Þetta er staðreyndin Hjördís mín og ekki láta samfó og vg villa þér sín.

Óskar (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 18:31

6 identicon

Eins og oft áður þá er ekki allur sannleikurinn lagður fram í því sem framsett er í frumvörpum líkt og kvótafrumvarpinu. Það sem frumvarpið boðar er að sá peningur sem fyrirtæki fær fyrir sjálft sig eða öðru nafni "gróði þess" verði að mestu tekinn í ríkiseign. Það sem fólk áttar sig ekki á er að sá peningur er nýttur í að halda fyrirtæki líkt og SVN í fremstu víglínu varðandi tækjastand og fleira, þannig að hvað gerist þegar ákveðið mikil upphæð eða öll upphæð þessi verður tekin í ríkissjóð ? jú kannski endar fyrirtækið á að hætta að vera í plús á tímabili vegna þess hvernig það tapar á þessum aukafjárhæðum sem fara frá því og ég get lofað því að þá þarf að minnka við fyrirtækið með því að hætta með skip, reka fólk eða lækka laun.

P.S. Ef að íslendingar eru enn ekki farnir að taka eftir því þá græðir þjóðin sjálf ekki beint á því að fá auka pening i ríkis-vasann heldur fer hann frekar í að hagræða launum nokkurra aðila, borga sinfóníunni betur eða fer kannski í nokkra hjólastíga í Reykjavík og lífsnauðsynlegir hlutir úti á landi halda áfram að skipta ríkisstjórn engu máli.

Bryndís Elva Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 18:40

7 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ég hef ekki sama skilning á þessu og þú gerir kæra Bryndís.

Ef útgerðin þarf ný skip, þá tekur hún lán, hér eftir sem hingað til. Afborganir lána eru frádregnar áður en prósenta er tekin af því sem á að fara í veiðgjald.

Af hverju ætti útgerðin að fá fiskinn okkar úr sjónum okkar frítt ??? 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 2.6.2012 kl. 18:52

8 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Ekki hef ég spurt Gunnþór út í launin hans og sé ekki að það komi þessu máli við. Hjördís hefur þú lesið frumvörpin og umsagnir um þau? Útgerðin fær fiskinn ekki frítt og er ekki að fara fram á það.

Hreinn Sigurðsson, 2.6.2012 kl. 19:34

9 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Hvað vill útgerðin greiða mikið í auðlindagjald Hreinn, veistu það ?

Ég tel að LÍÚ eigi ekki að stjórna landinu, þeir hafa ekki verið kosnir til þess.

Og laun allra innan sjávarútvegs ættu að skipta máli, það væri t.d. áhugavert að vita hvort hann hafi hærri laun en skipstjórar, sem leggja líf sitt í hættu ásamt allri áhöfn sinni við að koma gulli hafsins um borð og þaðan á markað eftir vinnslu. 

Annars nefndi ég hvort þú vissir hvort hann væri tilbúinn að afsala sér launum næstu vikuna ? Hvort ALLIR innan geirans ætli sér að vera í launalausu lífi, eða hvort það eigi einungis að eiga við um þá sem leggja líf sitt í hættu og púla við að ná í verðmætin og vinna þau á markað. Það þætti mér engan veginn réttmætt, enda ætti að vefra léttara fyrir þá hæstlaunuðu að fórna vikulaunum en þá sem minnst hafa innan geirans, ekki satt ? 

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 2.6.2012 kl. 20:44

10 identicon

Ef að fiskvinnslufyrirtæki ætlar að taka lán fyrir öllu sem það þarf að gera í fyrirtækinu sem kostar háa summu peninga vegna þess að það hefur ekki efni á því að gera það annars þá á því fyrirtæki nú ekki eftir að ganga vel að lifa til lengdar, það myndi þá bara enda líkt og bankarnir á þessu blessaða landi.

Það er enginn að tala um að útgerðarfyrirtækin vilji fá fiskinn frítt enda gleymist oft hversu hrikalega mikill peningur fer í ríkissjóð nú þegar frá þessum fyrirtækjum og þau eru alveg til í að borga meira til viðbótar bara ekki þetta hrikalega háa verð sem nefnt er í þessu frumvarpi, en það sem við erum að andmæla hérna er hvernig horft er til þessa fyrirtækis og blessaðs framkvæmdarstjórans í því sem er ekkert annað en framkvæmdarstjóri og er ekki með neinn kvóta sjálfur né laun sem eru of há miðað við þá vinnu sem hann framkvæmir. Það er engin röksemd í því að rífa allan arð af fyrirtæki sem er í gróða og það ættu allir að átta sig á !

Ef við ætlum að setja aukaskatt á allt sem gengur vel á Íslandi í stað þess að hlúa að því þá veit ég ekki hversu langt þetta land á eftir að sökkva í skítnum og ég get lofað þér því að allir íslendingar eiga eftir að vera ósáttir innan við ár eftir að þetta frumvarp kemst í gegn í núverandi mynd (ef það gerir það) og þá átt þú eftir að vera ein af þeim líka :)

Bryndís Elva Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 22:27

11 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég veit að það er ekki hægt að koma þér í skilning um þessa hluti, það er alveg kristal tært. En að þú skulir ekki hafa skilning á því sem aðrir eru að segja er ...

Það fá allir sín laun PUNKTUR það er enginn að fara brjóta kjarasamninga.

Það fær enginn neitt frítt PUNKTUR, ef þú heldur það er ...

Þú ferð í þversögn við sjálfa þig þegar  þú svarar Hreini í nr. 3 með því að segja:

"Svo er spurning um að líta á veiðigjaldið eins og hvern annan hráefniskostnað sem flest fyrirtæki þurfa að greiða sem eru í framleiðlsu af einhverju tagi "

Þú getur þá svarað staðhæfingunni hans Hreins úr fyrsta kommentinu, fyrsta lína: "Vikustopp er smámunir miðað við það sem kjör okkar sjómanna Síldarvinnslunar munu skerðast um ef þessi hlandvitlausu frumvörp fara í gegn."      Hvað er svarið núna hjá þér? Veistu hvernig laun sjómanna eru reiknuð? Varla miðað við komment nr. 9. Þú getur flett því upp í Frjálsri Verslun, þar sem teknir eru skattar einstaklinga og fyrirtækja og borin á torg, betra að tjá sig eftir það.

Afborganir lána og frádráttur frá veiðigjaldi er algerlega sér kapítuli út af fyrir sig. Aldur fiskiskipaflotans er að verða hættulega hár, okkar skip eru hætt að standast kröfur um öryggi og aðbúnað sjómanna í þeim löndum sem við viljum samsama okkur við við og erum að keppa við í veiðum og vinnslu. Það að reikna 8% vaxtakröfu í frumvarpinu á meðaltal fjárfestingar yfir þau ár sem fiskveiðiflotinn er að lepja dauðann úr skel vegna skerðinga er ekki gáfulegt. Hver fjárfestir í nýju skipi eða breytingum þegar rétt svo er hægt að skrimta? Ég get alveg svarað þessu fyrir þig: Þeir sem eygja von til þess að geta komið sér aftur á lappirnar með auknum tekjum (Aukinni úthlutun).

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Þarf að huga að öðrum hugarefnum. Það að koma einhverju viti inn í þinn koll er best haft eins og skrifað er í setningunni sem ég byrjaði á.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.6.2012 kl. 00:30

12 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Auðlindagjaldið er ekki höfuðverkurinn í þessu leikriti, heldur fiskveiðistjórnunarfrumvarpið. Það er alveg ljóst að það er hægt að borga auðlindagjald og það gjald er hægt að stilla af. Frumvarpið um fiskveiðistjórnunina er aftur á móti þannig að það verður ekki hægt að borga neitt auðlindagjald þegar það kemur á.

Hitt er síðan stóra spurningin: Af hverju bísnast pólitíkusar yfir því að "einungis 3-5% tekjuskattur sé greiddur af útgerðinni (og vinnslu ef svo ber undir) en ætla síðan að hirða allar krónurnar áður en þær geta verið skattlagðar.Frádráttarbærar skuldir þessara fyritækja eru að verða upp urnar og þegar þær eru það þá borga þau 20% tekjuskatt, borga hæstu launin (fyrir utan banka að sjálfsögðu) og bara það að fara úr 5 í 20% myndi skila amk. 15 milljörðum í ríkiskassann. Sömu krónutölu og verið er að sækja með veltuskatti.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.6.2012 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband