15.6.2012 | 19:56
Fjölmiðlafrí
Væri ekki frábært ef það væri á einhvern hátt hægt að sameinast um það á Íslandi að láta frægt fólk algjörlega í friði, þegar það kemur hingað ? Að landið okkar, yrði þekkt og eftirsótt sem griðastaður fyrir þá sem aldrei fá frið fyrir fjölmiðlum ?
Segi ég sem las þessa frétt...;) En ég hef oft hugsað þetta og ég vona að Íslendingar láti þetta fólk í friði á götu úti og þar sem það dvelur. Held það yrði fljótt að spyrjast út í Hollywood að á Íslandi geti stjórnurnar gengið niður Laugaveginn alveg óáreittir og lausir við myndavélar. Undanfarin ár hefur það aukist að fréttir eru birtar um svona frægt fólk hér á landi, og jafnvel frá ferðum þeirra. Tel það ekki vera góða þróun. Tel að við högnumst svo miklu meira á því að veita þeim algjöran frið og frí. Þá koma fleiri og þau gista á dýrum stöðum og eyða eflaust pínu meira en meðalferðamaðurinn. Og svo gæti það farið svo að Ísland yrði eina landið þar sem þeir fá frið. Það væri óskandi og það er vel hægt, sé vilji til þess.
Sorglegt að Cruise hafi ekki verið upplýstur um það að það er algjör óþarfi að hafa lífverði með sér , eða hvort hann leigði þá hér. Og héðan í frá verður hann Íslandsvinur reikna ég með, sem er nú nokkuð krúttað þó það sé líka pínu púkó ;))
Cruise og fjölskylda í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið ofboðslega er ég sammála þér...
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 15.6.2012 kl. 20:03
Takk fyrir kæri Ólafur Björn / Kaldi og ég vona að fleiri séu okkur sammála ;)) Gott fyrir landið okkar, ekki spurning.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.6.2012 kl. 20:29
Ekki síst gott fyrir barnið. Alltaf verið að taka myndir af þessu litla stýri.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 21:05
Alveg sammála Elín, en það virðist samt færast í vöxt að stjörnur sýni börn sín, sem áður var nú ekki gert.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 15.6.2012 kl. 23:58
Mikið er ég sammál Ísland getur verið flottur griðarstaður fyrir fræga fólkið en þá verðum við að koma í veg fyrir að erlendu paprassarnir komi hingað
Magnús Ágústsson, 16.6.2012 kl. 05:29
Er það virkilega þannig að útlenskir blaðamenn elti stjörnurnar hingað Magnús ? Veistu dæmi þess ? Man aldrei eftir að hafa heyrt af því ??? ;))
Það að elta frægt fólk hér og birta fréttir og myndir um hvert fótmál, er svo óíslenkst að auki, því við höfum ekki verið að elta okkar eigið ,,fræga" fólk svo mikið. Svo það væri meira í stíl við menningu/venjur okkar þegar kemur að frægu fólki, að láta það í friði og taka eins og öðru fólki. Að vísu og því miður má segja að Séð og Heyrt hafi breytt þessu aðeins.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.6.2012 kl. 07:23
Séð og heyrt er eini ruslpósturinn sem hefur verið að byrta myndir og koma þessari ómenningu af stað. Vona að fólk geti og hugsi aðeins um sjálfa sig fyrst, til dæmis, mundi ég vilja fá papparassa á eftir mér hvert fótmál??? Nei, Mjög einfalt...
Af hverju er þá fólk að stunda þessa vitleysu???
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 16.6.2012 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.