26.6.2012 | 23:12
Stimplar
Ég er nú ekki vön að minnast á sjálfa mig á bloggin mínu , en ætla að gera það smá núna.
Fór og kaus utan kjörfundar í Laugardalshöllinni sem ég hef aldrei gert áður. Þarna eru semsagt stimplar í kjörklefum með nöfnum allra frambjóðenda. Nokkuð sniðugt og einfalt kerfi þykir mér. Þegar maður stimplar, þá heyrist ágætis hljóð um leið. Svo það hefði verið sniðugt að hafa einnig stimpil sem á stendur ,,Skila auðu". Það má segja að það ,,heyrist" með þögn hjá þeim sem kjósa að skila auðu.
Svo er annað sem ég hef ekki skilið með kjörklefa, en það er að henginu eru alveg gólfsíð, svo það er of létt að labba óvart inná þann sem er að kjósa. Hefði haldið að það væri betra að hafa hengin ca. í hnésídd eða svo, svo maður sjái örugglega að klefinn er tómur. Eða er nauðsynlegt að hafa hengin gólfsíð ?
Tæp 16.000 atkvæði komin í hús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er líka búin að kjósa - forseti vor - Herra Ólafur Ragnar Grímsson - verður í mínu boði á Bessastöðum næsta kjörtímabil - En þegar ég kaus þá var svona smá biðröð en þá sagði starfsfólk kjörstaðarins í hvaða klefa hver og einn ætti að fara no 1 - no 2 osfrv. um leið og það afhenti kjörgögnin - Ég kaus í Laugardalshöllinni.
Benedikta E, 27.6.2012 kl. 01:06
Kannski hafa þeir tjöldin gólfsíð til að það sjáist ekki hvort sá sem er inni í klefanum sé tvístígandi í vali sínu. Þar með væri afstaða hans ekki lengur 100% leynileg eins og hún á víst að vera.
Eða ef tjöldin væru ekki gólfsíð þá gætu hinir lágvöxnustu séð hvaða stimpil kjósandinn velur? Nú, eða ef einhver kjósandinn liggur á gólfinu þá koma gólfsíðu tjöldin í veg fyrir að sjái inn og upp í klefann.
Eða ...
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 06:53
Auður seðil er alveg eins og hjáseta þingmanna sem nenna ekki eða þora ekki eða vita ekki hvernig á að taka afstöðu.
Líklega eru hin síðu hengi til þess að fólk geti kosið með fótunnum, en flóttaleiðirnar eru bara of fáar.
Hrólfur Þ Hraundal, 27.6.2012 kl. 06:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.