Fjöldaafsláttur

Það er svo augljóst að skilaboð til fólks um allan heim eru þessi:

Ef þú ætlar að drepa, dreptu þá nógu marga.

Ef þú ætlar að stela, eða draga þér fé, eða taka ,,lán" sem aldrei á að borga, hafðu það þá nógu háa upphæð. Eins og við höfum kynnst hér.

Ef þú ætlar að gera út af við einhvern fjáragslega, komdu þá heilu samfélagi á hliðina, aðhafstu ekki neitt, og gættu þess að vera í nógu góðri stöðu til þess. Eins og við höfum kynnst hér.

Af hverju fá þeir stóru og valdamiklu ávallt bestu ,,kjörin" ; magnafslátt á flestu ef ekki öllu sem þeir gera ??? Af hverju ? Þetta virðist gerast um allan heim í gegnum tíðina.

Þessi skilaboð eru stórhættuleg. Vonandi að ráðamenn hér heima og annarsstaðar átti sig á því. Því annars mun það eitt gerast, að þeir sem stela kjúkling úr Bónus, fari að taka uppá því að hafa það nógu stórt til að sleppa örugglega. 

Ekki að ég styðji líflátsdóma, langan veg frá. En reiði þeirra er réttmæt hvað margir sluppu. Eins og við þekkjum hér á landi þó meint brot séu af öðrum toga en fjöldamorð á almenningi. En aleiga margra var hirt. Aleiga.  Ekki er þó almenningur að krefjast þess að víst margir sluppu við dóma í Egyptalandi, ætti einnig að sleppa Mubaraka, veikum gömlum manni. Það hefði liklegast verið krafan hér, eða hvað ?

Áhugavert væri að vita hvort það gerist oft í Egyptalandi, að fólk sem er dæmt fyrir eitt morð, fái líflátsdóm fyrir það ? 

 


mbl.is Mikil reiði og magnast í Kaíró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband