16.6.2012 | 13:09
Íslenskir Papparazzar
Og Mogginn að spilar með, eins og væri frekar stíll Séð og Heyrt. Mikið væri nú gott ef íslensk blaðamennska stoppaði strax í þessari eltingaleiks þróun, þau eru bara að spóka sig um og það væri frábær landkynning að leyfa þeim að vera í friði !! Og um leið, benda þeim á að það er óhætt að ganga hér um án lífvarða og meira en óhætt að hafa börn með, þeim er ekki rænt hér á landi. Ég bloggaði um þetta í gær undir fyrirsögninni : ;,Fjölmiðlafrí" og læt það fylgja með hér, enda litlu við að bæta.
http://hvilhjalms.blog.is/blog/hvilhjalms/entry/1245154/#comments
Tom og Katie á göngu um miðbæinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er aldeilis flott landkynning eða hitt þó heldur. Skyldu þau vera á gangi í Harlem Reykjavíkur. Eins og sést á þessu fáu myndum eru útkrotaðir ljósastaurar og rafmagnskassar sem ná augum lesendans frekar en mynd af fólkinu.
Þetta er mjög góð auglýsing fyrir sóðaskapinn sem er um allan miðbæ borgarinnar og víðar. Væri ekki ráð að meiri hlutinn í borginni tæki sér nú tak og léti fríkka aðeins upp á útlit borgarinnar svo svona myndir birtist ekki í erlendum fjölmiðlum.
Svona myndir eru ekki góð landkynning.
Friðjón (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 14:06
Sammála þér Hjördís, það er leitt að sjá hvert fjölmiðlar hér á landi eru að stefna, það væri flott ef þau gæti verið hér í friði og ró, svona smá frí frá hollywood.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 16.6.2012 kl. 14:22
Ekki von á öðru frá Mbl. með sitt "Smartland"...
Hvumpinn, 16.6.2012 kl. 14:32
Sammála þetta er sorgleg þróun.
Ég held samt að flestar stjörnur hafi hingað til sloppið við þetta. Ég man ekki eftir því að hafa séð myndir af Jake Gyllenhal. En Tom Cruise er auðvitað skærari stjarna.
Mín vegna mætti hreinlega banna þetta að taka myndir af fólki þegar það er í frítíma sínum án þeirra samþykkis. Þetta er ekki það sama og að taka myndir á tökustað eða á rauða teppinu.
Hallgeir Ellýjarson, 16.6.2012 kl. 14:33
,,Hrein borg, fögur borg" Friðrik ;)) Svo er okkur sagt...nema þetta sé hrekkur hjá Mogganum að koma höggi á Besta flokkinn ;) ??? Það væri svo sem eftir öðru...
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.6.2012 kl. 17:25
Já Halldór Björgvin, og Moggin virðist einn leggjast svona lágt !!
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.6.2012 kl. 17:26
Þó þetta sé á Smartland Hvumpinn, sem ég reyndar veitti enga athygli en tek gott og gilt, þá er það ritsjórn Moggans sem ræður hvað er birt á á mbl.is
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.6.2012 kl. 17:33
Vona Hallgeir að þeir haldi ekki áfram og ,,Lady Diana" endurtaki sig hér. Sem getur meira en gerst, enda byrjaði þetta án efa eins í útlöndum , svo max 10 til 20 ár, með sömu þróun þá verðum við búin að ná heimsins grófustu rözzunum.
Svo ég vona, þó það sé nú ekki hægt að banna þetta held ég, að fjölmiðlar sem vilja njóta virðingar og traust, sjái sóma sínn í því að birta ekki né kaupa myndir af þeim sem vilja græða á þessu. Jú Mogginn græðir á þessu flettingar, en ég vona að þeir hætti þessu strax og áður en þeir byrja af krafti!! Ekki einu sinni dv.is er að leggjast svona lágt, svo ég hafi tekið eftir.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.6.2012 kl. 17:37
Við erum nú þegar með einhverjar takmarkanir á hvað má birta og hvað ekki. T.d. kemstu ekki upp með að birta hatursgreinar í blöðum.
Ég held að það sé vel hægt að banna þetta ef vilji er fyrir hendi. Ég held að það sé eina mögulega leiðin til að koma í veg fyrir þessa þróun.
Hallgeir Ellýjarson, 16.6.2012 kl. 17:45
Bannið gildir svo auðvitað ekki ef það er eitthvað á myndinni sem almenningur á rétt á að vita af, eitthvað sem varðar almannahagsmuni. En það kemur okkur ekkert við hvar hjónin fara í göngutúr.
Hallgeir Ellýjarson, 16.6.2012 kl. 17:46
Það er rétt Hallgeir, en ég tel þó að þetta sé pínu erfiðara, vegna þess að það verður að vera heimilt að birta myndir af fólki úti á götu, eins og oft er gert. Sér í lagi á góðviðrisdögum, þá eru gjarnan sýndar myndir af fólki að njóta veðurblíðunnar. Held það væri betria og vænlegast til árangurs, ef fjölmiðlar geta gert með sér þegjandi heiðursmannasamkomulag um að láta svona myndbirtingar eiga sig , eins og herér um fjallað. Þeir eru kannski ekki margir eftir af gamla skólanum, sem vita hvað heiðursmannasamkomulag, en einn af síðustu Móhikönunum er þó ritstjóri Moggans. Ég á erfitt með að ímynda mér að hann vilji þessa þróun né að hann sjái nokkurt fréttagildi í því að þau gangi um götur Borgarinnar, eins og þú bendir réttilega á.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.6.2012 kl. 18:40
Íslenskir papparazzaar. Nákvæmlega. Þegar upp er staðið, þá erum við nákvæmlega jafn ómerkileg og allar aðrar þjóðir. Enda ekki raunhæft að ætla að það sé öðruvísi.
Theódór Gunnarsson, 16.6.2012 kl. 20:40
Vissulega væri það gaman ef íslenskir fjölmiðlar og almenningur leyfir frægum útlendingum sem sækja Ísland heim að vera í friði. Hingað til hefur það að mestu fengið að vera þannig og útlendu stjörnurnar verið afar ánægðar með það. Það hefur leitt til þess að þær mæla með Íslandi í sínum kunningjahópi.
Fyrir nokkrum árum dvaldi á Hotel Nordica frægur bandarískur leikandi. Ég man ekki nafn hans en hann leikur alltaf vonda kallinn og er frekar ófríður. Hann og hans fylgdarlið vandi komur sínar á Classic Rock í Ármúla á kvöldin. Á Hótel Nordica varð hann nefnilega fyrir stöðugu ónæði af útlendum gestum sem vildu fá að taka af sér ljósmyndir með honum, eiginhandaráritanir og annað slíkt. Honum þótti alger lúxus að geta sötrað sinn bjór á Classic Rock án þess að íslenskir viðskiptavinir væru að "abbast upp á hann". Samt þótti honum gaman að hafa frumkvæði af því að spjalla við Íslendinga. Og einmitt að ræða um þau forréttindi að geta farið út að skemmta sér án ónæðis. Það var honum ný og skemmtileg lífsreynsla.
Ég man líka eftir því er Eric Clapton kom hér fyrst. Hann rölti um Laugaveginn óáreittur. Keypti sér íslenskar plötur í Gramminu og enginn skipti sér af honum. Í verslun Máls & Menningar (beint á móti Gramminu) hitti hann Paul Weller (úr The Jam). Það var enginn að "bögga" þá. Um kvöldið sótti Eric Clapton hljómleika með Tregabandinu. Þar var enginn að ónáða hann. Hann ræddi við gítarleikarann Guðmund "Henrix" Pétursson og fékk símanúmer hans. Ég held að það hafi samt ekkert framhald orðið á þeirra samskiptum. En í þessari fyrstu heimsókn EC til Íslands var hann aldrei áreittur af aðdáendum og það leiddi til þess að hann hefur margoft heimsótt Ísland síðan. Og oftast fengið að vera í friði. Farið í laxveiði norður í landi og skemmt sér vel.
Sameinust í að leyfa frægum erlendum stórstjörnum að ferðast óáreittar um Ísland!
Jens Guð, 16.6.2012 kl. 23:58
Hver ritstýrir þessum fréttamiðli eiginlega???
Halldór Ásgrímsson frá Skinney-Þinganesi (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 01:03
En hverjir lesa blöðin, er þetta ekki eftirspurnin sem sendir blaðamenn af stað.
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 09:09
Jú en það réttlætir þetta samt ekki.
Fólk á oft erfitt með að stjórna forvitnini.
Það er léleg blaðamennska að hreinlega birta allt sem getur aukið lesturinn. Morgunblaðið færist nær því að verða blað eins og The Sun og það er dapur þróun.
Hallgeir Ellýjarson, 17.6.2012 kl. 14:29
Takk fyrir þetta Jens og ég vona að fjölmiðlar og almenningur nái að sameinast um þetta. Það er svo miklu meira unnið með því en að eltast við fræga fólkið.
Hafði ekki hugsað þetta sem þú nefnir, að útlenskir ferðamenn sjá auðvitað stjörnunar líka.....en þeir fá vonandi þá upplifun/reynslu að Íslendingar séu ekki í þeim hópi.
Ef stjörnunar fá ekki frið hér, af hverju ættu þau þá að nenna að koma hingað ? Fallegt jú, en ekki sá mikli lúxus sem þau oft þekkja, svo er oft kalt og annað, svo ég held þær hafi komið hingað í auknum mæli, vegna þess að það hafi frést að hér hafi þær fengið frið.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.6.2012 kl. 23:50
Annar þeirra er DO, Halldór Ásgrímsson....;))
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.6.2012 kl. 23:52
Það eru lesendur, líka ég sem er að vona að þeir hætti að birta svona myndir og elta fræga fólkið...það er eftirspurn eftir ýmsu, en það er ekki þar með að íslenskir fjölmiðlar með Moggan í broddi fylkingar, þurfi að standa í þessu Guðmundur.
Sammála Hallgeir, þetta er low fjáröflun og desperat kannski hjá Mogganum ? Vona að þeir hætti þessu alveg. Forvitnin er vissulega mikil oft og tíðum, en Mogginn má alveg einbeita sér í að svala forvitni sem á erindi til almennings. Veit ekki hvort tala eigi um réttlæti, en eins og ég hef sagt, þá er bjartasta vonin sú að menn sjái sóma sínum best borgið að láta svona myndbirtingar eiga sig. Að banna með lögum, held það gangi ekki vegna löggjafar um tjáningafrelsi.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 17.6.2012 kl. 23:58
mbl er að gera þjóðina heimskari með þessu "Smartlandi"; Það vita jú allir að aðeins illa upplýstir smartlandlesendur munu kjósa BB og sjálfstæðifokkið
DoctorE (IP-tala skráð) 18.6.2012 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.